Færsluflokkur: Mótsreglur
9.4.2007 | 00:21
Keppnisreglur Nafnlausu bikarkeppninnar.
- Spilað er um Nafnlausa Bikarinn, sigurvegari mótsins verður Nafnlausi Meistarinn.
- Spilað er holukeppni með fullri vallarforgjöf, hámarksgefin vallarforgjöf er 24, þó getur mismunur aldrei orðið meiri en 18.
- Forgjöf skal spiluð þannig að mismunur á forgjöf manna reiknast á erfiðustu holur vallarins.
- Fyrst spila allir við alla holukeppni, eina umferð, við sigur reiknast hálfur vinningur. Ef tveir verða jafnir í lok móts þá er spiluð holukeppni með samskonar forgjafarreglum og í mótinu, 18 holur í Grafarholtinu, verði þeir jafnir eftir það, er bráðabani og fá leikmenn forgjöf á þeim holum sem þeim ber. Verði fleiri en tveir jafnir í lok móts er spiluð punktakeppni, sömu forgjarareglur og í mótinu 18 holur í Grafarholtinu og er sá sem hefur flesta punkta sigurvegari, verði leikmenn jafnir er spilað punkta bráðabani.
- Þegar öllum umferðum er lokið er spiluð útsláttarkeppni, þannig sá sem er í fyrsta sæti spilar við þann sem er í fjórða sæti og sá sem er í öðru sæti spilar við þann sem er í þriðja sæti, sigurvegarar þeirra leikja spila svo um sigurinn í mótinu og þeir sem tapa spila um þriðja sætið. spilað er með sömu forgjafarreglum og í umferðunum. Verði leikir jafnir er spilaður bráðabani og fá menn forgjöf á þeim holum sem þeim ber. Einnig spila 5-8 sætið sambærilega keppni og svo 9-12 sætið osfrv. þegar félagsmönnum fjölgar.
- Keppendur í hverjum leik geta komið sér saman um keppnisvöll, ef leikmenn geta ekki komið sér saman um leikvöll er Grafarholtið aðalvöllurinn og Korpan varavöllurinn.
- Leikið er eftir staðarreglum á þeim velli sem spilað er á. Ég vil benda mönnum á að ef upp kemur ágreiningur um úrslit holu þá samkvæmt reglu 2-5 getur leikmaður komið með kröfu áður en leikur um næstu holu hefst eða á síðustu holu þegar allir leikmenn hafa yfirgefið flötina. Ef svo er getur mótsstjórnin tekið fyrir þessa kröfu og ákvarðar úrslit viðkomandi holu. Eftir að leikmaður hefur komið með kröfu þá skulu leikmenn hefja leik á næstu holu og mótstjórnin sker úr um þessa kröfu eftir leikinn.
- Í hverjum keppnishring skal leikmaður aðeins etja kappi við einn andstæðing í senn.
- a) Ef leikmaður skrópar tvisvar í sama leik eftir að leikur hefur verið settur á, er leikur tapaður.
- b) Mótstjóri sker úr um gildi annarra forfalla.
- Keppendur geta komið sér saman um annan keppnisdag en taflan sýnir en þó með þeim takmörkum að sé leikmaður kominn með þrjá frestaða leiki, þá telur hann ekki lengur í mótinu, einu gildir hvor óskaði frestunar, ef leikmenn koma sér ekki saman um leikdag er auglýstur leikdagur sá sem gildir.
- Öllum umferðum skal lokið fyrir 1. september ár hvert og ef umspil þarf til þá er september mánuður notaður í það, öllu umspili skal lokið fyrir Bændaglímu.
- Ef einhver keppandi getur ekki lokið keppni með ofangreindum skilyrðum, ógildast allir leikir hans.
- Kærum skal koma skriflega til umsjónarmanna mótsins sem taka á öllum kærum af mikilli festu.
- Úrslitum leikja skal komið til formanns félagsins sem fyrst eftir leik, með tölvupósti og skal sigurvegari leiksins vera ábyrgur fyrir því ásamt því að lýsa leiknum í stórum dráttum og reyna að búa til spennandi og áhugaverðann texta sem hægt verður að birta á vefsíðunni, hinum félagsmönnum til skemmtunar.
- Umsjónarmenn móts er alltaf formaður félagsins ár hvert ásamt aðstoðarmanni.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar