Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Stutt í golfvertíðina

 

Nú styttist í opnunarmót Korpunnar og því þarf að huga að starfi sumarsins.

Korpan mun opna þriðjudaginn 1. mai og eru nokkrir meðlimir félagsins nú þegar búnir að skrá sig á opnunarmótið, vil ég óska þeim góðs gengis í því.

Vegna leiks AC-Milan og mu, þá hefjum við ekki leik miðvikudaginn 2. mai, en fyrsti leikdagur og aðalfundurinn verða haldinn miðvikudaginn 9. mai á Korpunni, hvet ég alla til að mæta.

Á aðalfundinum verður að ákveðið hvaða leikfyrirkomulag verður í sumar, formaður lokahófsnefndarinnar valinn, fjölgun í félaginu, enginn meðlimur hefur tilkynnt inn nýja meðlimi, önnur mál borin upp af félagsmönnum.

Ég vil biðja félagsmenn um að staðfesta lestur þessa skeytis, einnig eru flestir sem eiga eftir að skila inn ítarlegum upplýsingum um sig til ritstjóra síðunnar.

Muna svo að standa með Liverpool mönnum á þriðjudaginn kemur. 

Formaðurinn.

 


Golf, golf og aftur golf.

Sælir félagar

Nú á sumardaginn fyrsta er best að fara að leggja drög að sumarstarfi félagsins.

Gaman væri að fá sögur frá félagsmönnum um það hvernig þeir eru búnir að æfa í vetur og vor og hvort einhverjar golfferðir hafi átt sér stað og hvert var farið og fá nokkrar frægðar sögur í umræðuna, fótbolta sögur mega einnig fylgja með þar sem menn segja frá fótbolta ferðum vetrarins, já og svo einhverjar veiðisögur ef þær eru krassandi.

Við munum hefja formlegt starf félagsins um leið og vellirnir opna og verðum með fyrsta æfingar hring eins snemma og hægt er og svo aðalfund þar strax á eftir.

Eins og ég hef nefnt áður, þá verðum við aðeins að hvíla holukeppnina og tökum því upp punkta keppni þetta árið.

Mín tillaga er að reyna að hafa þetta í einföldustu mynd og í hverri viku spilum við holukeppni og látum X marga hringi gilda yfir sumarið og sá sem hefur flesta punkta í lok móts verður sigurvegarinn, stefnan verður þó að sjá til þess að Maggi sigri ekki enn eitt árið, sama hvaða brögðum við beitum til þess.

Vil einnig loksins setja burgerinn á þetta vorið og munum spila hann sem tveggja hringja mót á Hellu einhvern laugardaginn mjög fljótlega og fáum okkur svo burger og öl í framhaldi af því.

Síðan er það shoot out mótið sem við spilum seinnihlutann í júní.

Ég legg til að við spilum á miðvikudögum eins og undanfarin ár, en þó með þeirri undantekningu að ef leikir eru í meistaradeildinni þá flytjum við umferðina yfir á fimmtudag.

Lokahófið verður svo í lok móts og þurfum við sjálfboðaliða í að sjá um það, formaður lokahófsnefndarinnar er alráður um skipulag og dagsetningar hófsins og er því um mikil völd að ræða, sem menn verða að nýta sér vel.

Hvað fjölgun í félaginu varðar þá held ég að sé best að menn fara að kynna þá menn sem sækjast eftir inngöngu þannig að við fáum einhverja tilfinningu fyrir því hvort einhver ásókn er í félagið, ég myndi segja að hver félagsmaður megi kynna til einn nýjann meðlim og svo þarf nefndin að samþykkja þá sem sækja um.  Þær upplýsingar um umsækjendur verða að vera hver maðurinn er, hvaða kosti hann hefur yfir ráða, og svo hvaða forgjöf hann er með og hvaða forgjöf hann spilar á, við erum sð sækjast eftir mönnum sem hafa óbilandi áhuga á golfi.

Nú erum við komnir með nýja blog síðu þar sem allir geta bætt inn fréttum inná síðuna, slóðin er http://nafnlausu.blog.is, það er hann Maggi sem er ritstjóri síðunnar og mun ritskoða allt sem þar fer inn, það er líklega best að hann komi með smá kennslu um það hvernig við setjum inn fréttir og þær siðareglur sem við fylgjum eftir.

Nú þar sem menn eru ekki að keppa við einhvern annann og því ekki beint um leikskýrslu að ræða þá væri samt gaman að skrifa inn leikskýrslu um það hvernig hinum leikmönnunum gekk á hringnum og reyna þá að finna bestu og verstu tilþrifin á gamansaman hátt og hvet ég menn til að leggja til eins margar leikskýrslur og hægt er, allir geta svo sett inn comment á aðrar leiksksýrslur og við verðum að reyna að fá stemmningu utan vallarins með í þetta.

Mig langar að biðja menn um að senda á ritstjórann mynd af sér sem hann setur inn á netið og einnig að yfirfara eigin upplýsingar og þá sérstaklega forgjöfina þannig að við getum haft record yfir forgjöf allra félagsmanna.

Við getum ekki gert þetta að flottustu golf síðu landsins nema að félagsmenn taki þátt í að skapa hana.

Svona í lokin langar mig að óska manutd félögum til hamingju með ensku deildina, en í ljósi þess að Liverpool þarf aðeins að sigra Chelsea og AC Milan í meistaradeildinni áður en þeir lyfta dollunni þá sé ég ekki hverjir geti hindrað þá í stærstu og skemmtilegustu keppni ársins.

Með von um góð viðbrögð og góða umræðu og gott golfár.

Með kveðju

Aron Hauksson


102 ára fór holu í höggi

Það er greinilegt að golfarar geta haldið í vonina með að fara holu í höggi samkvæmt frétt á kylfingur.is.

Vill benda nokkrum félögum mínum í Nafnlausa Golffélaginu að halda áfram að reyna........... aldrei að vita nema sá sami komist í spjallþátt hjá Hemma Gunn.

Sammi átti reyndar eitt af þessum snilldarhöggum síðasta sumar á 6 holu á Korpu.

 


Golftímabilið 2007.

Nú ættu allir félagar Nafnlausa Golffélagsins að vera búnir að fá tilkynningu um blogg síðuna okkar.

Ég er viss um að þeir sem munu fylgjast með síðunni okkar í framtíðinni vilji vita hvernig standi á þessu "frumlega" nafni og það er öruggt að það mun aldrei koma í ljós.

Nú fer að styttast í aðalfundinn þeas. fyrsta hringinn okkar þar sem tekið verður á komandi tímabili og breytingartillögum. Ef að Ingi Ólafs er með einhverjar tillögur þá held ég að hann ætti að fá einhvern annan en sjálfan sig til að bera þær upp.

Ef ég man rétt kom hann með "að minnsta kosti" 7 breytingartillögur á síðasta ári sem voru allar felldar. Þó svo að menn væru sammála um að þær hefðu verið mjög góðar og þarfar tillögur frá kallinum.................. Halo.

Svona í lokin vill ég óska Zach Johnson til hamingju með sigurinn á Masters.

 

P.S.

Endilega að svara skoðunnarkönunni. Eins og í öllum félögum þá eru það bara virkir félagar sem geta kosið, eða þannig.


Nafnlausa Golffélagið VS. Brassarnir - 2006

Þær sem félagar Nafnlausa Golffélagsins fóru frekar ílla út úr viðureigninni þetta árið var ákveðið að setja ekkert á prent => engar leikskýrslur.

Nafnlausa Golffélagið gaf veglagann farandbikar sem keppt verður um hér eftir.

 

Ef menn hafa ekki skilið textann fyrir ofann þá unnu Brassarnir aftur og áttu það skilið eftir frábæra spilamennsku


Keppnisreglur Nafnlausu bikarkeppninnar.

 

  1. Spilað er um Nafnlausa Bikarinn, sigurvegari mótsins verður Nafnlausi Meistarinn.
  2. Spilað er holukeppni með fullri vallarforgjöf, hámarksgefin vallarforgjöf er 24, þó getur mismunur aldrei orðið meiri en 18.
  3. Forgjöf skal spiluð þannig að mismunur á forgjöf manna reiknast á erfiðustu holur vallarins.
  4. Fyrst spila allir við alla holukeppni, eina umferð, við sigur reiknast hálfur vinningur. Ef tveir verða jafnir í lok móts þá er spiluð holukeppni með samskonar forgjafarreglum og í mótinu, 18 holur í Grafarholtinu, verði þeir jafnir eftir það, er bráðabani og fá leikmenn forgjöf á þeim holum sem þeim ber.  Verði fleiri en tveir jafnir í lok móts er spiluð punktakeppni, sömu forgjarareglur og í mótinu 18 holur í Grafarholtinu og er sá sem hefur flesta punkta sigurvegari, verði leikmenn jafnir er spilað punkta bráðabani.
  5. Þegar öllum umferðum er lokið er spiluð útsláttarkeppni, þannig sá sem er í fyrsta sæti spilar við þann sem er í fjórða sæti og sá sem er í öðru sæti spilar við þann sem er í þriðja sæti, sigurvegarar þeirra leikja spila svo um sigurinn í mótinu og þeir sem tapa spila um þriðja sætið. spilað er með sömu forgjafarreglum og í umferðunum. Verði leikir jafnir er spilaður bráðabani og fá menn forgjöf á þeim holum sem þeim ber.  Einnig spila 5-8 sætið sambærilega keppni og svo 9-12 sætið osfrv. þegar félagsmönnum fjölgar.
  6. Keppendur í hverjum leik geta komið sér saman um keppnisvöll, ef leikmenn geta ekki komið sér saman um leikvöll er Grafarholtið aðalvöllurinn og Korpan varavöllurinn.
  7. Leikið er eftir staðarreglum á þeim velli sem spilað er á.  Ég vil benda mönnum á að ef upp kemur ágreiningur um úrslit holu þá samkvæmt reglu 2-5 getur leikmaður komið með kröfu áður en leikur um næstu holu hefst eða á síðustu holu þegar allir leikmenn hafa yfirgefið flötina.  Ef svo er getur mótsstjórnin tekið fyrir þessa kröfu og ákvarðar úrslit viðkomandi holu.  Eftir að leikmaður hefur komið með kröfu þá skulu leikmenn hefja leik á næstu holu og mótstjórnin sker úr um þessa kröfu eftir leikinn.
  8. Í hverjum keppnishring skal leikmaður aðeins etja kappi við einn andstæðing í senn.
  • a) Ef leikmaður skrópar tvisvar í sama leik eftir að leikur hefur verið settur á, er leikur tapaður.
  • b) Mótstjóri sker úr um gildi annarra forfalla.
  1. Keppendur geta komið sér saman um annan keppnisdag en taflan sýnir en þó með þeim takmörkum að sé leikmaður kominn með þrjá frestaða leiki, þá telur hann ekki lengur í mótinu, einu gildir hvor óskaði frestunar, ef leikmenn koma sér ekki saman um leikdag er auglýstur leikdagur sá sem gildir.
  2. Öllum umferðum skal lokið fyrir 1. september ár hvert og ef umspil þarf til þá er september mánuður notaður í það, öllu umspili skal lokið fyrir Bændaglímu.
  3. Ef einhver keppandi getur ekki lokið keppni með ofangreindum skilyrðum, ógildast allir leikir hans.
  4. Kærum skal koma skriflega til umsjónarmanna mótsins sem taka á öllum kærum af mikilli festu.
  5. Úrslitum leikja skal komið til formanns félagsins sem fyrst eftir leik, með tölvupósti og skal sigurvegari leiksins vera ábyrgur fyrir því ásamt því að lýsa leiknum í stórum dráttum og reyna að búa til spennandi og áhugaverðann texta sem hægt verður að birta á vefsíðunni, hinum félagsmönnum til skemmtunar.
  6. Umsjónarmenn móts er alltaf formaður félagsins ár hvert ásamt aðstoðarmanni.

Félagsreglur Nafnlausa golffélagsins

Félagið hefur fengið nafnið Nafnlausa golffélagið.

  1. Starfssemi félagsins er að halda utanum félagsskap sem hittist, spilar golf og annað sem til fellur.
  2. Félagið stendur fyrir bikarkeppni sem heitir Nafnlausa bikarkeppnin.
  3. Félagið heldur úti vefsíðu til að koma upplýsingum til félagsmanna, vefsíðan nú er: http://nafnlausu.blog.is  Tölvupóstur er sá samskiptamáti sem viðurkenndur er af félaginu ásamt vefsíðunni.
  4. Árshátíð félagsins er haldin ár hvert í lok hvers keppnistímabils, miða skal við að árshátíðin sé haldin tveim vikum eftir bændaglímuna, oftast verður hún því  haldin um miðjan október ár hvert, hægt er þó að hliðra því til en reynt verður að halda hana að hausti, árshátíðin er haldin með mökum þannig að þeir fái smjörþefinn af þessum félagsskap. Það er stjórnin sem skipuleggur árshátíðina.
  5. Aðalfundur félagsins skal haldinn ár hvert í upphafi hvers tímabils, nánar tiltekið fyrsta laugardag í apríl, þó er hægt að hliðra því til, dagskrá aðalfundar skal meðal annars vera:
  • a) Breytingar á samþykktum félagsins.
  • b) Nýjir félagsmenn samþykktir/kynntir.
  • c) Ný stjórn kosin.
  • d) Leikdagar samþykktir.
  • e) Félagsgjöld samþykkt.
  1. Markmiðið er að fjölga í félaginu þannig að það verði myndarlegur og virkur félagsskapur, þó verður að vera inntökuskilyrði inní félagið, ekki er nauðsynlegt fyrir nýja félagsmenn að vera meðlimir í GR, en þeir verða að gera sér grein fyrir að keppnir félagsins verða haldnar á völlum GR og vinavöllum, gott er að forgjöf þeirra sé á niðurleið og eigi hærri en 24, hægt er þó að gera undanþágu á þessu, menn verða að vera léttir og skemmtilegir og taka virkann þátt í félaginu.
  2. Nýir félagsmenn geta ekki tekið þátt í stjórnarstörfum fyrstu 3 árin.
  3. Stjórn félagsins reynir eftir fremsta megni að vera með aðrar golf uppákomur en bikarkeppnina, t.d. að koma á keppni milli annarra félaga lágmark einu sinni á ári, helst tvisvar til þrisvar.

Nafnlausa Golffélagið VS. Brassarnir - 2005

Fimmtudaginn 11. ágúst 2005 kepptum við í Nafnlausa golffélaginu við Stórsveitt Brassanna, lið í kringum Elías Kárason og Margeir Jóhannesson.  Þetta kom til eftir að grein í Golfblaðinu birtist um Nafnlausa golffélagið, þá hringdi Elías í Aron og við settum þennann leik á.

 

10 leikmenn úr hvoru liði mættu og spilað var "singles" holukeppni einn á móti einum með fullri forgjöf, og var forgjöfin þannig að menn spiluðu með sinni forgjöf og mismunurinn var ekki endilega erfiðustu holur vallarins heldur þær holur sem voru í mismun á milli leikmanna.

 

Ekki leyst okkur í upphafi á andstæðingana eða öllu heldur forgjöfina þeirra þar sem við sáum  frammá að eiga forgjöf í öllum leikjum og það talsverða í sumum, þar sem flestir andstæðingarnir voru með mjög lága forgjöf.

 

Stefnan var að raðað yrði í hollin miðað við forgjöf og var það gert þó með þeirri undantekningu að Aron vildi vera í loka hollinu og svo þurfti Emil einnig að vera þar, og útfrá lista frá Elíasi þá var raðað niður í holl.

 

Það má ekki gleyma framlagi Samma í þessu, hann var mættur klukkan 7:25 um morguninn í biðröð til að fá þá rástíma sem hentaði okkur best og það gekk eftir.

 

Spilað var í Grafarholtinu við góðar vallaraðstæður og veðrið var eins og það er best, logn, skýjað og hitinn passlegur, rástímar voru frá 16:28 til 17:00 og tók hringurinn "aðeins" um 4:20 og er það Reyni vallarverði að þakka þar sem hann fylgdi okkur nánast allann hringinn og rak okkur áfram af mikilli og harðri hendi, Ingi Þór hafði það á orði að þetta væri góð æfing fyrir Reykjavíkur maraþonið þar sem hann þurfti alltaf að hlaupa á milli högga.  Gullmolar frá Reyni eins og t.d.

  • Nú fá menn bara beint rautt, það verður ekkert gult í dag og menn bara reknir þegar 4 tímar eru búnir.
  • Eftir að spila fyrri níu á 2:04, það er 4 mínútum og mikið og menn geta bara fengið vikukort í Bakkakoti.
  • Svo má ekki gleyma, ætliði að merkja og leyfa hinum að slá inná.

 

Það vantaði Heimi, Denna og Óla úr Nafnlausafélaginu, aðrir mættu og þurftum við að nýta krafta gesta spilarans, Gests Ben Guðmundssonar.

 

Leikar fóru þannig að Stórsvet Brassanna hafði sigur 6-4 og voru flestir leikirnir mjög spennandi frammá 18. holu.

 

Einstakir leikar fóru þannig, Stórsveit Brassanna listuð upp á undan:

 

Rúnar Guðmundsson sigraði Gest Ben Guðmundsson.

 

Elías Kárason sigraði Benedikt Hauksson

Leikskýrsla Benna:

Þetta gekk hálfbrösuglega hjá mér í gærkveldi, en viðurkenni þó fúslega að ég tapaði fyrir betri manni.

Elías var í fantastuði og aðdáunarvert að sjá stutta spilið hjá honum, og einnig hvernig hann spilaði alltaf óaðfinnanlega þegar mér tókst vel upp.

Vann fyrstu holuna á pari, en á annarri skaut ég út í skóg, týndi bolta á fimmtu, og skaut fremst í bönker á sjöundu. Tveir undir eftir 9.

Par hjá mér á 10. og 11. æstu bara Elías upp og hann gaf ekki punkt eftir.

Vinningur á 14 gaf smá vonir því Elías var í smá basli á 15 en perfect vipp hjá honum felldi holuna.

Vöðvarnir hnykkluðust á baki og öxlunum á mér þegar ég ætlaði að fara holu í höggi á 16. -  höggið skilaði boltanum fleiri tugi metra áfram, og enn 200 metrar að holu.

Gaf holuna á flöt að heldri manna sið og leikinn um leið.

Við Elías lögðum bjór undir við Rúnar og Gest félaga okkar síðustu 2 brautirnar, þetta var álíka gáfulegt hjá okkur og að fremja Harakiri,  miðað við spilamennskuna á piltunum.

Enda er ég bjórnum fátækari en reynslunni ríkari eftir frábært kvöld

 

 

Vilhjálmur Hjálmarsson sigraði Inga Þór Hermannsson.

Leikskýrsla Inga Þórs:

Í stuttu máli var ég bölvaður klaufi að vinna ekki leikinn minn.  Ég átti 7 holur í forgjöf og náði aðeins að vinna eina þeirra, hann vann tvær og hinar féllu.  Staðan eftir 15 holur var að ég átti eina og forgjöf á tvær síðustu þar að auki.  En mér tókst af mikilli snilld að tapa bæði 16. og 17. og svo aðeins að fella þá 18 og 1/0 tap staðreynd!  L  Sorry strákar.  Það var hinsvegar gaman að sjá Vilhjálm spila, kall kominn af léttasta skeiði með stutta og mjúka sveiflu en hann dræfaði lenga en allir við hinir sem beittum öllum tiltækum kröftum.  Svo var hann hreinn snillingur í stutta spilinu, vippaði hvað eftir annað upp að holu.

IÞH

 

Gylfi Árnason sigraði Samúel Inga Þórarinsson.

Leikskýrsla Samma:

Kærar þakkir fyrir frábæran dag í gær.
Aron á heiður skilinn fyrir gott frumkvæði og frábært skipulag.

Varðandi minn leik:

Ég spilaði við heiðursmanninn Gylfa Árnason og með okkur í holli voru Vilhjálmur Hjálmarsson og Ingi þór Hermansson og vil ég þakka þeim fyrir góða skemtun.

Fyrsta hola féll en Gylfi tók aðra með stæl.
Ég náði henni til baka á þriðju og komst þar með á skrið sem skilaði mér 6 holum eftir fyrri 9.
Gylfi tók þá tíundu með glæsibrag og átti frábært upphafshögg á þeirri elleftu. Upphafshöggið mitt á elleftu var ágætt en fulllangt og fór yfir grínið og upp í djúpann karga.
Úr þeirri stöðu átti ég eitt af bestu höggum sem ég hef slegið í golfi (svo sem ekki af mörgu að taka en samt) holann féll sem og næstu þrjár og þar með var sigur í höfn 5/4.

Ég hlakka til að endurtaka leikinn að ári.
Kveðja, Sammi

 

Óskar Sæmundsson tapaði fyrir Magnúsi Inga Stefánssyni.

 

Kristján Jóhannesson sigraði Svein Ásgeir Baldursson.

 

Hans Óskar Ísebarn sigraði Inga Ólafsson.

 

Sigurður Óli Jensson gerði jafntefli við Guðlaug Einarsson.

Leikskýrsla Gulla:

ég vil byrja á að þakka fyrirliða vorum fyrir frábært framtak að spila við annað lið. Ég spilaði með Inga á móti 2 snillingum úr hinu liðinu ég við Sigurð með 5,8 í forgj.og Ingi við Hansa. Fyrsta hola féll en eftir 3 var Siggi 2up og þarna hélt ég að það yrði rúllað yfir mig. Þurfti að taka mig verulega á.  4 fell ég með 5 metra pútt fyrir pari. 5 og 6 féllu en á 7 náði ég holu til baka með pari. 8 féll en ég tók níundu. Allt jafnt eftir fyrri. 11 holu vann ég á 4 en 12 var skrautleg. Ég útaf niðri í horninu upp við stein og þurfti að taka víti sem tókst ekki betur en svo að boltinn var aftur við stein.Siggi einnig í vandræðum uppvið steina, hann er örvhentur en hann dró þá úr poka sínum kylfu fyrir rétthenta og bjargaði sér úr veseni. Kemur í ljós að hann hefur spilað Grafarholtið best á 72 rétthent og 73 örvhent. Vává þvílíkur snilli.  Siggi tekur 12 og allt jafnt. Þar sem ég er að labba af flötinni á 12 heyrist aumingjalegt !!!!fore!!!!! frá formanni vorum í hollinu á eftir okkur og kúlan lendir í kálfanum á mér svo í kerruna. Stendur nú Titlest greypt í kálfanum á mér. Held ég að Aron hafi viljað að kúlan lenti í mér til að bjarga sér því kúlan var á leiðinni í vesen, allavega vann Aron holuna.  Ég vinn 13, 14 féll og Siggi vinnur 15 eftir ævintýri hjá mér. 16 fellur á pari og ég vinn 17 á pari. Ég 1 up og á fgj. á 18 klúðra henni í 6 högg og Siggi á 4 og leikar enda jafnt. Hollið að spila mjög vel og fuglar flugu í allar áttir Ingi tapar 1/0 á 18 þannig að spennan var gríðarleg í lokin. Upp með sprengitöflunar.  Ingi til hamingju með 42 punktana frábært og takk fyrir skemmtilegan hring. kv,

 

Guðlaugur Einarsson

 

Loftur Sveinsson tapaði fyrir Aroni Haukssyni.

Leikskýrsla Arons:

Ég mætti á teig frekar stressaður eftir að hafa verið skipuleggjandinn á þessu móti, það var mikið spennufall hjá mér eftir stressið við að fá rástíma, að fá leikmenn til að staðfesta komu sína og hvort allir myndu mæta til leiks, en allt gekk þetta eftir og ég því tilbúinn til leiks við Loft Sveinsson Stór Brassa.

Fyrstu holuna tapaði ég eftir klaufalegt pútt, svo féll 2. á pari og 3. á bogey, þá 4. fengum við báðir par en þar sem ég átti forgjöf þá náði ég að jafna leikinn, á 5. holunni fékk ég par en tapaði samt holunni þar sem Loftur setti auðveldann fugl í, ég átti 6. holuna eftir strögl hjá Lofti þar sem hann var í grjótinu hægra megin og þaðan í bunkerinn og svo tvö pútt, á þeirri sjöundu setti ég gott 4 metra pútt í fyrir pari, átti samt forgjöf sem ég þurfti ekki á að halda. Loftur vann 8. holuna eftir að ég missti örstutt pútt, var ég orðinn dáldið rogginn með púttin mín það sem af var en þarna ofmat ég sjálfann mig, 9., 10. og 11. féllu allar á bogey, á 12. holunni átti ég forgjöf og nýtt mér hana vel þar sem báðir fengu par og vann því holuna, 13. féll á pari, en ég tapaði 14. eftir að hafa misst aftur stutt pútt, ekki vanur því en nú búinn að missa tvö stutt pútt, því allt jafnt, þarna hugsaði ég, ég get ekki farið að tapa þessum leik, ef þetta væri nú úrslita leikurinn og formaðurinn myndi klúðra öllu, mitt 4. högg inná og yfir vatnið skilaði mér um 1,5 metra frá holu og pari, þar sem Loftur átti 12. metra pútt fyrir pari sem hann missti, á þeirri 16. þá var Loftur inná í tveimur en ég fyrir utan og skallaði innáhöggið en samt bjargaðist það þar sem ég var um 8 metra frá holu og þurfti því að pútta á undan Lofti mitt par pútt og hann gat sett birdie í, ég gerði mér lítið fyrir og setti þetta glæsilega pútt í í hliðarhalla og fékk par, og þurfti því að bíða og vona eftir að Loftur myndi nú klikka eitthvað, ekki setti hann fuglinn í og var einhverja 36cm frá holu og þá kom upp mín herkænska, ég var búinn að gefa honum öll stutt pútt á hringnum og því var hann ekki undirbúinn að pútta svona stutt pútt, sem virkaði fyrir mig þar sem hann missti þetta pútt og ég því komin með dormie og tvær holur eftir og átti forgjöf á 17. holuna, ég átti skelfilegt upphafshögg á 17. og Loftur einnig ég vara bara of stuttur en hann var í ruslinu vinstamegin við holuna, ég setti aðeins 2 metra frá stöng en hann þurfti nú að setja í, sem gekk ekki eftir og yfirsló flötina og gaf þá holuna og þar með leikinn, skemmtilegur leikur þar sem allt var í járnum frammá 17. holu, þakka fyrir góðan og skemmtilegann leik, ég var að spila mjög vel og endaði með 38 punkta og lækkaði um 0,4 við það og er því kominn með 10,0 í forgjöf.

 

Margeir Jóhannesson gerði jafntefli við Emil Hilmarsson.

Leikskýrsla Emils:

Ég mætti til leiks á hlaupum eftir að hafa slegið hraðamet í að komast frá Grundartanga upp á Grafarholt. Inn í því var að fara heim, græja golftöskuna, skipta um föt, kissa konuna og börnin, borða og taka eina hraðskák við páfann. Allt þetta á 47 mínútum, og án þess að Reynir ræsir væri á eftir mér á mér. Mættur tímanlega á teig til að takast á við Margeir sem byrjaði á að afsaka sig hvað ég hafði margar holur í forgjöf. Byrjar strax að taka mann á taugum. úff. Ég reyndi því að vinna hann ekki á neinni af fyrri 9, þó ég hafi tekið þá 7 á pari.  Eftir 11. holuna var Mageir kominn 3 upp og ég í vondum málum, sérstaklega eftir að hafa lent í bönker á þeirri 11. og væri þar líklega enn ef ég hefði ekki tekið kúluna upp. Þá var ekkert annað í stöðunni en að bíta í skjaldar-endur og gera eiithvað í málunum þar sem ég átti nú forgjöf á næstu 5 holur (fékk að heyra það enn einu sinni frá Margeiri). Tvær næstu féllu en minn vann næstu 3 og þar á meðal þá 15. á 9 höggum. Þar með var allt hjafnt á 17. Margeir tók þá holu og var nokkuð sigurviss þegar kom að 18. Margeir sló á undan og átti eitt sitt besta högg á hringnum, 870 metrar sýndist mér, hérumbil. Ég þurfti tvö högg til að komast þangað sem hann var í einu. En þar var minn maður líka búinn. Ég setti inn á þriðja og tvö pútt, bingó. Mageir sló langt yfir í öðru, náði ekki inn á í þriðja og svo þrjú pútt. Þar með jafnað i ég leikinn,
Ég vil þakka formanni vorum fyrir hvatninguna og stuðninginn þegar illa gékk. Einnig vil ég þakka Margeiri og Lofti fyrir skemmtilegt golf, þó Margeir hafi örugglega ekki verið að spila sitt besta golf, frekar en ég.  Spilar maður ekki bara eins vel og andstæðingurinn leyfir, eða þannig.
kv
Emil

 


Lokastaða deildarinnar árið 2006.

1. sæti (8 vinningar), Emil (sigraði í umspili)

2. sæti (8 vinningar), Denni

3. sæti (7 vinningar), Svenni (hlutkesti)

4. sæti (7 vinningar), Benni (hlutkesti + sigur í leik)

5. sæti (7 vinningar), Maggi (hlutkesti + tap í leik)

6. sæti (5,5 vinningar), Gulli

7. sæti (5 vinningar), Ingi Þór

8. sæti (5 vinningar), Aron

9. sæti (4 vinningar), Óli

10. sæti (4 vinningar), Ingi

11. sæti (3,5 vinningar), Heimir

12. sæti (2 vinningar), Sammi

 

Úrslit sumarsins 2006

 

 

 

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

Samtals

1. Sammi

 

0

0

0

0

0

0

1

0

0

1

0

2/11

2. Gulli

1

 

0

0

1

0

1

1

0

1

0

½

5,5/11

3. Ingi Þór

1

1

 

1

0

0

½

0

1

0

0

½

5/11

4. Denni

1

1

0

 

1

½

½

1

1

1

1

0

8/11

5. Heimir

1

0

1

0

 

0

1

0

½

0

0

0

3,5/11

6. Emil

1

1

1

½

1

 

1

1

0

½

0

1

8/11

7. Ingi

1

0

½

½

0

0

 

0

1

½

½

0

4/11

8. Óli

0

0

1

0

1

0

1

 

1

0

0

0

4/11

9. Aron

1

1

0

0

½

1

0

0

 

0

½

1

5/11

10. Svenni

1

0

1

0

1

½

½

1

1

 

1

0

7/11

11. Benni

0

1

1

0

1

1

½

1

½

0

 

1

7/11

12. Maggi

1

½

½

1

1

0

1

1

0

1

0

 

7/11

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

1. Umferð

1-12 Sammi - Maggi

2-11 Gulli - Benni

3-10 Ingi Þór - Svenni

4-9 Denni - Aron

5-8 Heimir- Óli

6-7 Emil - Ingi

2. Umferð

12-7 Maggi - Ingi

8-6 Óli - Emil

9-5 Aron - Heimir

10-4 Svenni - Denni

11-3 Benni - Ingi Þór

1-2 Sammi - Gulli

3. Umferð

2-12 Gulli - Maggi

3-1 Ingi Þór - Sammi

4-11 Denni - Benni

5-10 Heimir - Svenni

6-9 Emil- Aron

7-8 Ingi- Óli

4. Umferð

12-8 Maggi - Óli

9-7 Aron - Ingi

10-6 Svenni - Emil

11-5 Benni - Heimir

1-4 Sammi - Denni

2-3 Gulli - Ingi Þór

5. Umferð

3-12 Ingi Þór - Maggi

4-2 Denni  - Gulli

5-1 Heimir - Sammi

6-11 Emil - Benni

7-10 Ingi - Svenni

8-9 Óli - Aron

6. Umferð

12-9 Maggi - Aron

10-8 Svenni - Óli

11-7 Benni - Ingi

1-6 Sammi - Emil

2-5 Gulli- Heimir

3-4 Ingi Þór - Denni

7. Umferð

4-12 Denni - Maggi

5-3 Heimir - Ingi Þór

6-2 Emil - Gulli

7-1 Ingi - Sammi

8-11 Óli - Benni

9-10 Aron - Svenni

8. umferð

12-10 Maggi - Svenni

11-9 Benni - Aron

1-8 Sammi - Óli

2-7 Gulli - Ingi

3-6 Ingi Þór - Emil

4-5 Denni- Heimir

9. umferð

5-12 Heimir - Maggi

6-4 Emil - Denni

7-3 Ingi - Ingi Þór

8-2 Óli - Gulli

9-1 Aron - Sammi

10-11 Svenni- Benni

10. umferð

12-11 Maggi - Benni

1-10 Sammi - Svenni

2-9 Gulli - Aron

3-8 Ingi Þór - Óli

4-7 Denni - Ingi

5-6 Heimir - Emil

11. umferð

6-12 Emil - Maggi

7-5 Ingi - Heimir

8-4 Óli - Denni

9-3 Aron - Ingi Þór

10-2 Svenni - Gulli

11-1 Benni - Sammi

 

 


Leikskýrslur 2005

Sunnudagurinn 11. september 2005

Undanúrslit voru háð í dag á Korpúlfsstöðum, ræst var út klukkan 15:10 og 15:20, fyrri 9 voru spilaðar í blíðskaparveðri en á seinni þá byrjaði að blása dáldið og var dáldið mikið napurt.

 

Enginn leikur í 3. deild fór fram en 1 leikur í 2. deild og báðir leikirnir í 1. deild fóru fram.

 

Aron vann Emil í 2. deild

 

Maggi vann Svenna í 1. deild

Denni vann Inga Þór í 1. deild

 

Því spila Maggi og Denni hreinann úrslitaleik um sigurvegara mótsins á meðan Svenni og Ingi Þór spila um 3. sætið.

 

Miðvikudagurinn 24. ágúst 2005

Við Emil skelltum okkur á Korpuna og fengum þetta svaka flotta veður og spilamennskan hjá okkur í takt við það.  Eftir fyrri níu voru við komnir með 19 punkta hvor og staðan jöfn.  5 holur féllu en unnum 2 holur hvor.  Ég náði að vinna næstu tvær með tveimur góðum vippum upp að stöng og ekki veitti mér af því ég varð að byggja upp forskot því Emil átti förgjöf á fjórar holur í röð, á 14. - 17.  Ekki tókst mér að auka forskotið og næstu tvær falla.  Emil vinnur 14., ég 15., Emil þá 16. og þá átti ég eina holu.  17. holuna vinn ég svo og þar með leikinn 2/1.  Spilamennskan var ekki jafn góð á seinni 9 eins og þeim fyrri en enga síður á gráa svæðinu hjá okkur báðum.     

Takk Emil fyrir hörku spennandi og taugatrekkjandi leik.

 

Kv. Ingi Þór

 

 

 

Miðvikudagurinn 24. ágúst 2005

Spiluð var umferð í Grafarholtinu í dag.

 

Leikar fóru þannig:

 

Svenni vann Óla

 

Puntkur punktur komma strik þetta er hann Óli prik.

Fætur fætur, sjáðu hvernig Óli lætur.

Hendur hendur,  sjáðu hvernig Óli stendur.

Hár hár hár, og þá er karlinn klár

og pínulítið sár.

 

Takk fyrir skemmtilega leik sem ég vann 1/0.

Nú er ég komin í úrslit og sveiflan í góðu lagi :)

 

Með golfkveðju,

Sv1.

 

Maggi vann Heimir, leikskýrsla óskast.

 

Gulli vann Inga, leikskýrsla óskast.

 

 

Laugardagurinn 21. ágúst 2005

Denni og Ingi hittust á Korpunni og spiluðu einn auka leik, leikar fóru þannig að Denni hafði sigur 1-0.

 

Fimmtudagurinn 18. ágúst 2005

Maggi og Benni hittust og spiluðu auka umferð í dag á Korpunni.

Jæja

Þá er takmarki dagsins náð (að vinna Liverpool tölvumjólkurdrenginn) í golfi Takmarki vikunnar náð (að vinna báða leikina) Takmarki sumarsins náð(að lækka í forgjöf) Í sumarblíðu á Korpunni náði ég þessum fína hring á móti Magga, Hann gerði mig skíthræddan í byrjun og raðaði fuglum og pörum á víxl eftir allri vesturströndinni og ég var 3 undir áður en ég vissi af. Hann gaf þó aðeins eftir enda átti ég alveg haug af forgjafarholum á hann. Hann átti eina eftir níu. Fuglar hjá mér á 10. og 11. tóku úr honum vigtennurnar enda erfitt fyrir alvöru golfara að verjast þegar amatör eins og ég dettur niður á að spila seinni níu á 39 höggum og samtals 42 punktum. Gríðarlega skemmtilegt kvöld með góðum félögum en ég tók strákinn minn með sem spilaði vel. Tilkynni nýja forgjöf 12,5

 

Kveðja

benni

 

Sælir félagar.

Ég verð að koma með komment á þenna hring.

Það ekki oft sem maður labbar út af velli kannski ekki með bros en í það minnsta glott eftir að hafa tapað. En það gerðist á móti Benna, því gæinn var að spila frábært golf. Þetta var enginn grís það var einfaldalega gott golf sem hann var að spila.

Svo að ég gæti haldið í við hann seinni 9 hefði ég þurft að spila eftirfarandi:

 

 

Hola             Par               Benni           Maggi til að fella holu                

10                4                  3                  2       

11                5                  4                  3

12                4                  5                  5                 

13                3                  5                  4

14                4                  4                  3       

15                5                  5                  5

16                3                  4                  3

17                4                  5                  4       

18                4                  4                  3

-----------------------------------------

                   36                39                32

 

Með þessari spilamennsku hefði ég getað unnið 1 - 0.

Eins og þið sjáið þar var benni að spila frábært golf.

 

kveðja

mis

 

 

Miðvikudagurinn 17. ágúst 2005

Spiluð var umferð í kvöld í Grafarholtinu í ágætis veðri miðað við spá og útlit, það var smá gjóla og kom smá rigning á einni holu, rástímar voru klukkan 16:52, 17:00 og 17:08.

 

Emil vann Óla.

Leikskýrsla:

Þetta var með þeim ótrúlegu leikjum hjá mér í sumar. Ég átti forgjöf á þrjár holur, 3, 15 og 16.  Ég byrjaði á að vinna fyrstu holuna, önnur féll og síðan hófst martröðin. Efir 9 holur var Óli 5 upp. Ég spurði þá Óla hvort hann væri ekki örugglega alltaf betri á fyrri 9 og svaraði hann að það væri einmitt öfugt farið, alltaf betri á seinni. Gotta að heyra það. (reyndar játaði hann að hafa sagt ósatt þegar við vorum búnir að klára leikinn). 10 vann ég og var þá aðeins 4 undir!! 11 tók hann og þar með sama staða aftur, Óli 5 upp og 8 holur eftir. Ég var búinn að plana að hringja í konuna og láta hana sækja mig við nýja Morgunblaðshúsið við 14. teig. Þvílík leiðindi. En viti menn, ég fór allt í einu að hitta upphafshöggin og vinna holur. Næstu 5 holur vann ég, 17. féll og allt square eins og venjulega hjá mér í sumar þegar komið er að 18. Þá holu vann ég eftir frekar mislukkuð högg hjá Óla, víti eftir teighögg, bönker við green og yfirslátt úr bönker þ.a. hann gerði þetta frekar auðvelt fyrir mig. Spurning hvort þetta sé aldurinn sem varð Óla að falli, úthald í 9 holur ;-)

Sem sagt 1-0 fyrir Emil. Takk Óli

 

 

Benni vann Heimi.

Sælir

Lenti í Heimi í óstuði í gær og marði leikinn 2/1

Átti forgjöf á fyrstu tvær sem ég vann og eftir það var allt jafnt fram til leiksloka.

Vendipunktur leiksins var þó þegar ég nennti að hlaupa aftur uppá 15 teig, eftir að boltinn týndist ( brann trúlega upp ) eftir upphafshöggið.

Það var mjög freistandi að gefa holuna og rölta áfram, en slíkt kæruleysi leiðir oft til glötunar.

Jafnaði holuna eftir að Heimir lenti í vatninu, leikurinn vannst síðan á sautjándu.

Besta upphafshöggið, innáhöggið og púttið áttti ég síðan á átjándu þegar leikurinn var búinn,

þetta bendir manni á að besti golfþjálfarinn í bænum er með legubekk í Bankastrætinu og kann ekkert í golfi.

 

Benni

 

 

Maggi vann Inga.

Sælir félagar.

 

Að sjálfsögðu fór ég á 18 með minn mótspilara, menn verða að fá eitthvað fyrir sinn tíma.

Við Ingi pössuðum upp á að vera ekki langt frá hvor öðrum, þannig að þessi leikur var í járnum allan tímann.

Einnig sáum við til þess að það voru ekki nema 3 holur sem féllu allan leikinn. Þannig að ég skil ekki þetta komment svenna með "leiðinlegan" leik.

Ingi er greinilega með mikið keppnisskap því að á 16 labbaði hann tilbaka eftir að hafa týnt bolta í öðru högginu. Ég sem var í öðru í grínkanti fannst þetta nú bara bölvuð tímasóun, en þá má segja að ég hafi mátt þakka fyrir sigur á þessari þar sem fjóðra höggið hjá Inga var mjög gott og hann ekki langt frá því að fá 5. Á meðan ég átti lélegt innhögg og fékk 5 ef ég man rétt.

Sannur keppnismaður þar á ferð.  

Ingi tók síðan 17, allt jafnt.

Á 18 gerði  maestró bara þar sem þurfti til svo að sigurinn væri hans.

 

kveðja

mis

 

ps. Þið sem föttuðu það ekki þá er maestró = MIS

 

Gulli og Denni skildu jafnir, leikskýrsla óskast.

 

Síðan mættu einnig Aron og Sammi sem eru búnir með sína leiki og Svenni sem sat hjá. Gesta spilarinn í dag var Gvendur félagi Gulla.

 

 

Miðvikudagurinn 10. ágúst 2005

Aldrei ætti að æsa MANU mann upp og koma liði hans í vörn (enda sóknarlið)

Það sannaðist hjá okkur Inga Þór í gær

Við mættum á Skagann í bongó blíðu og spiluðum á frábærum velli, en það sem lagt var undir fékk undirritaðan að taka fram sparihöggin sín og staðan 4 upp eftir 4 holur.

Reyndar var Ingi Þór í slíku basli að hann þurfti að endurnýja kúlubirgðir í hálfleik í skála

Í seinni hálfleik byrjaði Ingi Þór vel og við tók allt önnur spilamennska, tók tvær til baka á 10. og 11. en par hjá mér á 14. gerðu vonar hans að engu og leikurinn endaði 5/4.

 

Vonandi spila ég við Poolara í kvöld sem getur æst mig svona upp fyrir leik.

 

 

Þriðjudagurinn 9. ágúst 2005

Í dag var spiluð umferð á Korpunni, í veðri veðri, hlýtt, logn og smá skúr. Ræst var út klukkan 17:20 og 17:30.

 

Leikar fóru þannig:

 

Maggi vann Samma.

Síðbúin leikskýrsla.

Við Sammi vorum svo heppnir að fá þá öðlingsmenn Svenna og Heimir með okkur í ráshóp þegar við spiluðum saman.

Strax á fyrstu holu kom í ljós hvert stefndi og var ég mjög hissa þegar við komum á fimmta teig og ég átti 4 holur að Sammi skyldi heimta að ég færi í lyfjapróf.

Ég hefði getað pissað í glas og hann tékkað hvort allt væri eðlilegt, hvort sem það væri út frá lit eða............................

Áfram hélt hélt fjörið eftir að Sammi gerði hvað sem hann gat þá var hann 7 undir eftir 9 holur og það kannski ekki skrýtið þar sem undirritaður var einn undir par og hefði alveg eins geta verið 3 undir. ÞETTA ER ALVEG SATT, ÉG EKKI AÐ LJÚGA, ER ÞAÐ SVENNI MINN BESI VINUR?

Það var greinilegt að Sammi ætlaði ekki að gefast upp baráttulaust og tók 10, það fór aðeins um mig þá. Gat verið að ég væri að missa tökin á leiknum.

Ég náði síðan að vinna 11 og 12 féll þannig þá var það GAME OVER.

Það verður að koma fram að þessi hringur er líklega með þeim betri sem ég spilað.

Nú er það bara STÓRA spurningin................................ HVER ÞORIR NÆST.

Kveðja

hinníslenskitigerwoods

 

 

Denni vann Óla, leikskýrsla óskast.

 

Ingi og Emil skildu jafnir, leikskýrsla óskast.

 

Miðvikudagurinn 3. ágúst 2005

Í dag var spiluð umferð í Grafarholtinu, í frábæru veðri, ræst var út klukkan 17:00, 17:10 og 17:20, hringurinn var rólegur og tók tæpa 5 klukkustundir, sem er of mikið.  Svenni byrjaði á því að færa Magga fallega ávaxtakörfu að gjöf áður en leikar hófust, sem var nokkuð skemmtilegt.

 

Leikar fóru þannig:

 

Aron vann Inga Þór 2-1.

Þessi leikur var nokkuð spennandi allann tímann, Ingi Þór vann að vísu fyrstu tvær holurnar en það var í eina skiptið sem hann var yfir í leiknum, sú þriðja féll, en svo vann Aron 4 holur í röð og því kominn tvær upp, Ingi Þór jafnaði svo leikinn á 10. holunni, en á þeirri 13. komst Aron yfir með góðu pari og svo í tvær holur á þeirri 15., 16. og 17. féllu og leikurinn þar með búinn, þessi leikur vannst á flötunum þar sem Aron sullaði öllum púttum innan við 2 metra niður, Ég er samt með 36 pútt á hringnum, og lét Inga Þór standa yfir örstuttum púttum til að stressa hann upp, Aron var með 21 punkt á fyrri níu á meðan Ingi Þór var aðeins með 19, en þetta endaði svo með að báðir fengu 36 punkta.  Ingi Þór talaði eitthvað um að ég fengi viðurnefnið Aron níski eftir að hafa aldrei fengið stutt pútt gefið, en þetta var mikið herkænsku bragð hjá mér að láta hann pútta öll stuttu púttin þó svo að hann hafi sett þau öll niður.  Nú er ég að gera mér vonir um það að ég hafi skotið mér uppí 2. deild með 5 vinninga að loknum öllum leikjunum, nú er ég heitur á flötunum og í golfinu almennt og er því tilbúinn að borga 1.000,- fyrir að fá að endurtaka alla tapaða leiki sem ég hef spilað og leggja stigið undir.

Kv, Aron

 

Denni vann Maggi 1-0.

jæja loks vann Den eftir að hafa tapað hrikalega fyrir Samma. Það var að vísu ekki fyrir en á 18. og í síðasta pútti sem Maggi ávaxtakongur

játaði sig sigraðan.   Leikurinn hófst reyndar á því að

Svenni  afhenti Magga ávaxtakörfu og virtist það hafa nokkur áhrif á  Magga því ekki hitti hann grínið í upphafshögginu á fyrstu.  Leikurinn var jafn allan tíma og aldrei var munurinn meiri en 2 holur.  Það sem stendur upp úr eftir þennan hring er hve Maggi er alltaf jákvæður og hvetur menn áfram og þrátt fyrir léleg högg þá sér hann alltaf eitthvað gott í þeim og hvet ég menn til þess að taka hann til fyrirmyndar.

 

kv. den.

 

Emil vann Gulla 2-1

Loksins, loksins. Leikurinn endaði á 17. holu en ekki þeirri 18. eins og alltaf áður. Umræddur leikur (Emil-Gulli) var í jafnvægi framan af og allt jafnt eftir fyrri níu. Þá 10. vann Gulli nokkuð örugglega en á 11. sló Gulli beint í moldarbarð af teig og holan ónýt eftir það. 12. féll eftir að Emil missti örstutt pútt. Emil átti þá punkta á næstu þremur brautum og nýtt þá vel þar sem jafnt var í höggum á þeim öllum en Emil vann þær allar. Þ.a. á 16 var komið dormie, Gulli vann 16 auðveldlega en sú 17. féll eftir 2ja metra pressupútt. Game over. Takk fyrir skemmtilegt golf, Gulli.

kv
Emil

 

Óli vann Sammi á 13. holunni.

Það er nú ekki oft sem ég hef þurft að skila inn skýrslu sem sigurvegari í þessum félagsskap, kom þó að því.  Oft hef ég verið rændur sigrinum á síðutu holunni, eða eins og Fylki í gærkveldi þegar Skaganum var gefið víti á síðust mínútu.

En að öðru leyti er ég ferskur og er svona síðsumars leikmaður fer aldrei í gang fyrr en eftir Meistaramót.

Nema kvað að Sammi var sá fyrsti sem lendir í mér í þessum ham.  Í sjálfu sér er engine ástæða til að rekja þessar

18 holur, því ég var búinn að klára þetta á 13. Vann tvær fyrstu með pari, sú þriðja var jöfn og ég hafði fjórðu eftir að Sammi hafði alla möguleika að klára á pari en endaði á 7. Eftir 9 átti ég enn tvær og kláraði þetta síðan á næstu fjórum,

Reyndar var það ekki vegna eigin getu, Sammi virtist alveg detta úr gírnum.  Það gékk ekkert hjá karlinum.

En Óli er kominn á run.  

 

Svenni vann Heimir.

Nú var það von Ram sem lá fyrir Sveininum (jóla-).

 

Á þrettándu og fjórtándu braut kom upp heiftarlegt rifrildi þar sem að Heimir flaggði í gríð og erg hvítri veifu og taldi ég fyrir víst að Heimir væri að gefast upp. En á fimmtánda teig sá ég að strákurinn var bara með vasaklút, sem hann notaði til að þerra á sér augun!

 

Því staðan var orðin slæm fyrir hann þar sem að eftir fjórtán holur var ég þrjár upp. Og var þetta vasaklútamál ekkert tekið frekar upp (tillitssemi við keppandann). En stráksi vaknaði til lífsins, því að hann vann fimmtándu, sextánda féll, Heimir vann sautjándu en átjánda féll á pari og vann ég því leikinn 1/0, leikur sem átti jafnvel að enda ½ - ½ , þetta er alltaf spurning um meistaraheppni...

 

Takk fyrir leikinn Heimir.

 

Ps.

 

Heimir, ég mæli frekar með rauðum klút og ekki væri verra að það stæði LIVERPOOL á honum!!

 

Miðvikudagurinn 27. júlí 2005

Í dag var spiluð umferð í Grafarholtinu, í blíðskaparveðri, ég er eiginlega hættur að nenna taka fram veðrið, það er alltaf gott veður.  Ræst var út klukkan 18:00, 18:08 og 18:16, hringurinn var rólegur og tók 5 klukkustundir, sem er of mikið.

 

Leikar fóru þannig:

 

Heimir vann Gulla 3-2.

Sælir nafnlausir félagar.

Holukeppni vinnst á grínunum - sannleikur sem allir vita - þar endar nefnilega holan. Ég sannaði það aldeilis í gær. Pútterinn minn var svo sjóðheitur að ég tók hann með inn eftir leik og stakk honum ofan í kartöflupottinn til að kæla hann. Katöflurnar soðnuðu á 3 mínútum (þess má geta að par á kartöflum er 12 mín). Fyrsta hola var frekar dæmigerð fyrir leikinn að mestu leyti nema einu. Gulli með fínt dræf en ég eigi all fínt. Báðir með herfilegt innáhögg - reyndar ekki innáhögg því hvorugur hitti grínið. Vippin svipuð - 4-5 m frá. Ég sullaði mínu í (það var eitt af þeim púttum sem fara í þótt þau séu of stutt - 10% þeirra fara í holu skv. Þorsteini Hallgríms...) og Gulli setti sitt líka í. Svo vann ég 3 næstu, með löngum púttum. Var held ég með 5 pútt eftir 4 holur. Svo hrundi ég og Gulli vann næstu 3. Jafnt á 8. Ég dræva í bönker og slæ þaðan yfir grínið. Gulli með fínt dræf og inná í 2. Ég vippa illa, 6 metra pútt í halla - en rekið í fyrir pari. Holan féll. Þarn held ég að Gulli hafi farið yfirum... Svo náði ég 1 og 2 og Gulli klóraði eitthvað í bakkann á milli. 13 var flugeldasýning. Báðir með dræf útaf til hægri - ég undir tré, Gulli í röffi. Ég tróð mér inn í tréð og sló með 7 himinhátt högg, beint inn á grín 4-5 metra frá. Gulli sá að þetta gekk ekki lengur og sló úr röffinu og lagði kúlunni 7,5 cm frá. Ég, nískasti nafnlausi félaginn gat ekki annað en gefið þennan fugl. Púttið mitt dansaði aðeins á holubrún - en datt ekki. Svo gekk klórið áfram, ég setti púttin í en Gulli ekki. Leik lauk á 16. 3/2.

 

Hef grun um að Maggi, Svenni og Benni þurfi að fara að æfa hnéskjálfta fyrir komandi baráttu... Kv Heimir von Ram

 

Maggi vann Svenna 1-0.

Sælir félagar.

Ég veit ekki hvort ég sé misskilja þetta með holukeppni......................... en verður maður að spila 18. holur? Úrslit hjá mér og Svenna í gær (27.júlí)fengust ekki fyrr en með síðasta púttinu á átjándu.

 

MIS byrjaði að sjálfsögðu á þvi að hrella félaga sína í hollinu á undan á fyrsta gríni með því að slá á þá. Strákar ég á eftir að ná einhverjum ykkar bíðið bara. Eftir að MIS tók fyrstu kom Svenni sterkur tilbaka með góðu pari á annari. Þriðja féll og Svenni tók síðan fjórðu þar sem við pöruðum báðir en Svenni átti högg. MIS tók síðan 5. og 6. og átti þá eina, enda veitti ekki af þar Svenni átti högg á 8. - 9. og 10. og ég var skíthræddur um að Svenni myndi leggja grunninn að sigrinum ef ég ætti ekki í það minnsta tvær holur fyrir þann fasa.

 

Á 8. átti Svenni gott drive sem reyndar stefndi beint í bunker hægra megin og verð að segja eins og er að þá kom smápúki sem sagði fínt ef hann endar þarna þá á ég möguleika á að fella hana. EN HVAÐ.......... hann hitti hrífuna í bunkernum og hoppaði upp úr. Ég er viss um að það eru minni líkur að þetta gerist heldur en að fara holu í höggi. Þannig að Svenni skuldar okkur nokkra kalda. En þessi hola féll þar sem Svenni fékk par og MIS fugl. Svenni tók síðan 9. með góðu pútti fyrir pari.

 

10. féll síðan og MIS vann 11. og grunnurinn að var sá að upphafshögg Svenna endaði í röffinu HÆGRA megin við 12. braut. Geri aðrið betur. MIS tók síðan 12. með góðum fugl og 13. féll. MIS átti þá orðið tvær. Á fjórtándu var MIS DÁLÍTIÐ heppinn, sló beint í lúpínurnar vinstra megin og hitti "stein frænda" sem sendi hann þvert yfir brautina í semí röffið hægra megin á mjög góðan stað. Á meðan Svenni átti drive sem lenti í bunker. MIS tók síðan þessa braut þannig að staðan var orðin mjög vænleg fyrir MIS.  Þrjár upp og fjórar eftir.

 

Á 15. teig sagði Svenni ósköp rólega við mig " Jæja nú er staðan þannig að við verðum að spila 18" Þvílkur hroki miða við hvernig staðan var. ENN hann hafði að sjálfsögðu rétt fyrir sér. Svenni tók 15 þar sem MIS týndi drævinu en boltinn fannst síðan mun framar en við höfðum verið að leita. Þvílík lengd......

 

Svenni tók síðan 16. þar boltinn var næstum týndur á braut, ekki að grínast, við leituðum að boltaum langleiðina í fimm mínútur á BRAUT. Þar átti Svenni snilldar þriðja högg og settir boltan 2 fet frá holu. Sannur keppnismaður þar á ferð.

 

Á 17. gríni kom Svenni og þakkaði fyrir góðan leik, ég skildi ekkert hvað maðurinn var að pæla því samkvæmt mínum kokkabókum féll þessi hola. Þá hafði Svenni ekki tekið eftir því að hann átti högg á þessari braut. Þannig eins og fyrr segir þá féll hún.

 

18. teigur og MIS á eina, báðir með góð drive og Svenni setur annað höggið síðan 5-6 metra frá stöng, gefið par. MIS missir annað höggið og setur þriðja 3 metra frá stöng. Svenni náði því miður, hans vegna, ekki að setja niður stutt pútt fyrir pari þannig að þessi féll og MIS stóð upp sem sigurvegari 1 - 0.

 

Þakka Svenna fyrir skemmtilegan leik.

 

Kveðja

mis

 

Til nafnlausa Golfklúbbsins ( og Magga)

 

Þegar mér bauðst að ganga í þennan nafnlausa klúbb sagði Ingi vinnufélagi minn mér frá þessum afbragðskylfingi sem Magnús heitir og að hann væri mjög góður. En vegna meiðsla hjá Magnúsi þurfti ég að bíða töluverðan tíma eftir að fá að hitta þessa sleggju !  --- og þvílík sleggja.  Það er ekki annað hægt en að beygja sig og bukta fyrir manni sem slær inná "green" á fyrstu holu í Grafarholti. Ósjálfrátt fer maður að hugsa um að hætta í golfi og snúa sér að frímerkjasöfnun...   en að mæta eins og appelssína í leik við mig, áttaði  ég mig á því að þessi virðing var gagnkvæm og að þetta trikk virkaði fyrir hann ( appelssínan..)  Ég nefndi þetta við formanninn áður en við fórum af stað og að mæta svona til leiks væri fyrir neðan alla virðingu, en það var ekki tekið á þessu máli ( við hverju má maður búast.. anansbúning, jarðaberjabúning eða heilu ávaxtakörfunni á fyrsta teig).  Hvernig á maður að halda einbeitingu í þessari golfkeppni??

En þar sem ég á frekar létta golfleiki eftir, þ.e.a.s. Óli og Heimir,  mun þessi appelssína verða trúlega farin að skemmast þegar í úrslitin verður komið.

 

Með golfkveðju,

Sveinn Ásgeir.

 

PS:  Heimir: ég frétti að þú  hefðir púttað eins og engill á þessum loðnu og lélegu greenum, sjálfur var ég með yfir 40 pútt á þessum 18 holum, ég ætla að vona að það verði búið að slá greenin áður en við eigum leik, því þetta var algert rugl...   sjáumst á miðvikudaginn.

 

Sv1.

 

Benni og Emil skildu jafnir.

Spilaði mitt besta golf í sumar sem hefði nægt til vinnings á móti flestum í hópnum  -  nema Emil

19 punktar á fyrri 9 skiluðu mér 3 punktum undir, þar sem Emil raðaði niður pörum og ég horfði hjálparlaus á með mína skolla.

Gat aðeins krafsað í hann á seinni, og á átjándu átti hann eina.

Emil átti þar eftir 3ja metra pútt fyrir skolla og ég 2ja metra fyrir pari til að jafna leikinn - - spennan var þvílík að Svenni í hinu hollinu fór taugum við að fylgjast með okkur og tapaði fyrir Magga.

Emil setti síðan niður glæsilegt pútt - og spennan var öll komin mín megin.

En hann hafði sýnt mér línuna og boltinn lak niður hjá mér.

 

Staðan jafntefli eftir góðan leik og gott kvöld hjá okkur öllum

 

Benni

 

 

Sammi vann Denna 1-0, leikskýrsla óskast.

 

Ingi vann Inga Þór 1-0.

Mjög skemmtilegur leikur þar sem báðir (snill) Ingarnir vora að spila vel. Fyrir leik hafði Ingi verið að gaspra um að gefa fyrstu tvær og þannig fór að Ingi Þór vann þær með frábæri spilamensku. Fyrstu með pari (forgjafarfugl) og aðra með því að sulla niður löngu pútti fyrir fugli. Ingi nær einni til baka á 4 og Ingi Þór vinnur 5 og 7 og er kominn 3 upp. Áttunda fellur á pari. Ingi vinnur svo níundu. Ingi Þór að spila frábært golf á fyrri níu, sem dæmi var hann 1 yfir pari eftir átta holur. Ingi var því mjög sáttur við að vera með lífsmarki eftir níu holur, bara tvær niður.

Ingi vinnur svo 10 og 11 þar sem Ingi Þór fór í strandferð á þeim báðum. Ingi er þar með búinn að vinna þrjár í röð og leikurinn orðinn jafn. Á 12 reynir Ingi að slá yfir hornið en er of stuttur og endar boltinn upp við stein, að sjá ósláanlegur og erfitt að finna svæði til að droppa. Ingi nær að koma boltanum áfram nokkura metra með því að snúa baki í höggstefnu og slá með annari hendi. ( Bragð sem Svenni þekkir vel) Hann fær þokkalega góða legu og leggur upp 50 metra frá holu og bjargar pari með vippi og einpútti. Á meðan spilar Ingi Þór brautin óaðfinnalega og er í ágætan möguleika á fugli, sem hann missir. Holan fellur því. Hola 13 fellur á skolla en Ingi vinnur 14 á pari.

Ingi Þór vinnur 15 en Ingi virðist hafa talið að hann hafi of marga bolta meðferðis, því hann sendir þrjá í pollinn. Allt jafnt eftir 15.

Ingi vinnur 16 eða frekar Ingi Þór tapaði henni. Ingi er svo klaufi að vinna ekki leikinn á 17 þar sem hann notar þrjú högg á 10 metrum. Holan fellur. Ingi er því komin með dormie fyrir lokaholuna en þar á Ingi Þór forgjöf. Báðir með ömurlegt upphafshögg, stutt og utan brautar. Ingi er á flöt eftir 3 en Ingi Þór eftir fjögur . Ingi púttar á undan og skilur eftir meterspútt. Ingi Þór getur því jafnað leikinn með einpútti en það gengur ekki og fær því tvöfaldan skolla. Ingi nær að setja hnéskjálftapúttið niður og vinnur leikinn með einni holu.  

 

Það er ekki hægt annað en að nefna mjög lúalegt bragð hjá markaðsstjóra Esso. Hann hefur látið gefa út svokallað vegabréf þar sem maður á að fá stimpla vítt og breitt um landið. Börnin mín komust yfir svona vegabréf og þurfti ég því að leita upp Essostöðvar í sumarfríinu til að fá stimpil.( í stað þess að æfa mig) En þar með er sagan ekki öll, því loks þegar búið er að fylla vegabréfið þá fengu þau flugdreka sem við fyrst sýn er ekki svo slæmt. Böndin á fludrekum eiga til að flækjast og nú ver ég flestum mínum frístundum í að greiða úr flækju. ( í stað þess að æfa mig)

En mér tókst að blekkja hann með " Koma hugsanlega of seint" leikplaninu.

 

Kveðja, Ingi

 

 

 

Sunnudagurinn 24. júlí 2005

Í dag var spiluð auka umferð í Leirunni, þar sem Íslandsmótið í höggleik fór fram fyrr um daginn, ræst var út klukkan 19:20 og mættir voru Aron, Heimir og Sammi, en þar sem allir voru búnir að spila við alla þá var ekki hægt að spila neinn leik í bikarkeppninni, vallar aðstæður voru frábærar, flatirnar hraðar og rennisléttar, veðrið hefði mátt vera betra, dáldið hvasst, þoka og sná næðingur, en samt í lagi.

 

Föstudagurinn 22. júlí 2005

Í gær Maggi og Aron sinn leik á Korpunni, blíðskaparveður var og allar aðstæður ágætar, dáldið hvessti þó þegar leið á kvöldið.

 

Leikar fóru þannig að Maggi hafði sigur á Aroni á 18. holunni 1-0.

 

Það er ekki einleikið þetta með mína leiki. Ég var að spila minn fjórða leik í gær og að sjálfsögðu fengust ekki úrslit fyrr en á 18 eins í hinum þremur leikjunum mínum.

 

Golfið sem við Aron spiluðum í gær var ekki alveg til fyrirmyndar en inn á milli kom þó í ljós að við getum slegið kúluna í rétta átt ef við vönduðum okkur rosalega vel.

 

Þetta var jafnt allan tímann og Aron gerði sitt ýtrasta til að leyfa mér að vinna, alveg DAGSATT. Hann fór par 3 holu á 7 og þurfti þess með því ég fór hana á 6, TAKK ARON. Þegar komið var á átjánda teig var allt jafnt. Báðir með góð drive, reyndar var mitt miklu beinna heldur en hans. Aron setti annað höggið sitt í bunker, en drævið mitt fannst ekki............. en svo fundum við boltann og vildi Aron meina að við hefðum leitað í 5 mínútur og 10 sek en þar sem hann hafði tekið tímann voru engar sannanir fyrir því. Til að sýna samúð mína í verki setti ég annað höggið einnig í bunker alveg eins og Aron. Það var sama hvað ég gerði Aron þurfti að toppa það þannig að hann yfir sló grínið í þriðja höggi en ég kom minni kúlu inn á flöt og vann holun auðveldlega á 5(bogey). Þannig að enn einn leikurinn hjá mér fór 1 - 0 núna mér í hag.

 

Ég lofaði mér og Aroni því aðalega Aroni að fara alla leið í úrslit þannig að honum liði betur með að hafa í raun gefið þennan leik.

 

Kveðja

Hrói Höttur

 

Fimmtudagurinn 21. júlí 2005

Í gær var spiluð umferð í Grafarholtinu í blíðskaparveðri, ræst var út klukkan 17:44, 17:52 og 18:00, það er Samma að þakka að við fengum tíma þar sem hann mætti í biðröð í Grafarholtinu klukkan 7:45.

 

Leikar fóru þannig:

 

Aron vann Benna 2-1, leikur þar sem Benni hafði alltaf frumkvæðið framanaf, en Aron náði alltaf að jafna, síðan á 6. holunni þá náði aron að vinna nokkrar í röð, bæði með góðri spilamennsku og einnig var Benni í tómu strögli, Aron var kominn með Dormie eftir 14 holur en Benni náði að spila vel og hélt út framá 17. holuna og þurfti þá Aron par til að halda holunni jafnri og vinna þar með leikinn.

 

Ingi vinnur Heimi 5/4

Jafnræði á fyrri 9 þar sem holur eru unnar sitt á hvað. Á níundu gefur svo Heimir holuna þó holan sé í raun ekki útkljáð. Heimir hélt að Ingi ætti stutt pútt fyrir pari, en Ingi átti pútt fyrir skolla. Eftir þetta sá Heimir ekki til sólar og Ingi vann næstu 4 holur og kláraðist leikurinn á 14 þegar sú hola féll.

Ekki veit ég gjörla hvað Heimir lærði hjá Derrick, en hitt veit ég að Ram-atgeirinn var ekki inni.

 

Emil - Sammi, 2/1
Þrátt fyrir frábært veður í gær þá vorum við Sammi báðir að spila eins og druslur. Það var jafnt á öllum tölum fram á 15. þar sem ég vann þá holu eftir að Sammi týndi tveimur upphafshöggum á teig. Þá 16. vann ég  líka og var þá leikurinn í dormí. Sammi hafði gullið tækifæri til að vinna 17. holuna en missti stutt pútt og þar með var game over. Sem sagt, þrátt fyrir að ég hafið unnið leikinn í þetta sinn þá var það ekki vegna þessa að spilamennskan væri svona  góð heldur eitthvað allt annað
Takk fyrir.
Emil

 

Ingi Þór vann Magga 1-0.

Mér tókst að merja Magga með lokapúttinu á 18. holu; 1/0 fyrir mér.  Þegar ég stóð yfir boltanum sagði ég við strákana að ég mætti pútta tvisvar því 1/2 vinningur á móti Magga hefði verið sigur fyrir mig því ekki leit þetta vel út í byrjun.  Maggi byrjaði á því að dræva eins og m.f. inn á grín og átti ca. 3 metra eftir fyrir erni og ég týndi drævinu.  Þá gaf ég honum 3. holu með því að þrí pútta 3 metra og eftir 6 holur átti hann 3 holur á mig.  En þá hrökk ég í bógí gírinn og það dugði til að vinna nokkrar holur enda átti ég forgjöf á 9 holur á vellinum.  Staðan var því orðin 2 holur mér í vil eftir 12 holur.  13. féll og Maggi vann síðan næstu 3 og átti því eina holu þegar tvær voru eftir.  En ég átti forgjöf á þær báðar og það dugðir mér til að vinna.  Takk fyrir sveiflukendan en skemmtilegan leik.

 

Svenni vann Gulla.

Sorry Gulli,

Þetta var hálfgerður þjófnaður þar sem að Gulli var að slá mun betur en ég. En það var stutta spilið sem skilaði mér 2/1 sigri. Þetta er spurning um "meistaraheppni"

PS : kannski virkaði "the oldest trick in the book",  sem er að láta andstæðinginn vorkenna sér, því ég var að væla yfir þreytu, því að þetta var sjöundi hringurinn minn á átta dögum og þar af sá fimmti í Grafarholti sem ég spilaði.

En Gulli, ef við mætumst aftur á þessu ári, þá skal ég lofa þér því að slá betur.

Golfkveðja,

Sveinn Ásgeir.

 

Sunnudagurinn 10. júlí 2005

Í dag var spiluð auka umferð, spilað var í Grafarholtinu í þokkalegu veðri, aðstæður fyrr um daginn voru ekki spennandi til golfiðkunnar, en það rættist úr veðrinu og var þurrt allann tíma en smá vindur, síðan þegar hringnum var lokið þá byrjaði að rigna aftur, og er greinilegt að formaðurinn hefur einhver tök á veðurguðunum þetta árið, ræst var út klukkan 16:10 og var hringurinn um 4 tímar og 10 mínútur.

 

Mættir voru Aron, Óli, Svenni og Ingi, aðeins tókst þó að leika einn leik þar sem Aron var búinn að spila við alla leikmennina.

 

Svenni vann Inga á 14. holunni.

Hringur spilaður 10. júlí 2005 í Grafarholti.

Sveinn Ásgeir vs Ingi.

„ÞUNGU fargi af mér létt"

Ingi hefur verið í fríi í um þrjár vikur og reiknaði ég með því að hann

„sem húsbóndi á sínu heimili" væri búinn að æfa hvern einasta dag. En

annað kom á daginn. Ingi hafði varla snert golfkylfu allan þennan tíma og

kom það glögglega í ljós því það var ekki fyrr en á tólftu braut sem hann

vann sína fyrstu og einu holu og það með forgjöf. Þrettánda brautin féll

og á fjórtándu dugði mér par til að sigra hann 6/5.

Ingi hitti á góðan hring hjá mér og var ég loksins að finna sveifluna

eftir tíu ára bið. Eftir að ég hafði fengið fugl á fimmtándu braut benti

ég Óla, sem var með okkur og Aroni í holli, að við tveir ættum eftir að

spila okkar leik. Fölnaði þá stráksi þannig að Grafarholtið lýstist upp.

Hver er næstur... ? :) !!!!!!!!!!!!!!!!

Með golfkveðju,

Sveinn Ásgeir.

 

 

Miðvikudagurinn 6. júlí 2005

Í dag var spiluð umferð, spilað var í Grafarholtinu í ágætu veðri, lítill vindur, þurrt, vallaraðstæður fínar nema flatirnar sem eiga enn dáldið í land með að vera góðar, rástímar voru klukkan 17:44 og 17:52, en einhver seinkun var, hringurinn tók tæpa 4,5 tíma.

 

Leikar fóru þannig:

Aron vann Óla 4-3, Óli byrjaði á því að vinna fyrstu tvær holurnar, en Aron náði að jafna á 6. holunni, og eftir 9 var Óli búinn að vinna eina í viðbót, þá eiginlega hætti Óli í golfi og Aron vann næstu 4 holur og sú 14. féll og þegar Óli tók upp á 15. þá var leikurinn tapaður fyrir hann, leikurinn náði aldrei að verða spennandi á seinni 9.  Það skemmtilegasta sem gerðist var á 13. teig þá átti Óli einn auka banana og prangaði honum inná Aron í von um að hann færi illa í hann, en aldrei þess vant þá kom þetta sem auka orka og allt í einu voru höggin farin að líta út eins og högg hjá Aroni, takk Óli fyrir bananann, ég mun launa þér þetta síðar.

 

Svenni vann Benna 3-1.

Golfhringur þann 6. júlí 2005

Svenni vs Benni

 

Jafn leikur sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Hvorugur okkar

var að spila sitt besta golf en eftir jafnan leik náði ég að merja 3/1

sigur á Benna.

Reyndar truflaði flugeldasýning formannsins leik okkar töluvert, því eftir

glompuhögg hans á áttundu braut þar sem hann setti boltann ca. þrjá metra

frá stöng, var hann gjörsamlega "on fire" og á þrettánda teig hófst

flugeldasýningin aftur með allri sinni dýrð. Eftir að Aron hafði þegið

banana frá Óla var ekkert sem gat stöðvað hann. Og að verða vitni að sigri

formannsins er svipuð tilfinning og að fara holu í höggi.

Ps. Ef þú átt leik við formanninn þá mæli ég ekki með að þú gefir honum

banana, frekar að prófa vínber, melónur, kókosbollu eða eitthvað sem gæti

truflað leik hans.

Benni, ég þakka þér fyrir drengilega keppni.

Golfkveðja,

Sveinn Ásgeir.

 

Maggi vann Emil 1-0.

Ef þetta heldur svona áfram með mína leiki þá sæki ég hér um styrk fyrir hjartatöflum ( eða Koníaki) úr styktarsjóði Nafnlausa golffélagsins.

Eftir hörkubaráttu við Emil náði ég að sigra 1-0 og var ekkert örugggt fyrr en í síðasta pútti.

Leikurinn var mjög jafn allan tímann, Emil vann fyrstu holuna og á fjórðu náði MIS að jafna og þurfti fugl til, Emil tók síðan fimmtu og MIS þá sjöttu.

Þannig að þá var allt jafnt.

Báðir vorum við félagarnir í skógarferðum á sjöundu þó að ekki sé voðalega mikið um tré.

MIS vann þessa holu

Fengum par á áttundu en þar átti Emil högg.

Níunda féll síðan

Eftir níu var allt jafnt.

 

Áfram héldum við að spila snilldargolf og vorum að vinna til skiptis. Það var ekki fyrr en á 15 sem að hlutirnir fóru að gerast, sú hola féll eftir að MIS fékk 8 og Emil 9.

Eftir upphafshögg á næstu sagði Emil "Best að láta þig vinna þessa og ég tek síðan tvær síðustu, það er samkvæmt leikskipulagi". Ég er viss um að það hafði ekkert með það að gera að upphafshögg Emils hafnaði í skurðinum. Eftir þessa holu varð ég smeykur, því Emil hafði rétt fyrir sér. MIS vann 16

En Emil tók síðan 17 með góðu pari.

Gat verið að Emil spilaði upp á jafntefli og hefði lagt leikinn upp nákvæmlega eins og hann spilaðist?

En þegar upp var staðið hafði MIS sigur 1-0.

Ég vil þakka Emil fyrir virkilega skemmilega og harða  keppni og óska honum til hamingju með að Gerrard spilar næstu fjögur árin með Liverpool.

 

Með vinsemd og virðingu

Magnús Ingi Stefánsson

 

Miðvikudagurinn 29. júní 2005

Í dag var spilað umferð, spilað var á Korpunni í ágætu veðri, lítill vindur, smá rigning, vallaraðstæður fínar, flatirnar ágætar og völlurinn fínn, ræst var út klukkan 17:10 og 17:20.

 

Leikar fóru þannig:

Ingi vann Aron 4-2 í spennandi leik, óska eftir leikskýrslu frá sigurvegaranum.

Ingi hafði yfirhöndina allann tíma, en Aron og komst aðeins inní leikinn eftir 14 holur en þá sló hann tvisvar í vatnstofæruna á 15. og því holan töpuð og Ingi kominn með dormie, hann vann svo þá 16. og leikurinn unninn fyrir hann. 

 

 

Leikurinn var jafn framan af en Ingi þó alltaf með frumkvæðið. Á fimmtu er Ingi einn upp. Hann slær þá upphafshöggið í skurðinn en Aron er á miðri braut. Þegar komið er að skurðinum er kúla Inga í miðjum skurði í hálfu kafi, hálfan meter frá göngubrúnni, hægra meginn. Ingi hefur þann valkost að taka víti eða slá boltan eins og hann liggur, sem hann gerir. Við framkvæmt á höggi þessu þarf Ingi að standa upp á brúnni og halla sér framyfir handriðið. Nær hann að koma boltanum áfram um 50 metra. Þess má geta að meðspilarar í hollinu komu sér vel í burtu á meðan þessu stóð, því boltinn var eiginlega hálfur í drullu. Ingi slær þriðja höggi inn á flöt og fær 5 en Aron réttmissir parið. 

( Fyrirspurnir í dómarhorn: 1.Ingi studdi við handrið brúarinar og spurning er hvort það var löglegt ef brúin er hluti hindrunar?  2. Gat Ingi fengið lausn þar sem brúin er hluti af göngustíg?)

Ingi vinnur sjöttu með fugli og Aron vinnu þá sjöundu. Ingi vinnur 9, 10 og 11. og er kominn 4 upp. En eins og allir vita er Aron mikill baráttuhundur og gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann vinnur 12 og 14 og er munurinn þá orðin 2 holur. Fimmtánda brautin fer illa með Aron og slær hann eitthvað af boltum í vatnstorfæru og gefur holuna áður en flötin er komin í sjónmál. Þarna má segja að Aron hafi játað sig sigraðan því Ingi tekur 16. holuna á bógíi.

Ingi að spila fanta vel fram að 16 en slakaði á þegar leikurinn var unninn.  

U2 tónleikarnir hafa haft góð áhrif á Inga, en hann syngur samt ekki lengur " I still haven't found what I'm looking for" þar sem sveiflan er fundin!!

 

Kveðja, Ingi

 

Emil vann Svenna 4 - 2.

Minn vann Svenna 4-2. Undirritaður byrjaði illa, tvo undir eftir fyrstu tvær en svo braggaðist Björn bóndi og vann 5 á fyrri 9 og komst í 3 yfir.
Á 12 braut gerðist umdeilt atvik þegar ég sló boltanum mínum í pokann hans Svenna, sem stóð ásamt Inga og Aroni við skógarjaðarinn hlustandi á soundtest hjá Duran Duran í Egilshöll. Þeir máttu þakka sínum sæla að verða ekki fyrir kúlunni og slasa sig. Kúlan endaði út í skógi, ósláanleg. Það var lán í ólani að formaður vor og dómari var meðspilari okkar og dæmdi að þetta högg skildi endurtekið, vítislaust, þar sem Svenni var með pokann sinn "fyrir" högginu mínu (reyndar ekki alveg í stefnu á holu, eiginlega langt frá því). Holan féll þó að lokum. Þá 14. vann ég og var þá kominn með dormie. Tapaði svo 15. og vann 16. og þar með game over. Ég var að spila bara nokkuð vel að eigin mati, líklega á 36-37 punktum. Svenni átti örugglega ekki sinn besta dag. Takk fyrir daginn.

kv
Emil

 

Ingi þór vann Samma 2-1

Það var nú ekki upp á marga fiska golfið sem við Sammi spiluðum á miðvikudaginn og varla að maður vilji segja mikið frá því.  En þó, sigri skal jú fagna.  Ég vil þakka Samma fyrir leikinn og hafa spilað lélegra golf en ég því ekki var það snilli mín sem gaf mér stigið.

Ég byrjaði þó ágætlega og vann fyrstu tvær holurnar og komst upp í þrjár fljótlega en eftir 9 holur átti ég eina.  Náði að vera þrjár holur upp strax eftir þá 11. en var snöggur að tapa forskotinu og átti bara eina þegar kom á þá 17.  Þá fór Sammi endanlega af límingunum og ég náði að vinna þá holu og þar með leikinn 2/1.  Til að gefa mynd af frammistöðunni held ég að pörin mín hafi alveg verið tvö eða þrjú talsins á öllum hringnum!! 

 

Heimir og Óli skildu jafnir. Óska eftir leikskýrslu.

 

Sunnudagurinn 26. júní 2005

Í dag var spilað auka umferð, spilað var á Skaganum við frábærar aðstæður, nánast logn og völlurinn þannig að ekki er hægt að hugsa sér hann betur, Toyota mótaröðin var að spila þar fyrr um daginn og því flatirnar eins og best verður á kosið, myndi segja að þetta hafi verið besti hringur sumarsins hvað vallar og veður aðstæður voru, það má segja að flatirnar hafi verið þokkalega hraðar.

 

Leikar fóru þannig:

Denni vann Aron 3-2 þar sem leikurinn var jafn á fyrri níu, Aron komst nokkrum sinnum eina upp en Denni náði að jafna strax aftur, á 10. holunni þá vann Denni 3 holur í röð og Aron komst aldrei inn í leikinn aftur, Denni að vísu tvísló boltann einu sinni án þess að viðurkenna það á 15. holunni og hafði það úrslita áhrif þar sem Aron hefði komist aðeins í eina undir ef Denni hefði viðurkennt það, en holan féll og Denni vann svo 16. holuna með rosa góðu 13 metra pútti og því leikurinn unninn hjá honum.

Kv. Aron

 

Völlurinn var frábær og flatirnar  flottar og henta einkar vel í 14 m pútt. Varðandi TVÍSLÁTTINN þá var ég að pútta og get bara ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt er að tvíslá boltann þannig  ( úr pósti  Arons " Denni að vísu tvíslóð boltann einu sinni " hvernig er það hægt )  Ég algjörlega ósammála virðulegum Landsdómara og er með fullt af vitnum því til

staðfestingar.   Að lokum langar mig að þakka Samma og Heimi fyrir

hörkuleik þar sem Sammi var  5 upp eftir 5 holur og ekki má gleyma Landsdómaranum fyrir frábæra " sýni kennslu" í FULL LAUSN að vísu var undirritaður orðinn nokkuð  ringlaður þegar hann var kominn með 3 tí og 2 kylfur og droppaði svo 3,5 metra frá staurnum  og vann að sjálfsögðu holuna.

 

kv. den.

 

Heimir vann Samma 2-1, leikur þar sem vaselin var aðal hjálpargagnið.

Sammi mætti með vasilínið - eftir 5 holur átti hann fimm holur. Svo féllu tvær. Ég spilaði náttúrlega ekki golf frekar en vanalega á skaganum - átti að vísu fínt dræv á 2. en innáhöggið varð útafhögg - beint inn í skóg og ég gerðist skógarhöggsmaður um stund. Sem sagt - vasilín og aftur vasilín. 8. hola, ég vann hana svo sem ekki, get ekki þakkað mér það, en Sammi tapaði henni - tíndi líklega vasilíninu þar. Ég "vann" 8. og 9., Sammi átoffbánds. Svo virðist sem ég hafi fundið staukinn því eftir 16. var ÉG dormí, tvær upp og tvær eftir. Gerði mitt besta til að tapa 17., reyndi dræf sem þurfti auðvitað að ná yfir skurðinn - svona 1% líkur miðað við eigin spilamennsku - en drævið var svo lélegt að það náði ekki einu sinni í skurðinn. Sammi var ekki á góðum stað, í röffi í hól. Sló þaðan listavel 150 m eða meira og inn á flöt - að vísu líklega 15-20 m frá holu. Ég "lagði upp". Skallaði svo vippið 7-8 metra fram yfir holu. Sammi átti nú góða möguleika á að vinna holuna og átti forgjöf á síðustu - sem er stutt par 3 eins og allir vita. En púttið var of stutt. Ég tryggði mitt aðpútt og enda á bógí. Sammi missir. 2/1.

Boðskapur: Ekki hætta of snemma með vasilínið.

Með bestu kveðjum

Heimir Freyr Hálfdanarson

 

 

Miðvikudagurinn 22. júní 2005

Í dag var spilað 6. leikvika, spilað var í Grafarholtinu í blíðskaparveðri, sól, hlýtt og gott, stutterma og stuttbuxna veður.  Ræst var út klukkan 18:50, 19:00 og 19:10 í tilefni af Jónsmessu vikunni, völlurinn hinsvegar er hræðilegur, þ.e. flatirnar eru þannig að ekki er bara hægt að spila þær, ekkert skil ég í vallarstjórn og vallarumhirðunni að ná ekki að gera flatirnar betri.

 

Leikar fóru þannig

 

Aron sigraði Gulla 4-3, leikurinn var frekar ójafn þar sem Aron var kominn 4 upp eftir 8 holur, en tapaði þá þremur í röð og þegar Gulli vann 11. holuna par 3 á 6 höggum þá sagði Aron hingað og ekki lengra og sigraði þá 3 holur í röð og þar með leikurinn búinn, Aron var að spila ágætt golf, en Gulli þarf aðeins að fara að æfa stutta spilið, hann gat drifað eins og meistari eins og hollið á undan fékk að kynnast, en svo þurfti hann oft nokkuð mörg högg til að koma sér inná grín, t.d. á 3 holunni var hann á tveimur höggum aðeins yfir grínið og þá tvísló hann boltann og átti þá ekki séns á að vinna holuna.

 

Denni sigraði Emil 2/1.

Ég  vann 1,2, 6 og 7 og var kominn 4 upp  þegar Emil var nóg boðið og vann hann 8,10, 11 og 12. 13 féll en ég vann 14,15 og kláraði karlinn á 17. Þetta var mjög skemmtilegur hringur, nema við vorum undir stöðugum loftárásum frá "Villta Villa" sem var í hollinu á eftir okkur og þegar við vorum að ganga af 14 flötinni kemur líka þetta rosalega drive rúllandi eftir flötinni.  Já þar er ekkert grín að vera í holli á undan

formanninum þegar hann er í stuði.   Að lokum langar mig til þess að þakka

þeim Guðmundi Davíðs og Kristjönu fyrir þolinmæði og mikil tilþrif  við leit að boltum okkar Emils, sérstaklega á 7 þegar við vorum búin að leita í 4,55 mínútur að boltanum mínum sem fannst svo að lokum 10 cm frá kerrunni minni þar sem hún stóð í brautarkanti.

 

kv. den.

  

Svenni sigraði Inga Þór.

Holukeppni í Grafarholti, 22. júní 2005.

Leikurinn við Inga Þór byrjaði vel fyrir mig, þar sem ég náði að vera

þrjár upp eftir fjórar holur.

Eftir það komst hann ekki almennilega inn í leikinn, ( þetta var eins og

að vera með kokgleyptan fimm punda lax á tuttugu punda línu, og var þá

bara að þreyta kappann og bíða eftir að kviðurinn sneri upp : )

En undir lokin kom líf í piltinn og þurfti ég að taka mig verulega á til

að innbyrða 3/2 sigur yfir honum. Ég þakka Inga Þór fyrir skemmtilegan

leik.

Ps: þú ert hörku holukeppnismaður og ég vona að við mætumst í úrslitum.

Með golfkveðju,

Sveinn Ásgeir

 

Maggi og Óli skildu jafnir.

Titilvörnin hófst með hörkuspennandi leik við Óla Haffa þar tvennt stóð upp úr gott golf og fjöldi pútta hjá óla. Hann var með tvö fjórputt og minnsta kosti 4 þrípútt.

 

Á fyrri 9 var munurinn aldrei meira en 1 hola og á tíunda teig átti óli eina, en hefði líklega verið fleiri Óla í vil ef hann hefði púttað eðlilega.

Reyndar var mjög erfitt að pútta eðliega á gær á þessum hræðilegu grínum, þar sem Ingi lenti í því að fá dæmt "tvígrip" á sig þar sem eitt púttið hjá honum hoppaði svo rosalega, tvisvar sinnum, að hægt hefði verið að grípa kúluna.

 

Þó ég hafi verið með 21 punkt eftir níu var ég undir sem segir til um snilldar spilamennsku óla.

Ég tók 11 þar sem ég BARA þrípúttaði en óli fékk þar eitt af sínum fjórpúttum. Hef alltaf sagt að óli sé öðlingur og vorkennir minnmáttar þegar maður á síst von á.

Á  12 teig vorum við heppnir að enginn í hollinu fékk kúlu í sig sem kom frá 11 teig og ekkert "FORE" heyrðist þaðan.

Þegar komið var á 17 teig átti undirritaður 2 og var viss um að sigurinn væri í höfn en............................... Þvílíkt bull og kjaftæði óli tók bæði 17/18 og jafnaði leikinn. Á 17 átti hann snilldar inná högg sem tryggði honum parið.

 

Í stuttu máli þá varð jafntefli sem í raun var sanngjarnt. Síðasta línan er bara er skrifuð til að sýnast

Kveðja

mis

 

Miðvikudagurinn 15. júní 2005

Í dag var spilað 5. leikvika, spilað var í Grafarholtinu í blíðskaparveðri, sól smá vindur en hlýtt og gott, stutterma veður.  Ræst var út klukkan 17:04 og 17:12.

 

Leikar fóru þannig

 

Svenni vann Aron 2-1, leikurinn var mjög jafn, á fyrri níu þá var Aron þrisvar sinnum 1 up, en Svenni náði alltaf að jafna á næstu holu á eftir, á seinni 9 þá skiptist þetta hinsvegar, þá var Svenni einn upp en Aron þurfti að jafna, eftir 15. þá var allt jafnt, og báðir inná gríni í 3 á 16. en Aron náði að þrí pútta en Svenni aðeins að tvípútta og Svenni því einn upp, svo á 17. þá setti Svenni upphafshöggið í glompuna vinstra megin við flötina en Aron rett fyrir utan grínið, hann hinsvegar skallaði boltann og hann fór aðeins of langt yfir holuna, Svenni hinsvegar sett glompu höggið aðeins 2cm frá holu og þar sem Aron mistti par púttið þá var leikurinn búinn, skemmtilegur og spennandi leikur fram á næst síðustu.

 

Sælir félagar!

Leikurinn við Aron var nokkuð jafn frá upphafi, en hann hafði forystu

framan af. Eftir fimtán holur var allt jafnt. Á sextándu þrípúttaði Aron

og átti ég þá eina holu. Sautjánda holan var hálfgerður þjófnaður.. þar

sem ég var í glompu eftir upphafshöggið en hann í flatarkanti. Aron

vippaði og var aðeins of langur. Nú kom sér vel að eiga sandglompu í

garðinum heima þar sem ég hef getað æft þannig högg og árangurinn sýndi

sig, ég náði þokkalegu höggi úr glompunni sem tryggði mér sigur á endanum,

2/1.... J )

Með golfkveðju,

Sveinn Ásgeir

 

Gulli vann Samma.

ég sigraði Samma 6/4 í leik sem hann sá aldrei til sólar. Ég vann fyrstu fjórar holurnar og var 5 up eftir níu. eftir 12. var komið dormie og ég kláraði leikinn á 14. holu. Sammi hafði prófað nýja íþrótt kvöldið áður s.k. frisbiegolf og var með harðsperrur og skemmdi leik hans að eigin sögn. Mæli með því að þeir sem eigi eftir að leika við mig prófi þetta kvöldið áður og tapi svo fyrir mér.

með golfkveðju, Gulli

 

Ég vil leggja það til að notað sé sleipiefni þegar menn eru teknir í

rassgatið eins og Gulli gerði þegar hann valtaði yfir mig í gær. Ég

verð samt sem áður að segja að ég gerð karlinum þetta ekki erfitt. Ég spilaði eitthvað annað en golf.

 

Orð til varnaðar: Í fyrrakvöld fór ég með dóttur minni að spila "Disc

Golf" spilað með frispee diskum á velli sambærilegum golfvelli og

spilað eftir sömu reglum. Þetta er hin besta skemtun og hentar

sérstaklega vel til að leika sér með börnunum sínum. Þetta varð til

þess að ég var og er enn að farast úr harðsperrum í vöðvum sem hafa

verið í hvíld árum saman. Hvort sem það var þessvegna eða ekki þá gat

ég ekki spilað golf í gær. Það verður hinsvegar ekki af Gulla tekið að

hann vann leikinn og fór létt með. Til hamingju Gulli.

 

Kveðja, Sammi

 

 

Denni vann Heimi 4/3 og var á 35 punktum.  Ég átti 4 eftir 5, Heimir var ekki spila sinn besta hring í sumar og ekki voru heiladísirnar með honum að þessu sinni frekar en  trjáálfar og steintröll.  Eftir frábært bútt á 11 fyrir pari (ca.20m.) hjá Denna átti hann aldrei möguleika og leiknum lauk á 15.  Að lokum vill ég þakka þeim félögum okkar Samma og Gulla fyrir skemmtilegan hring.

 

es. Sammi hvað var eiginlega í gangi með nýja settið.

 

kv. den

 

 

Miðvikudagurinn 8. júní 2005

Í dag var spilað 4. leikvika, spilað var í Grafarholtinu í roki, en björtu veðri, og var dáldið svalt svona þegar leið á, hringurinn einkenndist af mikilli bið og tók hann rúma 4,5 tíma, ræst var út klukkan 18:08 og 18:16.

 

Aron hafði sigur á Heimi á 17. holunni og fóru leikar 2-1.

Það var eiginlega ekki Aron sem vann þennann leik heldur var það Heimir sem tapaði honum, fyrsta holan féll á pari og var það eina holan sem var vel spiluð af báðum aðilum, síðan tók Aron forystuna en Heimir náði fljótlega að vinna það upp og komast yfir, en Aron náði að jafna á 9. holunni eftir að Heimir var búinn að skoða nokkra steina vinstra megin við brautina, það sama gerði Heimir á 10. holunni og þeirri 12. og Aron því kominn með lykilstöð, tvær upp, 13. og 14. féllu en Heimir náði að sigra þá 15. á 7 höggum, sú 16. féll eftir að Aron þrípúttaði og menn því orðnir spenntir, tvær eftir og Aron aðeins 1 upp, Heimir hinsvegar þoldi ekki spennuna á 17. og setti hana í vatnið og kylfan fór á eftir en rétt náði að stoppa á bakkanum.  Aron endaði með 26 punkta en Heimir með 21 og það aðeins 8 punkta á seinni.

 

Gulli vann Óla, leikskýrsla óskast.

Gulli vann Óla á síðasta púttinu á 18. holunni og var það í eina skiptið sem Gulli var yfir í leiknum, alltaf var það Óli sem var yfir og Gulli að jafna, en náði svo að komast yfir í lokin og það er málið.

 

Ég hafði Óla 1/0 eftir mjög svo spennandi viðureign. Óli komst 2 up á fyrstu holunum en eftir níu var jafnt. Á seinni níu komst hann aftur 2 up og við komnir á 15.holu. Ég vann hana og 16. holu og sú 17 féll þannig að á 18.teig var aftur jafnt. Óli átti högg á mig og spennan í hámarki Ég kláraði holuna á 5 og Óli var að pútta fyrir 6 höggi og til jafna leikinn en honum tókst það ekki þannig að leikurinn réðst á síðasta púttinu. Svona eiga holukeppnir að vera.

kv, Gulli

 

 

Sammi vann Benna, og notaði nýja aðferð við það, þannig var að Samma var svo illt í hnéinu að hann leigði sér bíl og Benni fékk að sitja í, en sá maður alltaf hann Samma að labba en Benni var í bílnum, nema málið var að það var svo kallt á seinni 9 að Sammi hélt á sér hita með labbinu en Benni greiið þurfti að keyra bílinn fyrir Samma og fékk enga hreyfingu í kuldanum.

 

Sælir félagar.

 

Leikur okkar Benna var jafn og spennandi fram á sautjándu holu.

 

Benni hóf leik með krafti og tók fyrstu tvær holurnar en ég tók eina

til baka á fjórðu og aðra á sjöundu sem sagt jafnt eftir fyrri 9.

 

Ég hafði séð Benna spila áður og var búinn að velta fyrir mér hvaða

leynivopni ég gæti tjaldað til að eiga möguleika í drenginn. Bíllinn sem ég leigði (3000 kr. stríðskostnaður) var svarið. Með því að

koma málum þannig fyrir að Benni var ökumaður á seinni 9

varð Benni kaldur og ómögulegur og ég fékk "breikið" sem mig vantaði.

 

Eftir 12 var ég tvær upp en Benni tók eina til baka á þrettándu sem

hann spilaði flott. Ég tók svo fimmtándu eftir mikil ævintýri hjá Benna

þar sem hann

skoðaði, og vonandi kvaddi, gamla vini eins og skurði og tjarnir. Næstu tvær féllu og þar með var ég með unninn leik 2/1.

 

Ég hef sjaldan orðið vitni að flottari spilamennsku en hjá Benna í gær

og vil nota tækifærið og þakka honum drengilega keppni.

 

PS.

Ég vil halda fram að nýja settið ásamt góðri spilamennsku og baráttu

hafi kallað fram sigur í gær  og læt allt tal um annað sem vind um eyru

þjóta.

Hringurinn hjá mér endaði í 30 punktum og nýja settið leggst vel í mig.

 

Kveðja, Sammi

 

Hérna kemur leikskýrsla Benna

Ég mætti vongóður til leiks á móti Samma og var með blómálfa og bergtröll í liði með mér sem skiluðu boltanum jafnskjótt á braut eftir að ég skaut út af sem gerðist nokkuð oft.

Skautaði fram úr honum í byrjun og allt leit vel út.

 

En ég áttaði mig ekki á þessu lævísa bílatrikki hans fyrr en ég var búinn með 2 bolla af kakói og náði að rétta úr krepptum fingrum í skála eftir leik.

Sammi kom eiginlega aldrei í bílinn sinn, en lét mig keyra í kuldanum !!   hélt á sér hita með göngu og stakk ekki við þó helsærður væri á fæti að eigin sögn.

 

Það þarf greinilega að kunna öll trikkin til þess að ná einhverjum árangri í þessum hóp.

Er þetta ekki tekið fyrir í kaflanum "misuse of diasability"  í St Andrews reglunum herra dómari?

 

Nú er ég að fara til heitari landa að læknisráði eftir þetta en mæti galvaskur í byrjun júlí aftur til leiks, og legg til að lagt verði bann við notkun allra vélknúinna ökutækja í þessari keppni.

 

 

 

Miðvikudagurinn 1. júní 2005

Í dag var spilað 3. umferð í bikarkeppninni, spilað var í Grafarholtinu í blíðskaparveðri og var meira að segja talað um að formaðurinn þyrfti ekki að segja af sér þetta árið.

 

Leikar fóru þannig:

 

Svenni vann Samma.

Fyrst vil ég nú þakka Samma fyrir prúðmannlegan leik og framkomu og það að

kunna að tapa...!! (ég vona að það séu fleiri sem kunna að tapa sem ég á

eftir að keppa við, enda er ég hokinn af golf- reynslu og nafn mitt á

elsta holubikar sem spilað hefur verið um á Íslandi... :) )

Sammi var að spila fínt golf og var 1 upp eftir 9 holur. Þá fóru

innáhöggin að klikka, enda var hann alltaf með sólina í augunum... En

þegar sólin settist var staðan orðin þannig að ég átti 3 holur þegar 2

voru eftir og þar með var leikurinn búinn, 3/2.

Með golfkveðju,

Sveinn Ásgeir.

 

Heimir vann Emil

Heimir og Emil: 1/0. Urslit réðust ekki fyrr en á síðustu holu í síðasta pútti. Samkvæmt útreikningi Emils átti hann forgjöf á þrjár fyrstu holurnar. Þótti sumum það súrt, og reyndu að komast hjá því með lögfræðilegum útúrdúrum... Heimir náði pari á fyrstu tveim - en Emil líka - átti þar með tvær. Þá virtust lögfræðilegu útúrdúrarnir Heimis fara að virka sem vann næstu tvær og jafnaði leikinn. Síðan var leikurinn meira og minna í járnum - Heimir náði 3 upp en Emil jafnaði á 16 (þar átti Heimir eðal-dræf, 80 m eftið að flöt, en hann var svo montinn að hann gleymdi að spila golf það sem eftir var þeirrar holu, hvert högg eftir það á holunni var að meðaltali 16 metrar... Emil klúðraði 17 algjörlega svo Heimir var dormí. Báðir  með sæmilegt dræf á 18 en Heimir missti annað höggið, meðan Emil setti að bönker. Ekki batnar hjá Heimi - 3ja högg í bönker. Emil í góðum málum - en - skallar í bönkerinn. Heimir á séns, þokkaleg björgun úr bönker, 4 högg komin og ágætur möguleiki á að enda á fimm. Emil á ekki gott högg úr bönker - of stutt, síðan of langt vipp. Heimir getur tryggt sigur með að setja púttið í, en framhjá. Emil getur jafnað með því að setja erfitt hliðarhallapútt í - en - boltinn sleikir barminn en dettur ekki. 1/0

 

Ps. Einhverjir sögðu að Heimir hefði grátið á 10. og 16. braut. Hveimir vill minna á að kjaftaskar á 10. öld viðhöfðu svipuð orð um Gunnar á Hlíðarenda (sem var Rangæingur og átti RAM-atgeir). Þeir hinir sömu kjaftaskar lifðu ekki það sumarið... HFH

 

Ég ætlaði nú eiginlega að hafa eftirfarandi sögu með í síðustu skýrslu um leik minn og Emils - en það eiginlega gleymdist... En það sem gerðist var þetta: Á 8. braut var ég að fara að slá innáhöggið eftir ágætis dræf (að venju...). Sá þá bolta inn við stöng. Spyr Emil: "Ert þú upp við stöng?" Hann játti því. Svo ég verð að vanda mig núna hugsaði ég. Verð þá litið á Samma sem gekk eftir miðri braut, en gekk í lausu lofti, u.þ.b. einum metra YFIR brautinni og vísaði nefið til himins. Þóttist ég þá vita hver hefði átt þetta eðalhögg. Ég leit þá á Emil sem viðurkenndi umsvifalaust að Sammi ætti boltann... Kannski ýki ég aðeins og Emil var auðvitað bara að grínast, ætlaði ekki að halda lyginni áfram. En, hvað segja lögin um þetta? Ber mótherja skylda til að gefa upplýsingar um sitt högg? Má leikmaður spyrja? Má mótherji ljúga? Kv Heimir von Hlíðarendi

 

 

 

Ingi vann Óla, leikskýrsla óskast.

Ingi vinnur Óla 3/1

Hörkubarátta lengst af. Óli og Ingi skiptust á að vinna holur á fyrri níu og var það vegna þess að þeir klúðruðu holum sitt á hvað. Óli var þó oftar með forustu. Það var aðeins fjórða hola sem féll á fyrri níu. Jafnt var eftir níu holur. Ingi vinnur holur 9,10,11,12 og nær þriggja holu forskoti. Sú þrettánda fellur en Óli svarar fyrir sig með því að vinna næstu tvær. Ingi á þá eina þegar komið er á sextándu. Þar lendir Óli í smá vandræðum en bjargar góðum skolla,  en Ingi hinsvegar spilar hana glæsilega og á aðeins um 3 metra í holu fyrir fugli sem hann tvípúttar fyrir pari. Ingi á því tvær þegar komið er á 17. Þar rétt missir Óli parpútt til að setja pressu á parpútt hjá Inga, en Ingi setur púttið örugglega í og vinnur leikinn 3/1

Leikur í hnotskurn: Óli 1--AS--Óli 1--Óli 1--AS--Ingi 1--AS--Óli 1--AS--Ingi 1--Ingi 2--Ingi 3--Ingi 3--Ingi 2--Ingi 1--Ingi 2--Ingi 3.

Ingi að spila nálægt sinni forgjöf, Óli aðeins frá sínu besta.

 

 

Ingi Þór vann Denni

Kylfingarnir Heiðar Davíð Bragason og Sveinn Ingvarsson áttu það sameiginlegt að tapa báðir í holukeppni fyrir andstæðingum sínum 3/2, Heiðar fyrir einhverjum ómerkilegum Skota en Sveinn fyrir hinum ósigrandi Inga Þór Hermannssyni. 

Leikur okkar Denna í gær var hnífjafn framan af en fljótlega hvarf úr honum öll spenna þar til rétt í lokin að Denni fór að laga stöðuna.  Við unnum fyrstu fjórar holurnar á víxl og staðan eftir 5 holur var jöfn.  Þá varð vendipunktur í leiknum því Denni lenti í bönkernum hægra megin við grínið á þeirri 6. og trúlega haldið að hann væri kominn á æfingasvæðið því hann sló fjögur högg þar áður en boltinn vildi upp.  Í góðan klukkutíma sá Denni ekki til sólar því hann tapaði 5 holum í röð.  Það var ekki fyrr en hann fékk fugl á þeirri 12. að strákurinn komst á skrið og vann hann 2 holur til viðbótar.  Ég var því orðinn dálítið taugaóstyrkur þegar við komum á 16. teiginn yfir því að vera búinn að missa forskotið í 2 högg og þrjár holur eftir.  En gott par dugði til að vinna holuna og landa þar með sigri.

 

Miðvikudagurinn 25. mai 2005

Önnur umferð hófst í gær, spilað var á Korpunni og eru flatirnar vægast sagt ömurlegar á Korpunni um þessar mundir, að mínu áliti þá eru þær óspilandi og voru allir sammála um það, veðrið var ágæt, bjart smá vindur en dáldið kalt.

 

Leikar fóru þannig:

 

Sammi vann Aron 1-0, þetta var nokkuð spennandi leikur í endann þar sem Sammi átti sinn best golf hring í 4 ár, þetta byrjaði á að Aron var með tvær holur upp eftir 4, en þá tók Sammi sig á og spilaði síðustu 5 holur á fyrri níu á pari vallarins, hann fékk einn fugl og 4 pör, hann vann allar þessar holur þar sem hann átti forgjöf á 3 af þeim og því dugði par skamt fyrir Aron, seinni níu voru meira holur Arons, þar sem Aron rétt misti parið og sigur á 10 holunni, en svo vann Aron þá 11. og Sammi skelti sér á annann birdie á þeirr 12. skelti öðru högginu í aðeins 15cm frá holu. Svo vann Aron næstu 3 holur og voru leikar því orðnir jafnir, Sammi vann þá 16. þar sem hann átti forgjöf og nýtti hana svona vel, Aron vann þá 17. og leikar enn og aftur orðnir jafnir, þá var komið að þeirri 18. sem var þá orðin að hreinni úrslita holu, báðir áttu mjög gott drive, Aron sló svo annað höggið á undan setti hann rétt í flatar kanntinn, Sammi hinsvegar setti sinn inná flöt og takið eftir hann átti forgjöf á þeirr 18. Aron setti 3. hoggið um 2 metra frá holu, en Sammi sitt um 1,5 metra frá, Aron púttaði of stutt á ömurlegu gríni og fékk 5. Sammi gat því tvípúttað og jafnað holuna en unnið hana með forgjöf og þar með leikinn, og þannig fór þetta, Sammi vann því leikinn 1-0 og spennan var gríðarleg í lokin.

 

Ingi Þór vann Gulla 3-1.

Já mér tókst að sigra Gulla 3/1.  Mér tókst að að para og vinna þrjár fyrstu holurnar og það var ekki fyrr en á 10. holu að Gulla tókst að vinna holu.  Allar holur þar á milli féllu en bæði ég og Gulli fengu upplögð tækifæri til að vinna holur en stutta spilið var að bregðast okkur á víxl.

 

Gulla tókst að minnka forskotið í eina holu á þeirri 12. en lengra komst strákurinn ekki. 

 

Þetta var frekar óstöðugt golf.  Til að mynda þrípúttaði ég fimm sinnum og lítið við því að gera því grínin á Korpunni eru vægast sagt ömurleg.  L

 

 

Eftirfarandi er leikskýrsla Benna um leikinn við Óla

Þetta gekk bara vel hjá okkur Óla, enda gamlir vinnufélagar, Fylkismenn og ekkiPoolarar.

Hann var það kurteis að tapa 4/3 fyrir mér, en við vorum bara nokkuð kátir með þennan hring í góðviðrinu.

Við þökkum kærlega fyrir að fá að fara fram, úr en við vorum þess vegna bara 3 og ½ tíma með hringinn.

 

Fimmtudagurinn 19. mai 2005

Þá er fyrstu umferð lokið í bikarkeppninni, spilað var á Akranesi í björtu og þuru veðri, en köldu og vindsömu.

 

Leikar fóru þannig að Emil vann Aron á 18. holunni, þar sem leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og munaði aldrei meir en 1 holu, hvorugur spilaði sitt besta golf þar sem Aron var með 13 punkta á fyrri níu og Emil 14, síðan var það svipað á seinni 9, Emil spilað jafnt og "gott" golf og hafði Aron lítinn séns nema að fara að spila sitt besta golf en það kom aldrei. Emil var með dormie á 16. holunni en Aron vann þá 17. en svo vann Emil þá 18. og því var sigurinn 2-0.

 

Aðrir leikar fóru þannig:

Ingi Þór vann Heimi 5-4, semsagt ekki spennandi leikur, Heimir var búinn að gefa það út að hann spilaði alltaf illa á Akranesi og viti menn það gekk eftir eins og hann átti von á.

 

Denni vann Svenna

3/0 fyrir Dennis. Ég var að spila mitt besta golf í langan tíma  og var á 38 p.  Sveinn var  nokkuð gjafmildur á púttin svo að  ekki gengur að skrá skorið á Golf.is. Varðandi veðrið þá var bara nokkuð gott og legg ég til að við félagar Arons kaupum  á hann ullar-brækur svo að hann hætti nú þessu væli og geti einbeitt sér að golfi og dómarastörfum maður er nú með Landsdómarapróf.  Það var mjög gaman að hitta ykkur alla og á ég von á að sumarið verði frábært.

 

Ingi vann Samma 2/1

Ingi byrjaði mun betur og vann tvær fyrstu holurnar en Sammi kom sterkur til baka og jafnaði á fimmtu. Þá gaf Ingi í aftur og vann þrjár í röð. Sammi vann svo 10. en Ingi gaf þá aftur í og vann tvær næstu og var komin 4 upp eftir 12 holur. Svo virðist sem að þetta hafi eflt Samma því að hann mjatlaði forskot Inga niður í eina holu þegar komið var á 17. Þá er sem spennustigið hafi orðið of hátt hjá Samma en Ingi vaknað af værum blundi. Sammi missti drævið illa og nýtti Ingi sér það með því að setja gott 3 tré á miðja braut. Sammi setti næstu tvö högg út til hægri og var þar í talsverðu basli. Var svo á fimm höggum við flötina. Ingi lagði annað höggið sitt upp rétt fyrir framan flötina, vippaði þriðja höggi á miðja flöt og notaði svo tvö pútt til að klára leikinn. Frekar dapurt skor á frábærum velli!!

 

Gulli vann Benedikt

Ég sigraði Benna 5/4 og lagði grunninn að sigrinum á 13. holu með góðu vippi ofaní fyrir fugli. Golfið svona lala 29 punktar.

kv, Gulli

 

Formaðurinn óskar eftir ítarlegum leikskýrslum frá sigurvegara hvers leiks og einnig má sá sem tapaði skila inn skýrslu.

 

Miðvikudgurinn 18. mai 2005

Sá skringilegi atburður átti sér stað í dag að Benedikt Gabríel hætti í félaginu en í staðin kom Benedikt Hauksson.

 

Föstudagurinn 13. mai 2005

Æfingarhringurinn var spilaður í gær og aðalfundurinn svo strax á eftir, allir 4 nýliðarnir voru samþykktir í félagið, síðan voru gerðar reglubreytingar þannig að nú þurfa menn ekki að vera meðlimir í GR til að fá inngöngu í félagið, heldur verða menn að bera kostnaðinn við að spila velli GR og vinavalla í okkar mótum.

 

Einnig var samþykkt að afnema 7/8 regluna í forgjöfaramálum og úrslita keppnin verður þannig að 1-4 sæti spila til úrslita, 5-8 sæti spila um 4. sætið og 9-12 sætin spila um það hver tapar ekki.

 

Einnig var ákveðið að byrja mótið á Akranesi næstkomandi miðvikudag.

 

Burger closed keppnin verður haldin annaðhvort 28. mai eða 11. júní, það verður kosið um þessa daga á netinu.

 

Fimmtudaginn 27. janúar 2005

Vefsíðan aðlöguð fyrir árið 2005.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband