Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Leikskýrslur 2004

Leikskýrslur 2004

Sunnudagurinn 26. september 2004

Í gær kláruðu Maggi og Emil sinn úrslita leik og hafði Maggi sigur þar sem vindurinn var í aðalhlutverki og hann hafði lítil áhrif á leik Magga á meðan Emil komst lítið áleiðis í rokinu, Maggi því sigurvegar.

 

Lokahófið fór fram heim hjá Aroni í gær og heppnaðist það mjög vel, þó vantaði Gulla og Samma, en samt sem áður þá tókst hinum að gera gott úr þessu.

 

Fimmtudagurinn 24. september 2004

Óli og Heimir kláruðu sinn leik í gær á Grafarholtinu, þar sem aðeins átti eftir að spila fyrstu þrjár holurnar, leikar fóru þannig að Óli hafði sigur á fyrstu tveimur og leikur því unninn fyrir hann.

 

Miðvikudagurinn 15. september 2004

Í gær fóru fram úrslit í nokkrum leikjum.

 

Aron sigraði Inga á 13. holunni, 6-5, þar sem Aron var að spila vel en Ingi frekar illa þá var leikurinn aldrei í hættu fyrir Aron, það má samt segja að Ingi hafi klórað í bakkann með góðum púttum framan af leik.

 

Gulli sigraði Samma á 18. holunni 1-0, þar sem Sammi missti tveggja metra pútt fyrir jöfnun á holunni, leikurinn var jafn allann tímann og komst Gulli mest í tvær holur upp.

 

Leikurinn Heimir - Óli hófst ekki fyrr en á 4. holunni þar sem Heimir var upptekinn, Heimir komst fljótlega í tvær holur en Óli gafst ekki upp og þegar þeir hættu leik í gær á 18. holunni þá var leikurinn jafn en þeir eiga eftir að spila 1-3 holurnar og Óli á forgjöf á 1. og 2. holurnar, spennandi leikur það.

 

Fresta þurfti úrslita leiknum Maggi - Emil.

 

Föstudagurinn 3. september 2004

Í gær spiluðu Ingi og Emil í undanúrslitum á Grafarholtinu, gefum Emil orðið:

Undirritaður hafði sigur á Inga 4/3. Ingi byrjaði á að komast í 2 eftir fyrstu tvær brautirnar en á 6. fékk minn sér að borða og vann næstu 4 holurnar. Eins gott að það séu ekki tekin lyfjapróf eftir hringinn, maður veit aldrei hvaða sterar hafa verið í þessari samloku. Einnig spurning hvort Ingi hafi enn verið með sólsting frá Spánarferðalaginu eða bara drukkið of lítið af bjór á ströndinni. Annars var ég að spila ágætlega, slétta 36 punkta.  Heimir og Óli voru vottar að þessum úrslitum.
kv
Emil

 

Fimmtudagurinn 2. september 2004

Í gær var spilað á Grafarholtinu í undanúrslitum, veðrið var ágætt, en kom helli demba í 10 mínútur, við byrjuðum leik klukkan 17:00 og 17:08 en mikrið var orðið það mikið að seinna hollið átti í erfiðleikum á 18. holunni.

 

Maggi og Aron háðu leik í efri deild og gekk á með sveiflum þar sem Maggi átti 4 holur eftir 7, en Aron náði að jafna eftir 11, en þá var það búið fyrir Aroni, Maggi vann sannfærandi 12, 13, 15 og 16. holurnar og því leikurinn búinn þar.

 

Heimir spilaði við Samma og hafði Heimir sigur á 17. holunni, ritari óskar leikskýrslu.

 

Gulli spilaði við Óla og hafði Óli sigur á 17. holunni, ritari óskar einnig leikskýrslu fyrir þennann leik.

 

Fimmtudagurinn 5. ágúst 2004

Síðustu leikir deildarinnar fóru fram á Korpunni í veðri sem aðeins formaðurinn getur boðið uppá, það má segja að það hafi verið rok og rigning, það koma að vísu smá glæta inná milli en uppistaðan var rok og rigning.

 

Leikar fóru þannig að Óli og Sammi skildu jafnir í frestaða leiknum og Emil vann Gulla á 16. holunni.

 

Ritarinn óskar eftir ítarlegri leikskýrslu.

 

Þriðjudagurinn 27. júlí 2004

Óli og Gulli háðu sinn leik á Grafarholtinu, leikar fóru þannig að Óli hafði sigur á 16. holunni, ritarinn óskar eftir ítarlegri leikskýrslu.

 

Fimmtudagurinn 22. júlí 2004

Í gær var spilað í blíðskaparveðri í Grafarholtinu, reyndar byrjaði aðeins með rigningu og var formaður vinsamlegst beðinn um að yfirgefa landið aftur, hann hinsvegar þróskaðist við og veðrið gaf eftir og brast á með þvílíkri blíðu.

 

Leikar fóru þannig að Aron hafði sigur á Sammi 3-2, það verður að nefna smá forgjafarrugling hjá Aroni, það var þannig að Sammi sagðist vera með 15,7 og Aron og Maggi fóru og skoðuðu vallarforgjöf og einhverrahluta vegna kom út 22 og með fljótfærnis reikningi var Samma gefinn 20 í mótsforgjöf, í fyrsta lagi þá er mótsforgjöf 19 þegar vallarforgjöf er 22, en svo var það aðal vitleysan sem er sú að Samma er með 19 í mótsforgjöf sem dettur niður í 17 í mótsforgjöf, þannig að Sammi fékk auka 3 högg í forgjöf, en Aron hafði samt sigur.

 

Maggi vann Inga 1-0, eftir spennandi leik, þar sem Ingi spilaði vel fyrri níu en úthaldið brást svo á seinni níu.

 

Emil vann Óli, en veit ekki hvernig.

 

Menn mega koma með ítarlegri leikskýrlu sem birt verður á netinu.

 

Fimmtudagurinn 15. júlí 2004

Maggi varaformaður skrifaði:

Síðasti miðvikudagur fór frekar illa fyrir mig og Gulla

Ingi vann Gulla 6 - 5
Heimir vann Magga  5 - 3

Þetta burst hefur ekkert með slæma spilamennsku mína og Gulla að gera, heldur stórkostlega spilamennsku Inga og Heimis.
Sem dæmi þá var ég 5 yfir eftir 15 holur en átti ekki möguleika í Heimi sem var á sama skori ef ég man rétt.
Gulli átti reyndar erfitt með að hitta brautirnar í upphafshöggunum á meðan Ingi setti ALLT niður á flötunum.
Nú er allt opið í því hvaða fjórir komast áfram í úrslit.


Enn og aftur var spilað í stórkoslegu veðri fram eftir sólríku kveldi. 

 

Heimir skrifaði:

Verð að monta mig, spilaði við Magga og vann öruggan sigur 5/3. Paraði 15. (óvenjulegt) og var þá 3 yfir! Samt 2 þrípútt! Svo var ég náttlega 5 yfir á þessum síðustu þrem... Ingi vann Gulla á 14. Svo ég er öruggur með umspil um 4 sætið. Maggi gæti lent í því líka og þú, eða hvað?

 

Föstudagurinn 9. júlí 2004

Eins eins og flestir vita þá var spilað í ótrúlegri blíðu í Grafarholtinu í gær, nota bene það var ekki miðvikudagur.

Og þeir leikir sem voru spilaðir spennandi, þetta endaði þannig að
Maggi vann Óla 3-2

Óli haffa átt eitt flottasta golfhögg sem ég hef séð á æfinni. Upphafshöggið hans lenti í lúpínu "skógi" vinstramegin á 14 braut, það þurfti allt hollið næstum 5 mín til að finna boltann. Þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig boltinn lá. Ólafur var ekki að láta þetta angra sig labbaði að settinu og náði í 5 TRÉ, já þið lesið rétt 5 TRÉ. Síðan sló hann þetta frábæra högg sem lenti á flötinni og rúllaði yfir og á  endanum rétt missti hann parið.

Sammi og Emil gerðu jafntefli í miklum spennuleik þar sem Sammi vann átjandu til að jafna Emil.  Í þessum leik var Emil að trufla erlenda tjaldbúa sem höfðu tjaldað á fjórða teig. Eða var þetta kannski auglýsingaskilti sem hann sveiflaði í.............

Ingi vann Heimir 1-0 á átjándu holu, þar sem Heimir skipti aftur í gömlu sveifluna (á fimmta teig) eftir að hafa tapað fjórum fyrstu holunum.

 

Miðvikudagurinn 30. júní 2004

Aron og Maggi spiluðu sinn leik í Grafarholtinu í dag, leikurinn byrjaði frekar ójafn með því að Maggi vann fyrstu 3 holurnar, svo komu 3 holur sem féllu og Aron vann svo 7. holuna og hugsaði sér gott til glóðarinnar þar sem hann átti forgjöf á næstu 5 holur, 8. féll með því að Aron fékk par og Maggi fugl, Maggi vann 9. holuna á pari og fékk double, semsagt Maggi með þriggja holu forystu eftir 9 holur, hann fékk 20 punkta og tvö birdie.  Maggi hélt upptekknum hætti og vann 10. holuna og því kominn í 4up, Aron vann svo 11. holuna, en sú 12. féll með því að Maggi fékk birdie og Aron par, þá var Maggi með 3up og þessar 5 forgjafarholur fellu og Aron náði ekkert að saxa á forskotið, svo koma 13. holan og Aron vann hana eftir að Maggi þurfti að taka víti og hitti svo ekki flötina, 14. féll og sú 15. vann Aron á 6. þar sem Maggi fór í skurðinn í öðru höggi og missti svo flötina í 4. högginu, Aron vann 16. eftir að Maggi fór í tjörnina í upphafshögginu, 17. vann Aron í strekkings mótvindi þar sem hann tók driver en dreif samt ekki inná flötina, þá var staðan allt í orðin sú að Aron átti orðin eina holu og því kominn með dormie, 18. holuna vann Aron með því að fá par og Maggi bogey og því var Aron sigurvegarinn í leiknum.

Sigurinn má samt eiginlega þakka því hvað Maggi spilaði illa seinni 9 en Aron alltaf á sínu róli, þetta endaði með því að Aron fékk 34 punkta og Maggi 33 punkta.

 

Þriðjudagurinn 29. júní 2004

Heimir og Emil spiluðu sinn leik á Grafarholtinu í dag, og hafði Heimir sigur á 14. holunni.

 

Miðvikudagurinn 16. júní 2004

Í dag fóru fram tveir leikir á Grafarholtinu, Aron spilaði á móti Inga og hafði Ingi sigur á 16. holunni, þetta var jafn og spennandi leikur framan af, en svo á seinni níu þá fór Ingi að spila eins og engill og Aron að sama skapi að spila illa og því sigurinn vís hjá Inga.

 

Einnig var Heimir að spila á móti Óla og hafði Heimir sigur.  Ítarlegri leikskýrsla óskast.

 

Miðvikudagurinn 9. júní 2004

Í dag var leikin 3. umferð í bikarkeppninni, leikið var á Hólmsvelli í Leiru, hjá golfklúbbnum GS, veðrið var ágætt, bjart en dáldið hvasst og kólnaði aðeins þegar líða tók á kvöldið.

Leikar fóru þannig að Aron vann Óla í mjög ójöfnun leik, Aron átti 5 holur eftir 9, en Óli náði að klóra í bakkann og ná þessu niður í 2 holur eftir 13, en þá fór Aron í  gang aftur og sigraði 14. og 15. holurnar.

Maggi vann Emil á 14. holunni og var sigurinn aldrei spurning þar sem Maggi birdaði fyrstu tvær og spilaði á einu yfir eftir 9 holur.

Gulli vann Heimir á 16. holunni og spilaði Heimir á 150 höggum á 16 holum að eigin sögn.

Ingi vann Samma á 15. holunni.

Ef menn vilja koma með ítarlegri leikskýrslu þá er það velkomið og verður hún sett orðrétt inná netið.

 

Miðvikudagurinn 2. júní 2004

Gulli og Sammi spiluðu sinn leik í dag og gef ég Gulla orðið:

Úrslitin hjá mér og Samma urðu þau að ég sigraði hann á 15 holu með góðu pari 4/3. Veðrið var gott en ekki spilamennskan var með ca. 30 punkta. Bið að heilsa,

 

Miðvikudagurinn 26. mai 2004

Í dag var spilað á Korpunni í þvílíku roki að það var erfitt að standa kyrr.

 

Leikar fóru þannig að Aron vann Gulla á 18. holunni eftir jafnann og spennandi leik, þeir skiptust á að hafa forustuna og á seinni 9 þá var munurinn aldrei meiri en 1 hola.

 

Maggi: Eftir hörkukeppni í gær í blíðskapar veðri eins ALLA aðra miðvukudaga þá vann MIS Samma 5-4.

Það er bara spurning um hugarfar þetta með góða veðrið............................................... ekki satt Aron.

 

Svo spiluðu Ingi og Emil frestaða leikinn sinn og leikar fóru jafnir, þar sem Ingi átti eina holu eftir 15, vann svo 16. holuna en Email kom sterkur inn og sigraði bæði á 17. og 18. holunni.

Ingi: Eftir harða keppni varð jafnt í viðureign okkar Emils.

 

Miðvikudagurinn 19. mai 2004

Önnur umferð var spiluð í dag á Grafarholtinu, allir félagsmenn mætti til leiks og var leikið klukkan 17:44 og 17:52.

 

Leikar fóru þannig:

 

Aron - Email, Emil hafði sigur á 18. holunni, þó svo að hann hafði verið 3 holur undir eftir 12 holur þá vann hann 13., 14. og 16. holuna, 17. holan féll og því var 18. holan úrslita hola, Emil hafði sigur á henni með því að spila hana á 5 höggum.

 

Maggi - Gulli, Maggi hafði sigur á 18. holunni, ritarinn óskar leikskýrslu frá sigurvegara.

 

Heimir - Sammi, Heimir lék mjög vel í dag og hafði sigur á 12. holunni, ritarinn óskar leikskýrslu frá sigurvegara.

 

Óli - Ingi, Ingi vann þennann leik og óskar ritari eftir leikskýrslu frá sigurvegaranum.

 

Fimmtudagur 13. mai 2004

Þá er fyrsta umferð hafin, menn spiluðu í gær, byrjuði í töluverði roki, en var þurrt og bjart og ekki svo rosalega kalt, eftir ca. 4-5 holur gerði líka þetta fína veður, komið logn og blíðskaparveður, hinsvegar eftir 11 holur þá gerði líka þetta brjálaða veður, þannig að það var varla stætt á vellinum, en félagsmenn þessa félags eru hörkutól og héldu áfram leik, hinsvegar var veðrið farið að segja til sín þegar líða tók á og frestuðu Ingi, Emil, Óli og Sammi sínum leikjum eftir 15 holur, sem er skiljanlegt þar sem kuldinn og rokið var orðið þvílíkt að ekki var stætt á vellinum, hinsvegar þá kláruðu Aron og Heimir sínum leik á 16. holunni með sigri Arons, það var svo lítið eftir af leiknum að ekki tók því að fresta honum.  Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Aron, þar sem hann hafði yfirhöndina allann leikinn, nema þegar hann tapaði fyrstu holunni, sigur var eiginlega Heimi að kenna frekar en Aroni að þakka þar sem Heimir átti nokkur arfa léleg högg sem gerðu útslagið.  Þannig að yfirlýsingar Arons um að forgjöfin skipti engu máli í þessum leik þar sem hann fékk ekki forgjöf fyrr en á 17. holunni stóðust 100%, þar sem leikurinn var búinn á 16. holunni.

 

Þeir sem frestuðu sínum leik verða klára hann frá 16. holunni síðar en þó eins fljótt og hægt er, miðvikudaginn 26. mai er skráður sem frestaðir leikir dagur og gott er að klára þetta þá ef leikirnir verða ekki búnir fyrr, menn geta hinsvegar komið sér saman um leikdag fyrr ef hægt er.  Ég mæli með að ekki verði samið um úrslit þessa leikja, heldur þeir kláraðir.

 

Fimmtudagur 6. mai 2004

Stofnfundur félagsins var haldinn í Klúbbhúsi Korpunnar eftir 9 holu spilamennsku í 25 m/s og 2 stiga hita.

 

Eftir jafna og spennandi formanns kosningu þá sigraði Aron og er því formaður fyrst um sinn, þangað til honum verður steypt af stóli.

 

Allar félagsreglur voru samþykktar frá tillögum.

 

Þær breytingar sem voru gerðar á keppnisskilmálum eru:

 

Regla 2. Það verður spilað með 7/8 forgjöf í staðin fyrir 3/4, samþykkt var að hafa 24 sem hámarksforgjöf en þó verður mismunur aldrei meiri en 18.

 

Regla 7. Í staðin fyrir að hafa tapaðann leik ef forföll eru ekki tilkynnt fyrir hádegi þá er ekki tapaður leikur fyrr en menn skrópa í annað sinn, gott er samt að reyna að tilkynna öll forföll eins fljótt og hægt er svo menn geti gert aðrar ráðstafanir.

 

Dagskrá sumarsins var samþykkt óbreytt og verða miðvikudagar eftir 17:00 þeir dagar sem félagið spilar saman, en vil samt árétta að menn geta alltaf hliðrar til sínum leikjum.

 

Það var dregið í töfluröð og má sjá númer manna og leikjaröð umarsins undir úrslit 2004.

 

Miðvikudaginn 14. apríl 2004

Setti inn tillögur að dagskrá sumarsins.

 

Tilkynni einnig að ég ætlaði að vera með stofnfundinn í þessari viku en vegna anna hjá mér þá verð ég að fresta því frammí næstu viku.

 

Miðvikudaginn 7. apríl 2004

Aron Hauksson setur inn upplýsingar um Nafnlausa golffélagið fyrir aðra verðandi félagsmenn til yfirlestrar svo þeir geti komið með athugasemdir.

 

Stofnfundur félagsins verður boðaður eftir páskana og hvet ég áhugasama um að mæta.

 

 

 


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband