Leita í fréttum mbl.is

Önnur umferð á Skaganum

Þriðjudaginn 24 maí var önnur umferð spiluð hjá félaginu. Spilað var á Akranesi. Alls mættu 10, Benni og Heimir forfallaðir. Hitastigið var svona eins og á góðum degi í Desember og þokkalegur vindur þegar við byrjuðum. Það lægði þó með kvöldinu og spileríð var nokkuð misjafnt, allt frá 15 upp í 37 punkta. Annars urðu úrslit þessi: Ingi vann Aron þar sem Ingi spilaði besta hring dagsins á 37 punktum. Emil sigraði Gumma og Gulli vann Sigþór. Maggi spilaði við Sigga og Óli við Samma og enduðu þeir leikir í jafntefli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Gummi áttum leik og var bara nokkuð jafnt til að byrja með. Ég komst í 3 upp en Gummi náði að jafna á 8. Eftir 9 holur átti ég eina. Síðan fór Gummi að slaka á og ég náði að sígi framúr og á náði svo að vinna leikinn á 16. braut með góðu pari. Við spiluðum með Gulla og Sigþóri og ég vil þakka þeim fyrir skemmtileg tilþrif, sérsakalega áhugavert að sjá útganginn á Gulla sem tókst að fara tvisvar á bólakaf í drullu með sitt hvora löppina á 13. Hann hefur kannski haldið að drullupytturinn væri frosinn ;-)

Emil (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 08:35

2 identicon

Ekki veit ég hvort skynsamlegt sé fyrir mig að tjá mig

nokkuð um golf þessa dagana,með heila 30 punkta eftir

tvo spiladaga. Samt verður að teljast gott að hafa náð jöfnu með aðeins 15 punkta upp á Skaga og var samt tvo yfir fyrir tvær síðustu. Ég vil samt þakka meðspilurum

mínum fyrir þolinmæðina við að spila með mér.

olafur Hasteinsson (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 12:13

3 identicon

Við Aron áttun mjög fjörugan leik þar sem fáar holur féllu. Aron fékk fljúandi start, með fugl á fyrstu holu. Aron vann svo þriðju og kominn 2 upp. Það var því ekkert annað í stöðuni en að taka á stóra sínum og það gerði ég með því að fá örn á fjórðu. Ég vann svo sjöttu og sjöundu og var þá kominn yfir í leiknum. Það stóð ekki lengi, því Aron jafnaði strax á næstu. Ég náði tveimur pörum í röð á holum 9 og 10 og það dugði til komast 2 upp. Ég hélt þessari forustu út leikinn þrátt fyrir mikla baráttu hjá Aroni. Leikurin kláraðist svo á 16, sem ég vann og þar með leikinn 4/2. Ég átti mjög góðan dag, 82 högg og 37 punktar. Þessi hringur gefur mér virkilega góðar væntingar fyrir sumarið. Hólinn á 15 braut er greinilega í miklu uppáhaldi hjá Samma, náði að fara þangað þegar hann spilaði 15 brautina og svo aftur á 16! Takk fyrir hringinn strákar

Ingi (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband