Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

13. leikdagur, Akranes, 26. ágúst

Fórum uppá Skaga í fínu veðri, smá vindur, en alveg þurrt, þangað til við komum inní skála að þá fór að rigna.

Rástímar voru klukkan 17:00 og 17:10 og var hringurinn um 4 tímar og vorum því að koma inn rétt uppúr 9, það er að verða of seint og var farið að rökkva aðeins á tveim síðustu.

67% mæting var í dag og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir komuna.

Það er ánægjulegt að sjá að 33% meðlima eru nú þegar búnir að ná lágmarks mætingu og megnið að hinum munu ná þessu ef þeir halda vel á spöðunum á þeim 3 leikdögum sem eftir eru.

Ákveðið var í gær að spila á lokahófsdeginum eftir einhverju ryder fyrirkomulagi og því mun það ekki telja til skors í keppninni okkur, hinsvegar var ákveðið að það myndi telja til mætingar þannig að menn geti bjargað sér ef þeir eiga aðeins einn hring eftir og gefur þá öllum meðlimum félagsins annað tækifæri.

Gott væri að fara að heyra frá lokahófsnefndinni svo menn geti farið að taka frá daginn fyrir hófið og ákveða skipulagið á þessu öllu saman.

Úrslitin eru hér til vinstr.

Formaðurinn.

 


12. leikdagur, Grafarholt, 19. ágúst

Þá er þessum leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu og á Korpunni.

Rástímar voru á Korpunni klukkan 15:20 og þangað fóru Sammi, Benni og Heimir.

síðan var það klukkan 17:40 og 17:50.

Það varð þó smá misskilningur í þessu öllu saman, þar sem einhver í tímanum 17:30 datt út og Aron, Gulli og Gummi fóru þá 17:30 og Maggi og Óli 17:40 en þar sem Ingi mætti ekki fyrr en aðeins á eftir þá var hann allt í einu einn eftir og spilaði með einhverjum ókunnum, sem hætti þó eftir 9, en Maggi og Óli aumkuðu sér yfir honum á 11. og biðu eftir honum þar.

Fyrra hollið náði inn fyrir myrkur, en seinna hollið spilaði loka holurnar í töluverðu myrkri.

Úrslitin eru hér til vinstri.

Fyrsta gula spjaldið leit dagsins ljós í dag og var það Svenni sem getur ekki náð lágmarks fjölda miðað við dagskrána eins og hún er núna.

Tveir hinsvegar, Gummi og Heimir náðu lágmarks fjöldanum í dag og eru því í mjög góðum málum.

Formaðurinn


11. leikdagur, 12. ágúst, Grafarholt

Þá er 11. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu við frábærar aðstæður, bjart, logn, þurrt, sól, og ég veit ekki hvað og hvað.  Völlurinn loksins orðinn góður og flatirnar eins og best verður á kosið.

Rástímar voru 17:30, 17:50 og 18:00, mjög góð þátttaka var þennann daginn og voru mættir til leiks 92% af hópnum og vantaði aðeins Svenna, mig hlakkar til þess leiksdags sem verður 100% mæting, gestaspilari í dag var Guðlaugur Guðlaugs, félagi Magga og Emils.

Það markverðasta í dag var að Heimir tvísló boltinn ekki neitt í dag.

Úrslitin eru hér til vinstri.

Nú er 5 leikdagar eftir og eru tveir meðlimir í hættu með gulaspjaldið þar sem þeir eru aðeins búnir með 5 leiki og þurfa því að mæta alla leikdaga sem eftir eru til að uppfylla lágmarkskröfur.

Formaðurinn.

 


10. leikdagur, 5. ágúst, Grafarholti

Þá er 10. umferð lokið, spilað var í Grafarholtinu.

58% mæting var í dag.

Leikskýrsla frá varaformanni:

Hér koma úrslitin frá því gær. Það var spilað í þvílíku blíðskaparveðri að menn muna ekki annað eins.

Reyndar muna menn ekki neitt en það er annað mál.

 

Það sem var áhugaverðast í okkar holli var að Heimir tvísló boltann ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum og bæði skiptin með........................... pútter.

Ótrúlegt en satt. Hef alltaf sagt að þessi maður er snillingur í golfi.

Svar frá Heimi:

Maggi, sumt má nú kyrrt liggja... :(  

 

En þetta minnir mig á eitt: Í lokahófinu í fyrra, þegar veita átti tilþrifaverðlaunin, þá mundi enginn neitt.

Nú ætla ég ekki að gera tilkall til tilþrifa fyrir ótrúlegar kúnstir með pútter (reyniði nú samt, þetta er ekki á allra færi...) en við ættum nú að skrá innþ tilþrif eftir hvern hring ef þau eru til...

Kv

HFH

 

Úrslitin eru hér til vinstri.

Formaðurinn

 


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband