Færsluflokkur: Leikskýrslur 2006
8.4.2007 | 18:13
Miðvikudagurinn 28. júní 2006
hörkuleikur mjög jafn, Benni átti 2 eftir níu og ég jafnaði á 11. Á 12 sannaðist það að maður á aldrei að gefast upp. Holan spilaðist svona : Benni og ég vorum báðir í skóginum eftir drævið og þrátt fyrir mikla leit fannst minn bolti ekki svo ég hljóp til baka á teig , þar tóku Aron,Ingi og félagar á móti mér og hvöttu mig til dáða og sögðu mér að gefa holuna, fara heim og strjúka konunni og vildu komast fram úr. Ég gafst ekki upp og missti drævið til vinstri og átti þá en 150 m eftir að goflpokanum svo ég sló 4 höggið með drævernum út í röffinu "Sammi style" og var því á 4 höggum við hlið Benna bolta og enda þetta ævintýri með því að holan féll.
Ég átti eina á 18 teig, Benni varð að taka séns og ætlaði beint á flötina, boltinn fannst aldrei og leikurinn þar með tapaður. Alltaf gaman að spila við og Benna SV1 og Samma , ég var á 12p út og 20p inn. Benni takk fyrir leikinn.
es. Ingi þú verður að senda inn mynda af þér og skónum og vera í þeim á lokahófinu.
kv. den
Leikurinn gekk nokkuð vel hjá mér í gær á meðan Gull var að yfirslá aðrahverja flöt. Eftir 9 var ég 3 upp, hefði getað verið 4 en missti stutt pútt á níundu. Á þeirri 10 fékk ég par og var 4 upp. Á tíundu yfirsló Gulli flötina í öðru höggi og týndi boltanum og vann ég hana líka. Sama gerðist á braut 11 og 12. Ég vann þær báðar og þar með leikinn 5/7.
Það var eing gott að leikurinn var búinn þarna því ég held að ég hafi ekki fengið punkt eftir það enda komið austan 20 m/s
kv
Emil Leikskýrsla Svenna:Svenni vs Sammi Mig langar til að þakka Samma fyrir leikinn og að vera fullur í tvær vikur fyrir þennan leik okkar.Og var Sammi ósofinn í ofanálag og sólbruninn því hann skellti nefnilega olíu á sig síðasta daginn. Göngulag hans var eins og að hann væri með rakblað þversum í rasskatinu og gerði það mér leikinn léttari. En eftir að ég vann hann rann skyndilega af honum og átti hann mörg mjög góð högg eftir það. En 6/5 sigur fyrir mig. Takk fyrir leikinn. ps. Leikskýrsla Svenni vs Aron Svenni +1+2+3+4, Aron setur langt pútt í og vinnur holuna ( Átti forgjöf á hana) +3, Aron setur langt pútt í og fellir holuna, +4, Aron setur aftur langt pútt í og fellir enn eina holuna, +5+6+7. Game over 7/6 fyrir mér.Aron fer í Bása og leitar að sveiflunni ! Þakka fyrir leikinn : ) ps2. Ég vona að skórnir passi á þig Ingi Þór......... Sveinn Ásgeir Baldursson
Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:06
Miðvikudagurinn 22. júní 2006
Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:05
Sunnudagurinn 18. júní 2006
Þetta var bara hið ágætasta golf hjá mér þó það hafi byrjað brösuglega.
Ingi var alltaf yfir alveg fram að 12 holu þar sem ég náði pari og að jafna leikinn. Á 14. náði Ingi svo aftur forysti með góðum fugli. Ég átti forgjöf á næstu tvær og nýtti hana vel og vann báðar. Á þeirri 17. átti ég ágætt högg í flatarkant en Ingi sló tvisvar í tjörnina og þar með var leikurin búinn. Ég var að pútta nokkuð vel og það bjargaði mín leik. Spilaði fyrri 9 á 15 punktum en þær seinni á 21.
Takk fyrir leikinn Ingi
kv
Emil Leikskýrsla Benna:Benni VS GulliMér skilst að þetta hafi verið þurrt spilaveður miðað við standardinn í sumar, allavegana var farið úr regnbuxunum seinni níu.Ágætis spilamennska (17p) á fyrri níu lagði grunninn að 4/3 sigri BH.Gulli var mistækur í stutta spilinu en frábær í öllu öðru.Þakka fyrir góðan byrjunardag í golfinu og gott holl.Legg þó til að Holtið verði ekki notað næstu 2 vikurnar vegna lélegra flata. Ath. ekki vanmeta járnabindingar og steypuvinnu sem afbragðs golfæfingu, aumar axlir og bólgnir hnúar sem fylltu út í golfhanskann hjálpuðu mér gríðarmikið, og er ykkur hér með boðið að taka þátt í steypuvinnu og uppslætti næsta vor til að klára laxastigann og mýkja ykkur aðeins upp. Benni
Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:03
Miðvikudagurinn 14. júní 2006
Sv1 vs den.
Ég mæti með nýtt leyni vopn (sjá meðfylgjandi mynd) Leikur okkar Sv1 nokkuð jafn þar sem allt var í járnum framan af, annars var leikurinn ca. svona ef ég man þetta rétt 1 féll sv1 vann 2 ,ég 3 og 4 sv1 5 og ég 6, 7og 8 féllu, ég 9 og sv1 10, 11 féll og ég vann 12 , 13 ,14 og sv1 vann 15 og ég vann 16 og leikinn.
Nokkur orð um veðrið : ef svona heldur áfram veður maður bara nokkuð góður í að spila í rigningu "æfingin skapar meistarann " Þeim félögum Inga,Aroni og Sv1 þakka ég fyrir að hjálpa mér að leita, áður en þeir slógu. Með þeirri undantekningu þó að ef þeir vildu slá fyrir leitir þá fengu þeir sérstakt leyfi til þess hjá undirrituðum .
kv. den orange
Leikskýrsla Emils:
Emil/ÓliÞetta var með þeim styttri leikjum sem fram hefur farið í Nanlausa golfélaginu, til þessa. Í stuttu máli var þetta svona. Fyrsta holan féll. Næstu 5 vann ég. Það gekk hreinlega ekkert hjá Óla. Það sem fyllti svo mælinn hjá Óla var þegar hann húkkaði upphafshöggið á sjöunda teig svo svakalega að kúlan fór væntanlega upp fyrir girðingu sem er þarna einhverstaðar upp á hæðinni, fyrir austan, nálægt litlu kaffistofunni. Óla var nóg boðið og gaf leikinn. Kv.EmilLeikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:01
Sunnudagurinn 11. júní 2006
Den vann á fjórtándu og átti mest 7 og var gulli frekar óheppin í öllu golfi þarna í gær og var frekar lengi í gang. Takk fyrir leikin Gulli.
kv. den
Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:01
Laugardagurinn 10. júní 2006
Best er að hafa sem færst orð um þennann leik nema það að leikurinn var jafn að loknum 18 holum og því hálfur vinningur á hvorn
Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 18:00
Miðvikudagurinn 7. júní 2006
Leikin var umferð á Korpunni í kvöld, ræst var út klukkan 17:10, 17:20 og 17:30, veður byrjaði frekar vont, þ.e. rok og rigning, en rættist svo úr því og kom brakandi þurrkur á seinni 9.
Leikar fóru þannig:
Aron vann Magga 2-1
Gulli vann Heimir 2-1
Ingi Þór vann Denni 3-2
Svenni vann Óla á 17. holunni.
Emil vann Samma á 17. holunni.
Leiksýrsla Arons:
Nú tók ég á honum Magga og byrjaði dagurinn bara nokkuð vel fyrir mig, eiginlega það vel að ég átti 5 holur eftir 6, og veitti víst ekkert af þar sem Maggi vann 4 holur í röð, frá 7. til 10. en þá náði ég mér aftur á strik og vann 12. og 13. en tapaði 14. og 15. en á 16. komu straumhvörfin í leiknum, þar sem Maggi var inná en ég fyrir utan og vippaði illa, Maggi með öruggt par, en ég setti niður 6 metra pútt fyrir pari og til að jafna holuna og var því eina upp og átti forgjöf á 17. Maggi fór yfir ánna á 17. en í runna, og annað höggið mitt var enn eitt draumahöggið hjá mér, þar sem ég setti 130 metra högg aðeins 10cm frá pinna og fuglinn auðveldur, Maggi í basli en fékk par og leikurinn því búinn. Ég fékk 7 högg í forgjöf á hann Magga en þurfti aðeins að nýta mér 3 af þeim til að leggja hann. Maggi var að spila mjög vel, spilaði seinni 9 á 35 höggum og samtals á 37 punktum en dugði ekki til þar sem ég fékk 39 punkta og spilaði á 9 yfir eða 81 höggi, er því með lækkun og er kominn með 9,3 í forgjöf. Þakka fyrir leikinn.AronLeikskýrsla Emils:
Emil/Sammi
Ég byrjaði á því að sprengja fyrstu en paraði næstu tvær og því jafnt eftir þrjár. Sammi vann svo tvær af næstu þremur og var því kominn með 2 yfir eftir 6 holur. Þegar hætti nánast að rigna fór mér að ganga mjög vel og vann næstu þrjár þ.a. eftir fyrri 9 var ég kominn 1 yfir. Til að gera langa sögu stutta þá var komið dormie á Samma eftir 15 en þá holu vann ég með forgjöf (sú eina sem ég nýtti forgjöfina á) reyndar eftir að Sammi nánast gaf mér hana. Þá 16. vann Sammi en á 17 kláraðist leikurinn eftir að Sammi endaði í bunker við green og þurfti þrjú högg til að komast upp úr honum . Game over. Punktar = 37 og önnur lækkunin í þremur leikjum, kominn í 16,9. Takk fyrir leikinn Sammi
kv
Emil
Leikskýrsla Samma:
Sælir félagar. Við Emil spiluðum leik á Korpu þann 07_06_06 Með okkur í holli voru Svenni og Óli. Í stuttu máli skiptumst við á að hafa forustu á fyrri en Emil átti eina eftir 9 holur.Emil tók 10. og þá 11. með " stile" þar sem ég sá aldrei til sólar á þeirri holu.12. féll og ég tók á 13. og Emil átti 2 og með forgjöf á þá 15. Ég held að það sé ekki hallað á neinn þó að ég segi að ég hafi gefið Emil þá holu og hann átti aftur 3 og dormí á mig.Ég tók þá 16. en átti lélegt upphafshögg á þeirri 17 en Emil átti glæsilegt högg af teig eins og á flestum holum þennan dag.Annað höggið mitt var mjög gott framanaf en endaði í djúpa bönkernum fyrir framan flötina og í þeim bönker gerði ég endanlega í buxurnar.Emil fékk fallegt par og vann leikinn. Varðandi ágreining sem upp kom eftir 11. holu vil ég segja þetta:Ef ég hef sært einhvern með viðbrögðum mínum biðst ég afsökunar.Ég tel mig hinnsvegar hafa rétt á mínum skoðunum og get ekki skrifað undir það að ég hafi "hraunað" yfir einn eða neinn með því að segja mína skoðun.Ég vona að við getum haldið áfram að hafa gaman af golfi hér eftir sem hingað til. Takk fyrir hringinn félagar. Kveðja, SammiLeikskýrsla Svenna:
Svenni / Óli Við Óli vorum ekki að spila okkar besta golf í dag. Ég náði tveggja holu forskoti á hann eftir þrettán holur, en Óli vann næstu tvær og var því allt jafnt og þrjár holur eftir. Á sextándu og sautjándu fataðist Óla flugið og vann ég þær báðar og þar með leikinn :) 2/1 Þakka Óla fyrir jafnan leik sem gat endað á hvorn veginn sem var. Sv1Leikskýrsla Inga Þórs:
Sælir. Ekki verður nú sagt að við Denni höfum átt okkar besta dag í dag, enda bauð veðrið ekki upp á mikil tilþrif. Ég kom illa undirbúinn til leiks og vissi ekki fyrr en tveimur mín. fyrir teig að ég ætti að spila við Denna. Þá kom í ljós að hann ætti 6 holur í forgjöf á mig og 3 af þeim á fyrstu 4 holunum. Ég fór því að skjálfa og víbra á 1. teig og farinn að sjá mig strax 2 til 4 holur undir. En eftir þessar 4 holur var staðan jöfn og þá gat ég farið að brosa á ný enda farinn að sjá fram á að ég gæti lagt drenginn. Eftir 10 holur átti ég 4 en Denna tókst að minnka muninn niður í 2 holur þegar 3 voru eftir. En með auðveldu pari á þeirri 16. tókst mér að klára leikinn 3/2. Takk fyrir leikinn Denni! Kv. Ingi ÞórLeikskýrsla Gulla:
Ég spilaði við Heimi í gær og var leikurinn nokkuð sveiflukenndur og spilaði veðrið stóra rullu sérstaklega á fyrri níu. Hann vann fyrstu holu og ég næstu en þá vann Heimir 3 í röð og 3 þar næstu vann ég. Eftir níu var Heimir 1 yfir. Ég tók þá10 og 12 Heimir þá 14 og vorum við þá jafnir á 15 teig. Eftir 16 var ég 2 yfir og dormie á Heimi og sú 17 fell og sigraði ég 2/1. Þakka ég Heimi fyrir skemmtilegan hring og gjafir inn á milli. Aroni og Magga þakka ég svo fyrir að sýna okkur hvernig á að spila golf.kv,Leikskýrslur 2006 | Breytt 9.4.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 17:59
Mánudagurinn 5. júní 2006
Leikin var umferð á Korpunni í dag, veður aðstæður fínar, smá skúr, smá vindur en fínt.
Völlurinn var fínn, smá sandur á flötunum en allur að koma til.
Leikar fóru þannig:
Aron hafði sigur á Gulla á 16. holunni 3-2
Ingi sigraði Samma á 17. holunni 3-1
Svenni sigraði Heimir á 12. holunni.
Emil hafði sigur á Inga á 18. holunni.
Leikskýrsla Samma:
Sælir félagar. Ég og Ingi Þór spiluðum leik á Korpunni þann 05_06_06. Með okkur voru heiðursmennirnir Aron og Gulli sem einnig áttu í blóðugri baráttu. Eftir slæmt upphafshögg hjá Inga Þór og sæmilegt drive hjá mér hélt ég að fyrsta væri mín en Ingi var ekki á þeim buxunum að gefa stráknum neitt og náði að fella holuna og tók í framhaldinu næstu 2.Ég vann svo 3 í röð og komst einn upp. Þetta var eiginlega saga dagsins og við skiptumst á að vera með forustu. Ég get ekki sleppt því að tala um ræsinn sem fór óstjórnlega í taugarnar á mér.Þegar búið er að benda mönnum á að slá í þá á ekki að þurfa að enturtaka það hvað etir annað með skammartón eins og verið sé að tala við 12 ára ólátabelgi. Á 9. holu spurði hann hver ætti að slá og Ingi svaraði því að hann ætti teig en væri að sækja sér tí. Ræsirinn vildi meina það að það væri enginn tími fyrir slíka vitleysu heldur DRÍFA SIG.Ég viðurkenni að það var heimskulegt af mér að láta þetta fara í taugarnar á mér en ég er viðkvæm og brothætt sál.Þetta varð til þess að bæði ég og Ingi Þór klikkuðum á upphafshöggi og urðum að taka varabolta með tilheyrandi leit í framhaldi svo að á endanum varð þessi vitleysa til að tefja leik. Þegar komið var að 15. átti Ingi Þór eina.Ég átti forgjöf á 15. holu og eftir frábært (þó að ég segi sjálfurfrá) drive hét ég að þessa holu ætti ég en eins og ég sagði fyrr í skýrslunni var Ingi ekki mættur á Korpuna til að gefa tommu eftir. 15. holan féll sem og Ingi hafði þá 16 og ég dormí.Á 17 átti ég aftur frábært drive og Ingi Þór ekki slæmt heldur en þónokkru styttra.Ingi notaði 3tréð og smelti boltanum á flötina með "stile" en ég hitti ekki flötina af 100 m.Ingi kláraði 17 með glæsilegu pari en ég fékk skolla og þar með hafði Ingi sigur í leiknum og óska ég honum til hamingju. Þetta var góður dagur og veðrið að mestu frábært. Bestu kveðjur, SammiLeikskýrsla Svenna:
Von RAM nytjaskógræktandi var gróðursettur í dag! Hann var gróðursettur á 12. gríni sem þýðir 7/6 í holukeppni. En þar sem ég ákvað það í vetur að vera prúður og stilltur í skrifum mínum til minna vina í Nafnlausa golffélaginu, vil ég þakka Heimi fyrir prúðmannlegan leik og framkomu í minn garð:) En...þetta verður ekki mín síðasta gróðursetning þetta sumarið........! Með bestu golfkveðjum,Sv1Leikskýrsla Inga Þórs:
Í mínu holli spiluðu menn golf en slepptu öllum gróðursetningum, því ekki vannst tími til slíks enda vallarvörðurinn með okkur í gjörgæslu mestann tímann. Leikurinn við Samma togaðist yfir á 17. holu en fram að því höfðum við skiptst á því að vinna holur og forysta á hvorn veg var aldrei meiri en 2 holur. Sérstakt við leikinn var að aðeins fjórar holur féllu og að Sammi beitti leiktaktík sem ég hef ekki áður mætt, þ.e. að hvorki gefa né þiggja pútt :-) En ég lét það ekki á mig fá og vann leikinn 3/1. Kv. Ingi ÞórLeikskýrsla Arons:
Við Gulli háðum spennandi leik á Korpunni.
Fyrsta holan féll á pari, sú önnur á skolla, eftir að við báðum lentum í leiðinlegri holu við hrygginn.
Á þeirri þriðju þá sló Gulli útaf í Korpuna og holan því mín með auðveldu pari.
4., 5. og 6. holurnar féllu allar, á þessum tímapunkti var ég 3 punkta í plús en Gulli 1 punkt.
Gulli hafði þá 7. með góðu pari.
8. holan féll en ég hafði þá 9. með auðveldu pari, sú 10., var líka mín, Gulli tók hinsvegar 11. og 12. og leikurinn því orðinn jafn, en þá sagði ég hingað og ekki lengra, ég vann 13., 14. felldi þá 15. með pari þar sem Gulli átti forgjöd, en þegar Gulli gaf mér parið á 16. þá var leikurinn úti, og ég vann því 3-2.
Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur þar sem margar holur féllu, en það skemmtilegasta sem átti sér stað í þessu leik var eftir að honum lauk, eftir að ég var búinn að taka 2. höggið mitt á 17. holunni þá fann ég að ristillinn var eitthvað farinn að segja til sín og þurfti ég að taka upp kúluna og hraða mér inní skála og ræða aðeins við páfann og var sú ganga löng og ströng.
Takk fyrir leikinn Gulli og takk fyrir skemmtilegann félagsskap í hollinu þar sem Sammi dissaði okkur hina með 5 tréinu sínu trekk í trekk og hlakkar mér til þegar sú kylfa verður úrsér gengin og hann hættur að dissa mann svona rosalega með henni.
Með kveðju, Aron
Leikskýrsla Emils:
Stutt leikskýrsla frá mánudeginum:Þetta var mjög jafnt golf hjá okkur Inga, svona bita-golf (10110010101...) fyrir þá sem ná því. Munurinn var sem sagt aldrei meiri en 1 og allt í járnum fram á 18. holu sem undirritaður vann og þar með leikinn. Vorum báðir að spila gott golf ég með 36 punkta og Ingi með 35 að mig minnir. Takk fyrir góðan leik Ingi
Leikskýrslur 2006 | Breytt 9.4.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 17:58
Miðvikudagurinn 31. mai 2006
Sammi og Óli léku leik á Kortpunni og gef ég Samma orðið:
Við Óli spiluðum leik á Korpunni í gær (31_05_06) í frábæru veðri.
Ég hóf leik með látum og fékk fugl á 1. holu og misti stutt pútt fyrir fugli á 2. en fékk gott par og átti tvær.
Lengra varð ekki komist og forskotið var 2 holur eftir 9.
Maggi og Emil slógust í hópinn á seinni 9.
Ég fékk mér að borða áður en haldið var áfram og það voru mistök. 10 féll en Óli tók 11. og 12. með stæl og allt jafnt.
13. féll en ég tók 14. og Óli 15. og enn allt jafnt.
Ég vann 16. og átti eina fyrir 17. þar sem Óli átti forgjöf.
Eins og borið hefur við hjá Fylkismönnum þá gáfu taugarnar sig á endasprettinum og KR-ingurinn tók þetta með stæl.
Eða eins og KR-ingar segja:
Like stealing candy from a baby.
Kveðja, Sammi
Leikskýrslur 2006 | Breytt 9.4.2007 kl. 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 17:57
Mánudagurinn 29. mai 2006
Heimir og Óli spiluði leik í Grafarholtinu í dag í mjög góðu veðri og hafði Óli sigur 3/2.
Það má nú alveg taka það fram hér að Óli hefur unnið tvo fyrstu leikina sína og er því í efsta sæti sem stendur.
Leikskýrslur 2006 | Breytt 9.4.2007 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar