Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

3. umferð

Þá er þriðju umferð í Holukeppninni lokið. Hringurinn telst líka með i Punktakeppninni. Mæting var mjög góð, aðeins einn sem ekki komst.

Brösuglega gekk að bóka rástíma fyrir gærdaginn þar sem golf.is lá niðri nánast fram að hádegi á sunnudag. Þ.a. það tók því að rífa sig á lappir fyrir kl 8 á sunnudagsmorgni! Fyrir vikið var nokkuð bil á milli tíma. En það kom ekki að sök því veðrið var mjög gott og bara batnaði eftir því sem leið á kvöldið og á seinni 9 var nánast stafalogn.

Vil ég minna menn á að skila inn skori dagsins og hverjir unnu, með því að senda mér póst, þar sem ekki náðist í alla eftir leik í gær.

kv

Formaðurinn

 

 

 

 


Önnur umferð

Í gær þriðjudag , var önnur umferð í Holukeppninni spiluð. Samhliða var spilað í Punktakeppninni. Veðrið var með eindæmum gott eins og síðast, sól og blíða.Mæting var þokkalega, þ.e. 9 mættu af 12.Staðan í Holu- og Punktakeppni mun verða uppfærð á síðunni Staða 2009.

Munið svo að blogga um leikina.

kv

Emil


Fyrstu umferð lokið

Þá er fystu umferð lokið hjá Nafnlausa Golffélaginu. Spilað var í Grafarholti við glimrandi aðstæður í sól og hita. Sjaldan hefur Grafarholtið verið í svona góðu ástandi í byrjun sumars. Úrslit í holupeppninni urðu sem hér segir:
Magnús vann Denna
Emil vann Jóhann
Heimir vann Gumma
Ingi vann Gulla
Aron vann Samma
Benni vann Óla
Þá má geta þessa að fyrrverandi formnaður vor, hann Aron, átti væntanlega flestu punktana þennan daginn, 36 kvikindi. Þar sem þetta var frestuð umferð þá telur þetta aðeins í holukeppninni en ekki í punktakeppninni. Munið svo að blogga um leikina

kv
Formaðurinn


Fyrsti leikdagur búinn og 100% mæting...............

NafnlausaÞað ótrúlega gerðist að það var 100 mæting á fyrsta leikdegi þessa tímabils, þeas. ef það hefði verið spilað. En vegna veðurs var ekki hægt að spila golf þennan dag. Reyndar sást til fólks út á velli en við vorum ekki vissir hvor það væri hægt að flokka það sem golf sem þau voru að spila. Svo mikið var rokið.

Nýji formaðurinn, Emil, fékk erfitt verkefni strax á þessum fyrsta leikdegi............ átti að spila eða ekki. Þetta er mjög einfalt í okkar hóp, formaðurinn ræður og ekkert lýðræðiskjaftæði. Reyndar tók hann sína ákvörðun eftir handauppréttingar, en það hefur samt ekkert með lýðræði að gera. Þrátt fyrir að það væri búið að aflýsa leikdegi ákváðu 4 aðilar að fara út að spila og kölluðu hina ýmsum nöfnum eins og kellingar, aum.. og fleira. Þegar þessar 4 hetjur löbbuðu út úr klúbbhúsinu og á teig breytist þetta aðeins. fóru að heyrast raddir um kannski væri rokið of mikið. Þessum aðilum til varnar var ákvörðunin tekin innan dyra í algjöru logni. Þannig á endanum fór enginn út að spila og allir urðu alvöru karlmenn aftur.

Þá var ákveðið að flytja leikdaginn fram á seinnipart næsta sunnudags. Sá hringur verður ekki talinn með í punktakeppnina þar sem hringir á þriðjudögum telja eingöngu í hana.


Fundargerð 8. maí 2009

Mættir:

Aron Hauksson

Emil Hilmarsson

Guðlaugur Einarsson

Guðmundur Friðbjörnsson

Heimir F. Hálfdanarson

Ingi Ólafsson

Magnús Ingi Stefánsson

Ólafur Hafsteinsson

Samúel Ingi Þórarinsson

 

Fjarverandi:

Benedikt Hauksson

Sveinn Ingvarsson

 

Eftirfarandi atriði voru rædd og ákveðin

·         Aron Hauksson sagði formlega af sér formennsku í Nafnlausa Golffélaginu. Þakkað var fyrir störf hans sem formanns með dúndrandi lofataki

·         Nýr formaður sjálfkjörinn án mótatkvæða, Emil Hilmarsson.

·         Leikdagar verða á þriðjudögum og áætlaður fjöldi leikdaga er  17 (til 15 sept).  Áætlað er að hefja leik milli 16:50 og 17:30 í sumar

·         Leikfyrirkomulag sumarsins  2009 ákveðið. Spilaðar verða tvær keppnir, Holukeppni og Punktakeppni.

·         Sigurvegari Holukeppninnar verður krýndur Meistari Meistaranna 2009 en sigurvegari Punktakeppninnar verður krýndur Deildarmeistari 2009.

·         Spilaðar verða 11 leikir í Holukeppni, allir við alla. Til að byrja með er aðeins heimilt að leika á þriðjudögum en ákvörðun verður tekin af formanni þegar líða tekur á sumarið hvort frestaðir leikir megi spilast á öðrum dögum, ef mikið er um frestanir.

·         Punktakeppnin er spiluð samhliða Holukeppni, sem þýðir að menn verða að klára hverja holu út til að fá punkt. Ekki er hægt að gefa pútt í Punktakeppni.  Bestu 10 hringir í Punktakeppni gilda í lokin.  Punktakeppni má aðeins spila á skilgreindum leikdögum (þriðjudögum)

·         Tilskilinn leikjafjöldi fyrir sumarið 2009 er:

o   11 leikir í holukeppni

o   10 leikir í punktakeppni

·         Fyrri reglur um Gula spjaldið er í fullu gildi. Leikmaður fær gult spjald ef hann nær ekki tilskildum leikjafjölda. Annað gula spjaldið þýðir rautt spjald, þ.e. leikmaður fær ekki að spila næsta tímabil á eftir sem meðlimur með Nafnlausa Golffélaginu.

·         Nýir meðlimir sem teknir eru inn í félagið eru á svokölluðu skilorði, þ.e. ef þeir mæta ekki skv reglum félagsins þá fá þeir ekki að vera með næsta ár á eftir.

·         Greidd voru atkvæði um nýjan meðlim í félagið. Hann er Jóhann Jónsson, fgj. 9,8.  Hann var samþykktur samhljóða.

·         Félagsgjöld fyrir leiktímabilið 2009 voru ákveðin 8.000 kr. Þessar tekjur verða notaðar fyrir Shoot-out mót og Lokahóf. Formaður mun senda út rukkun og halda utanum  greiðslur

·         Shoot-out nefnd skipa Magnús Ingi  Stefánsson og Sveinn Ingvarsson

·         Lokahófsnefnd skipa Ólafur Hafsteinsson og Magnús Ingi Stefánsson

·         Bókanir vegna spilamennsku á þriðjudögum þurfa að eiga sér stað  kl 8: 00 á sunnudagsmorgnum. Formaður mun skipa menn til að sjá um skráningu í hvert skipti eftir hentugleika.

 

Annað var ekki rætt og fundið því slitið.

 Emil


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband