Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta umferð á Korpunni 17. maí '11

Fyrsta umferð Nafnlausa Golffélagsins var leikin á Korpunni á þjóðhátíðardag Norðmanna, 17. maí. Það var ekki beint sumarlegt, menn með lambúshettur og lúffur. Hitastigið var um 7-8 gráður og norðaustan kaldi, jafnvel strekkingur. Alls mættu 8 og fóru leikar þannig. Gulli sigraði Sigga 3/1 og í sama holli vann Heimir Óla með sama mun. Í seinna holinu vann Maggi sinn leik á móti Gumma 6/4. Aron og Emil skildu svo jafnir og réðust úrslitin á síðasta púttinu.

Munið svo að blogga um leikina

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Aron áttum leik og það byrjaði ekki vel hjá mér. Minn gerði upp á bak meðan Aron sullaði niður pörunum á fyrstu tveimur holunum. Þá var þumalputtinn plástraður með plástri frá Sainbury's í London og viti menn, leikurinn batnaði til muna. Mér tókst að jafna leikinn og var hann í járnum alveg til loka. Eftir 17 holur átti Aron eina eftir að við settum báðir í Korpu. Ég varð því að vinna 18. holuna til að jafna leikinn og gerði það með því að setja niður 3m pútt fyrir pari meðan Aron fékk skolla. Skemmtilegur leikur þó hitastigið hefði mátt vera ögn hærra. Takk fyrir leikinn félagar í hollinu.

Emil (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:53

2 identicon

Ég og Gummi áttumst við í hörkuleik og ekki hægt að sjá að tímabilið væri að byrja. Það var hvert snilldarhöggið af fætur öðru sem sást á vellinum. Þó að holur hafi fallið á double og triple bogey þá segir það ekkert um gæði golfsins sem var spilað.

Fyrri níu voru mjög spennandi og virtist sem allt ætlaði vera í járnum. Svo þegar MIS tók upp á Því að fá fugl á bæði 10 og 11 þá fór aðeins að skilja í sundur. Og á tólfu þá fór Gummi í smá ævintýraferð. Fór hann aðra leið af teignum en en við og svo hittum við á flötinni. Hef ekki hugmynd hvað hann gerði þess á milli. Hann var bara allt í mættur, fötin rifinn og sagði bara vatn, vatn.

Á endanum náði MIS að landa sigri 6-4 og vill ég þakka Gumma fyrir spennand keppni.

Aron og Emil sem voru okkar meðspilarar stóðu fyrir sínu. Voru kurteisir í einu og öllu. Það er ekki  á hverjum degi sem maður fær að spila með starfandi formanni ásamt heiðurs formanni.

kveðja

varaformaðurinn að eilífu.

maggi (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 10:26

3 identicon

Ég vil þakka fyrir hollið sem fór með mig í göngutúr um korpuna, það sást ekki neitt golf af minni hálfu. Það var samt ekki mér að þakka að Magnús sá spennandi leik á fyrri níu. EN það var greinilegt að úthaldið og einbeiting var farinn þegar ég sá fuglana hans Magga á 10/11. >Ég er klár á því að mitt næsta fórnardýr fær ekki sömu silkihanska meðferðina eins og Maggi.

Guðmundur (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 11:32

4 identicon

Við Óli áttum leik. Veður var ágætt - hæg stinningsroksgola og heitara en í ísskáp svo aðstæður voru fínar. Golfið var eigi allfínt. Óli tók frumkvæði strax á 2. og átti 2 holur lengi vel. Ég jafnaði á 7. en Óli tók aftur við sér og átti 2 eftir 9. þar sem "tilþrif" dagsins voru: Ég sló pinnhæ - en í glompuna hægra megin, alveg voið kantinn. Eftir sex högg með sandskóflu (eða var það sandjárn?) sá ég að sandur var að tæmast úr bönkernum svo ég tók upp...   Svo fór golfið - sem nota bene var alls ekki mikið golf hjá okkur báðum - enn að versna - holur unnust jafnvel á triple... Á 13. var ég að væla í Óla um að nú væri ég eiginlega búinn - alltaf á vorin þá þyldi ég ekki meira en 13-14 holur - þá væri bak og fætur búið - Óli tók því af mikilli hluttekningu. Á 14. var ég aðeins utan við flöt eftir 2 högg en Óli á 3. Ég tók upp vipppútterinn, rúllaði kúlunni yfir hóla og hæðir 17 metra þar til kvikindið datt í holu - ísíbördí. 15 féll á forgjöf, 16. og 17. par hjá mér og leikur alltíeinu búinn 3:1. Sá með bakverkinn var ekkert með bakverk, bara lásí comment að skapa sér meðaumkvun...

Ég vil helst ekki segja frá punktum: Óli 15, Heimir 22 (Já - á 18 holum...)

Heimir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:34

5 identicon

Ég og Siggi áttumst vð í leik þar sem úsrlitin réðust á flötinni. Siggi púttaði ögn oftar en ég og það var það sem skiluði 3/1 sigri hjá mér. Með okkur spiluðu Óli og Heimir og það bar helst til tíðinda á 14 holu fór Heimir á fugli og dró Siggi þá upp dýrindis koníak til að fagna fuglinum og bauð öllum í hollinu uppá snafs. Góð nýbreytni sem mætti taka upp. punktar Siggi 26 og Gulli 27 punktar. Takk fyrir leikinn Siggi og Óli og Heimir fyrir hringinn.

Gulli (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband