Leita í fréttum mbl.is

18. umferð í Grafarholtinu

Næst síðast umferðin hjá okkur var spiluð í Grafarholtinu sunnudaginn 9. september.

Aðstæður og veður frábært. Mæting var þokkaleg, 9 meðlimir Nafnlausu og tveir gestir.

Aðeins náðist að spila einn leiki í Holukeppninni en þar hafði Jói sigur á Heimi. Flesta punkta dagsins átti Sigþór, með 36 punkta.

Úrslit og stöðu má sjá á Úrslitasíðunni. Þar er einnig Excel skjalið sem úrslit eru færð inn í og geta menn prófað að setja áætlaða punkta á síðasta spila deginum til að sjá hvernig úrslit í Punktakeppninni geta breyst.

Baráttan þar stendur væntanlega á milli 4 efstu manna sem eru Emil, Gulli, Siggi og Aron. Aðrir geta þó blandað sér í baráttuna með mjög góðum hring.

4 leikir eru enn eftir í Holukeppninni og þurfa þeir að klárast fyrir lokadaginn. Menn mega spila sína leiki hvenær sem er en þó fyrir 22. sept. Aðeins er þó bara einn opinber leikdagur eftir (sem telur í Punktakeppninni) og verður hann spilaður um næstu helgi. 

 

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband