Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dómarahornið

Bolti týndur í blámerktu svæði

Ég sló út til vinstri á 10. braut í svæði sem er merkt með bláum/hvítum hælum. Spurningin er, þarf bolti að finnast til að geta tekið högg vítislaust?

Gildir almennt að ef slegið út í blámerkt svæði þarf bolti að finnast til að geta haldið áfram?

Emil


Moldarflag hægramegin á 13. á Korpu

Ef slegið er í moldina hægra megin á 13 holu (þar sem verið er að búa til nýja braut), hvernig skal taka víti þar? Þar eru engir hælar þ.a. eina leiðin er að víta sig aftur í moldina? Er það rétt.


Hvað á Ingi að gera???????

Í leik Inga á móti Aroni þann 29. júní 2005 á 5. holunni á Korpunni þá lenti Ingi í skurðinu og lá kúlan í miðjum læknum, það var hægt að slá boltann nema hvað að Ingi þurfti að standa á brúnni og halla sér framá handriðið til að geta slegið boltann sem og hann gerði og átti högg sem fór uppúr læknum, enginn dómsúrskurður var kveðinn upp og því höggið bara látið standa, en það kveikna nokkrar spurningar við þetta, 1. mátti Ingi frá freedrop úr þessu þar sem hann þurfti að standa á brúnni (göngustíg) til að geta slegið boltann, 2. mátti Ingi nýta sér handriðið á brúnni til að halla sér fram til að geta slegið boltann.


Hvað á að gera

Í leik Emils á móti Svenna þann 29. júní 2005 á 12. holunni á Korpunni þá lenti Emil í því að sló boltann rosalega skakkann og þar sem Svenni var kominn aðeins fram fyrir Emil þá lenti boltinn hans Emils í pokanum hans Svenna, boltinn endaði svo úti í skógi og var algjörlega ósláanlegur, landsdómarinn var með í för og dæmdi höggið ógilt í ljósi þess að andstæðingur Emils var "fyrir" honum og sveigðu flug boltans "af leið", og Emil gat því endurtekið höggið vítislaust.


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband