Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Grafarholtið 25.08.09

Í gær var "næstum því lokaumferð" spiluð í holukeppninni. Leikirnir sem voru spilaðir voru Benni vs Emil, Aron vs Gummi og Sammi vs Maggi. Benni, Aron og Sammi unnu sína leiki.

Annars var aðstæður ekkert sérstakar þó sumir hafi verið að spila nokkuð vel, punktalega. Það ringdi náttúrulega hundum, köttum og öðrum húsdýrum og undir lokin var orðið ansi skuggsýnt. Formaðurinn hafði tök á að tryggja sér sigurinn í holukeppninni en ákvað að gera mótið spennandi og tapaði sínum leik. Reyndar lögðu sumir töluvert kapp á að brjóta niður formanninn og peppa upp andstæðinginn.

Tveir leikir eru eftir í holukeppninni, þ.e. Benni og Heimir og svo Ingi og Denni. Úrslit í leik Denna og Inga geta ráðið úrslitum í keppninni. Þeir þurfa að finna sér tíma til að spila sem allra fyrst og láta vita svo aðrir geti spila með, ef hann fer ekki fram á þriðjudegi.

Svo vil ég enn og aftur biðja Benna, Magga og Samma að greiða félagsgjaldið. Allir aðrir eru löngu búnir.


Umferð í Grafarholti 18.08

Umferð var spiluð í Grafarholtinu í dag. Aðeins áttu tvær viðureignir að fara fram, þ.e. Denni og Gummi og svo Benni og Heimir.
Heimir forfallaðist þannig og Gummi gaf leikinn eftir 10. holu. Aðrir kláruðu ekki sína leiki vegna veðurs er mér sagt. Erum við sem sagt orðnir svo góðu vanir að ekki sé hægt að spila í smá roki? Eða geta menn ekki spilað þó formanninn vanti ;-)
Ég spilaði í móti á Skagavellinum, sem ekki hefur verið þekktur fyrir mikið logn og kláraði 18 holur á 32 punktum, í hífandi roki og smá rigningu líka.
Annars spiluðu Denni og Heimir leik á sunnudaginn í Holukeppninni og hafði Denni sigur.
Munið að senda inn punkta dagsins þó þeir hafi augljóslega ekki verið margir. Þeir telja samt sem mæting.
Formaðurinn

12. leikdagur í Grafarholtinu

12. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær, 12 ágúst, í frábæru veðri, sól og nánast logn.
Mæting var mjög góð, aðeins einn sem komst ekki en fyllt var upp í með gestaspilara. Skemmst er frá því að segja að Maggi vann Benna á síðstu holunni eftir æsispennandi leik. Aðrir leikir voru ekki síður spennandi en Jói og Ingi skildu jafnir, Óli vann Heimi og Sammi tók Gumma. Denni vann svo Gulla

kv
Formaðurinn


Umferð á Skaganum 4. ágúst

Spiluð var umferð í holu og punktakeppni á Skaganum í gær. Veðrið var í raun mjög gott, ringdi þó nokkuð en bara lóðrétt og nánast logn. Ekta regnhlífagolf.

Alls mættu 8 (plús 2 kaddíar)

Nú eru línur að fara að skýrast í holukeppninni. Þar eru að berjast um sigur þeir Aron, Ingi og Emil.

Punktakeppnin er alveg galopin þar sem menn geta spilað fleirri leiki og halað inn punktum.

Formaðurinn


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband