Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

2. leikdagur 27. mai 2008

2. leikdagur fór fram þriðjudaginn 27. mai í Grafarholtinu.

Mættir voru Gummi, Ingi, Svenni, Denni, Emil og Heimir.

Aðeins 50% mæting og vil ég þakka þeim sem mættu.

Veður var gott og allir skemmtu sér vel allavegana þeim sem komust í 20 punkta.

Úrslitin eru komin inn hér til vinstri.


1. leikdagur 20. mai 2008

Þá er þetta byrjað formlega, fyrsti leikdagur búinn, spilaður þriðjudaginn 20. mai í Grafarholtinu.

Vallar aðstæður góðar, völlurinn kemur vel undan vetri og lofar mjög góðu fyrir sumarið, það eru þó nokkrar framkvæmdir við malbikunar stíga, þannig að teigurinn á 4. holunni var dáldið mikið framarlega þennann daginn, svo voru gömlu vetrar grínin á 2. og 10. holununum, að öðru leiti er þetta flott.

Veðrið var frábært, logn sem er mikilvægt í golfi og svo gekk á með mjög litlum skúrum, og þá var rigningin beint niður þannig að hún kom lítið að sök.

Mættir voru: Aron, Denni, Svenni, Heimir, Gulli, Sammi og Gulli.

Aðeins 58% mæting og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir þáttökuna.

Úrslit dagsins eru hér til vinstri á síðunni.

Af gefnu tilefni langar mig að taka eftirfarandi fram: 

Við verðum að herða okkur dáldið í hraða, nú er búið að breyta golfreglunum þannig að nú er hægt að dæma meira þegar um slór er að ræða, hæg spilamennska er að drepa golfíþróttina í heiminum og því verðum við að standa okkur betur á því sviði:

Fyrra hollið var næstum 4,5 tíma að spila og voru komnir fljótlega heilli holu á eftir hollinu á undan (voru reyndar ungar og ferskar konur sem voru hraðspilandi) og voru einnig með biðröð fyrir aftan sig, að hleypa framúr er lang besta lausnin í svona löguðu þá léttist á vellinum og allir aðilar verða mun sáttari, bæði þeir sem hleypa framúr og þeir sem fá að fara framúr, tala nú ekki um allir hinir sem verða fyrir barðinu á þessu og eru fyrir aftan.

Nokkur góð ráð sem ég sá að menn máttu taka sig á í gær:

Vera tilbúinn þegar röðin er komin að þeim.
Slá sína kúlu áður en leitað er að kúlum félaganna.
Það þarf ekki að labba brautina þvera og endilanga til að hjálpa við að leita.
Taka aðeins 1-2 æfinga sveiflu, 5-8 æfinga sveiflur er allt of mikið.
Skoða sína púttlína á meðan hinir eru að pútta.
Ekki að skrifa á skorkort fyrr en á næsta teig.
Sá sem á teiginn skrifar þegar hann er búinn að slá.
Þegar maður er í algjöru rugli og skorið líka í rugla, að leita þá aðeins minna og taka varabolta.
Svo finnst mér lang best bara að vera stuttur og á braut.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í ýmsum bæklingum gefnum út af GSI og GR.


Í golfreglum núna hefur leikmaður 45 sekúndur til að slá sitt högg, það er dáldið langur tími í ljósi þess að ef allir leikmenn nýta sér þennann tíma í öllum sínum höggum þá yrði hringurinn dáldið langur, tökum smá dæmi, 4 í holli, spila að meðaltali á 85 höggum hver, og segjum að 70 af þessum höggum þurfi langann tíma, þá eru þetta þetta 180 högg sem þurfa langann tíma, sem eru 12.600 sekúndur, sem eru 210 mínútur sem eru 3,5 klukkutímar og þá er allt labbið eftir og öll hin höggum 15x4 sem taka stuttann tíma, þannig að leikmaður sem tekur sér þessar 45 sekúndar stanslaust skemmir fyrir hinum í hollinu þar sem þeir eru að reyna að vinna upp tímann.

Formaðurinn.

 


Niðurstaðan eftir aðalfundinn.

Já, góðan daginn golfarar

 

Þá er það niðurstaðan eftir aðalfundinn í gær:

 

1.       Nýji maðurinn hann Guðmundur var samþykktur í félagið með miklu lófaklappi.

2.       Ákveðið var að fylgja keppnisplaninu eins og ég lagði það upp með.

3.       Stigagjöfin verður með Eurovision formi.

4.       Bestu 8 hringirnir telja og menn verða að ná 8 hringjum til að geta unnið til verðlauna.

5.       Ef menn ná ekki 8 hringjum fá þeir gula spjaldið, Sjá athugasemd hér að neðan

6.       Ákveðið var að heimsækja vinavellina, þ.e. hvern einu sinni.

7.       Shoot out nefndin frá í fyrra stóð sig svo vel að þeir eru áfram við völd.

8.       Shoot out mótið verður haldið 16. Júní á Korpunni.

9.       Lokahófsnefndin var valin Sammi og Gulli

10.   Lokahófsdagsetning verður valin af nefndinni sem allra fyrst, Ryder Cup verður haldið helgina 16 – 21 september, sem er mjög góður dagur til að vera með lokahófið, þá myndi þriðjudagurinn 16. Sept vera síðasti dagur í mótinun og laugardagurinn 20. Sept er þá lokahófsdagurinn.  Nefndin er þó einráð í þessu og ræður þessu, gott hinsvegar að fá staðfesta dagsetningu sem allra fyrst.

11.   Ákveðið var að spila golf um og uppúr 17:30 á meðan bjart er, en það verður að byrja fyrr þegar líða tekur á sumarið.

  Þetta eru 16 leikdagar sem við erum með og því eru bestu 8 og lágmark 8 of lítið hjá okkur, það merkir að menn þurfa aðeins að mæta í helminginn af tímunum, það er of lítið, hvað segja menn um að fjölga þessu uppí 10 hringi, sem telja til skors og lágmark 10 hringir til mætinga.   

Eftirfarandi gæti verið drög að vallar dagskrá:

þri 13.5.2008Korpan æfingarhringur
þri 20.5.2008Grafarholt
þri 27.5.2008Grafarholt
þri 3.6.2008Akranes
þri 10.6.2008Grafarholt
þri 17.6.2008Frí vegna 17. júní
þri 24.6.2008Grafarholt
þri 1.7.2008Borgarnes
þri 8.7.2008Grafarholt
þri 15.7.2008Frí vegna meistaramótsins
þri 22.7.2008Hella
þri 29.7.2008Korpan
þri 5.8.2008Leiran
þri 12.8.2008Grafarholt
þri 19.8.2008Þorlákshöfn
þri 26.8.2008Grafarholt
þri 2.9.2008Korpan
þri 9.9.2008Grafarholt
þri 16.9.2008Grafarholt
 

Aron


Breytingar á skipulagi fyrir komandi tímabil

Þannig að ég legg til nokkrar breytingar á skipulaginu í ár.

1.  Frá 15. Mai til 16. September eru 18 þriðjudagar, þar af fer 1 í frí vegna meistarmóts og annar sjálfsagt vegna veðurs, því má gera ráð fyrir 16 leikdögum, byrjum þó þegar vellirnir opna og hættum þegar völlum lokar, þannig að leikdagar gætu orðið fleiri eða færri. Reynum að spila framað bændaglímu.

2.  Ég legg til að eingöngu verði spiluð punktakeppni í ár og engin úrslita keppni.

3.  10 bestu hringirnir gilda til skors.

4.  Ef menn mæta ekki í 10 skipti tvö ár í röð þá verða þeir að snúa sér að einhverju öðru og segja sig úr félaginu, byrjar að telja frá árinu í ár (árið í fyrra telur ekki með), Aðeins verður spilað á þriðjudögum og engir auka hringir telja til mætinga.

5.  Punkta keppnin verður ekki þannig að punktafjöldi í leik gildi, eins og var hjá okkur í fyrra, heldur tökum við veður og vallaraðstæður inní leikinn og sigurvegari dagsins fær 12 stig, 2. Sæti 10, 3. Sætið 8, 4. Sætið 7, 5. Sætið 6, 6.sætið 5, 5.sætið 4, 6. Sætið 3, 7. Sætið 2, 8. Sætið 1, og aðrir minna.

6.  Höldum einnig shoot out mótið eins og í fyrra, drekkum bara aðeins minna í ár, shoot out nefndin í fyrra stóð sig mjög vel og legg ég til að hún sitji áfram, kaupa samt aðeins minna af brennivíni.

7.  Í ár höfum við úr 7 völlum að velja og væri ég til í að við leggja meiri áherslu á að spila GR vinavellina meir en hefur verið, og segja að við spilum hvern völl allavegana einu sinni.

8.  Lokahófið verður dagsett strax að vori, lokahófsnefnd valin og sú dagsetning stendur og menn verða að aðlagast henni, vantar sjálfboðaliða í nefndina.

9.  Ef þetta lukkast vel í ár, þá gætum við bætt inní þetta sjálfstæðri bikarkeppni á næsta ári.

 

Séu menn með aðrar tillögur þá þarf að birta þær fyrir aðalfundinn sem haldinn verður strax að loknum æfingahring eftir að vellirnir opna.

Gott væri að heyra í mönnum hvort þeir styðji þessa tillögu eður ei.

 

Í ár hafa golfreglur breyst töluvert og mun ég senda út email á næstunni til að kynna þessar breytingar, t.d. hvað leikhraða varðar, vatnstorfærur ofl.


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband