Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

15 umferð

15 umferð var spiluð á Korpunni þann 30. ágúst. Veðrið var nú ekki beisið til að byrja með en þegar líða tók á hringinn batnaði það til muna og varð úr hið fínasta spilaveður. Alls mættu 9 og leikir í holukeppninni voru 3. Úrslit urðu þau að Óli vann Sigþór á síðustu holunni og sama var upp á teningnum hjá Benna og Magga en þar sigraði Benni.

Aðal leikurinn var þó leikur Gulla og Sigga en þeir voru jafnir með 8 vinninga eftir sína leiki í holukeppninni. Þeir urðu þá að spila úrslitaleik til að skera úr um hver yrði Holumeistari 2011.

Gulli byrjaði í svaka gír og var kominn 6 upp fyrir níundu holuna. Þar náði Siggi loks að vinna holu og vann svo næstu 3. Gulli vann þó leikinn að lokum á 15. Þar er Gulli Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011. Til hamingju með það Gulli.

Uppfærð úrslit eru komin inn á netið. Minni á að enn eru nokkrir leikir eftir í holukeppninni. Þar sem farið er að skyggja mjög snemma hefur það verið ákveðið að spila síðustu umferðirnar um helgar. Ekki verða því fleiri umferðir á þriðjudögum.

Formaðurinn


Umferð 14

14. umferð hjá Nafnlausu var spiluð á Korpunni. Veðrið var mjög gott, sérstaklega þegar kvölda tók. Reyndar var komið ansi mikið myrkur en allir skiluðu sér í hús að lokum, að ég held.

Topp mæting var en þar sem  nokkrir eru búnir með sína leiki í Holukeppninni þá voru aðeins 4 leikir í þeirri keppni spilaðir. Benni hafði sigur á Inga og Emil á Heimi. Sigþór vann svo sinn leik á móti Gumma og Gulli vann Magga og þar með jafnaði hann Sigga í stigum í Holukeppninni. Þeir munu því leika úrslitaleik um titilinn Holumeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011.

Þar sem farið er að dimma ansi snemma er nauðsinlegt að leikir hefjist mun fyrr en venjulega. Í næstu umferð verða leikir þá helst að hefjast ekki seinna em 16:30

Uppfærð staða er komin inn

Formaðurinn


13. umferð

13. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær. Veðrir var mjög gott til að byrja með en kólnaði ansi mikið þegar fór að blása. Einni var orðið ansi dimmt undir lokin, sérstaklega hjá þeim sem fóru síðastir út. Ljóst er að við verðum að byrja eitthvað fyrr á næsta þriðjudag.

Full mæting var í annað sinn á þessu sumri. 5 leikir voru spikaðir í holukeppninni og urðu úrslit þessi:

Gummi-Siggi : skildu jafnir

Óli-Benni : Óli vann 1-0

Maggi-Aron : Maggi vann 3-2

Emil-Ingi : Emil vann 6-5

Heimir-Sigþór: Sigþór vann

Hæsta skor dagsins var 38 hjá formanninum.

Uppfærð úrslit og stað er komin inn á úrslitasíðuna.

Emil

 


Þorlákshöfn - 12. umferð

12. umferð var spiluð í Þorlákshöfn í fínu veðri. Flatirnar voru mjög flottar en völlurinn erfiður að venju, enda sást það á skori dagsins en besta skorið var hjá, 32 punktar og eini leikmaðurinn sem náði að skora yfir 30 punktum.

Alls mættum við 7. Úrslit urðu annars þau að Gulli vann Gumma, Óli vann Inga og Benni sigraði Samma.

Úrslit hafa verið uppfærð á úrslitasíðunni

Fomaðurinn


11. umferð í Grafarholtinu

Þriðjudaginn 2. ágúst var 11. umferð spiluð í Grafarholtinu. Mæting var mjög góð, aðeins vantaði Heimi. Veðrið var líka fínt. Flesta punkta fékk Aron eða alls 37 og fékk lækkun, til lukku með það.

Í fyrsta ráshóp spiluðu Gummi og Aron og vann Aron 5/3. Þart spiluðu einnig Óli og Siggi en þar hafði Óli sigur á síðustu holunni

Í öðrum ráshóp vann Ingi Samma 2/1 og Gulli hafði sigur á Benna.

Í loka hollinu var formaðurinn stakur en Maggi og Sigþór áttu leik. Þar hafði Sigþór sigur á síðast púttinu. Maggi þurfti að setja niður fyrir pari en missti það í skolla. Annars voru þeir iðnir við að setja niður fugla en þeir voru allnokkrir. Til að topp það náði Maggi einum glæsilegum og öruggum erni á 12.

Uppfærð staða er komin inn og nú fara slæmu leikirnir að detta út hjá þeim sem náð hafa 10 hringjum. Inn á punktaskjalið eru þeir punktar sem falla út merktir með rauðu og þeir punktar sem detta út næst (ef spilað er á betra skori) merktir með gulu.

Munið svo að blogga um leikina, menn hafa verið frekar slakir í því.

Formaðurinn


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband