Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Úrslit ljós

Nú eru úrslit ljós í keppnum sumarsins.
Á laugardaginn var spilað til úrslita í Holukeppninni og spiluðu þar til úrslita Aron og Emil. Skemmst er frá því að segja að Aron vann þá viðureign nokkuð auðveldlega.

Í Punktakeppninni spiluðu til úrslita Aron, Ingi og Emil. Þar hafði Ingi sigur.

Þar með er ljóst að Aron er Holumeistari 2009 og Ingi Punktameistari 2009 Nafnlausa golffélagsins.

Verðlaunaafhendingar fara svo fram á lokahofi félagsins sem ekki er enn komin dagsetning á en hugmynd hefur heyrst að hófið verði fyrstu helgina í Október

Formaðurinn


Síðasta umferð sumarsins

Þá er seinustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu lokið. Spilað var í Grafarholti í bara ágætis veðri. Aðeins mættu 3, Gummi, Aron og Emil. Þeir Emil og Aron voru að spila til úrslita í holukeppninni þar sem þeir voru jafnir í efsta sæti með 8,5 vinninga. Þetta byrjaði frekar illa hjá Aroni og eftir 5 holur var Emil 4 upp. Aroni tókst svo að snúa þessu við þegar líða tók á leikinn og komst hann einn upp eftir góðan fugl á 14. Emil náði því til baka á 15  og allt jafnt þegar komið var á 18.  Þessi leikur var æsispennandi alveg fram á síðasta pútt hjá Aroni. Málið varð að ég varð að setja 4-5 metra pútt ofaní og fá skolla til að halda í við Aron. Með því fékk ég 34 punkta og búinn að jafna Inga í Punktakeppninni. Það tókst. Aron átti erfitt 3-4 metra pútt eftir og með því að setja það niður gat hann unnið leikinn og náð 37 punktum og unnið punktakeppnina einnig. En, hann rétt missti það og rann kúlan töluvert fram yfir holuna og nú átti hann ekki einfalt pútt eftir til að jafna leikinn. En Aron klikkaði ekki og sett ofaní og náði 36 punktum.  (sjá úrslit í Excel skjali sem fylgir hér)

Því eru úrslit í báðum keppnunum enn óráðin, Emil og Aron enn jafnir í Holukeppninni og Ingi, Aron og Emil allir jafnir í Punktakeppninni.

Þetta þýðir að þessir þrír verða að spila úrslitaleik næsta sunnudag.

 

Formaðurinn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Næstsíðast umferð spiluð á Korpunni

Þá eru úrslit ljós í holukeppninni eftir eina leik dagsins. Denni og Ingi spiluðu og skemmst er frá því að segja að Denni vann Inga sem þýðir að Aron og Emil eru jafnir í efstu sætunum með 8,5 vinninga. Þetta þýðir að þeir verða að spila úrslitaleik um sigur í keppninni.

 Annars mættu 7 til leiks í dag og úrslit í punktakeppninni eru engan vegin ráðin. Ingi leiðir með einum punkta á Magga, sem spilaði flott golf í dag.

Sjá Excel viðhengi með úrslitum

kv

Formaðurinn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Umferð í Grafarholtinu 1. sept

Spiluð var umferð í Grafarholtinu í kvöld. Enginn leikur var í holukeppninni þar sem Denni komst ekki og Benni forfallaðist á síðustu stundu. Greinilegt að síðasti leikur hjá Benna hefur tekið sinn toll. Alls mættu 7 til leik í punktakeppninni og þrátt fyrir mjög góðar aðstæður var hæsta skor 30 punktar hjá Aroni og Inga. Aron hefur því saxað á forskot Inga og munar nú aðeins 7 punktum þegar tvær umferðir eru eftir.

Þar sem farið er að dimma ansi fljótt þá hefur verið ákveðið að næstu tvær umferðir (þær síðustu) verða spilaðar seinnipart sunnudags ef vellir eru lausir. Næsti leikdagur verður því næsta sunnudag.

Tveir leikir eru eftir í Holukeppninni sem þarf að fara að drífa í að klára.

Formaðurinn


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband