10.5.2012 | 11:45
2. umferð í Grafarholti
Önnur umferð hjá okkur var spiluð í Grafarholtinu þriðjudaginn 8 maí. Góð mæting var en alls mættu 11 og vantaði aðeins 2 spilara. Þeir voru víst eftir sig eftir golferðina til London þó aðrir sem fóru í sömu ferð hafa mætt ;-)
Annars var spilmennskan mjög góð, flestir yfir 30 punktum. Siggi átti besta skor í punktum dagsins, alls 37 punkta.
Annars fóru leikar þannig:
Siggi - Sigþór: Jafnt
Gulli - Emil: jafnt
Ásgeir vann Benna
Ingi vann Jóa
Hjörtur vann Heimi
Óli spilaði stakur
Sjá nánar á Úrslitasíðu
Veðrið var frábært alveg fram undir 16 braut en þá fór að snjóa og flatirnar urðu hvítar um leið og teigarnir sleipir. Menn klárðuð samt að spila þó sumir kvörtuðu meira en aðrir þrátt fyrir topp skor. Þó ber að hafa í huga að sömu aðstæður voru hjá öllum þeim sem spiluðu holukeppni.
Jói að pútta á 16. flöt
kv
Emil
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég átti leik við Hjört. Han byrjaði með látum; átti 3 eftir 4 holur. Mér tókst að minnka muninn af og til, tvisvar niður í eina, en hann átti alltaf svar. Eftir 15. var hann dormí, eftir tvö "böð" hjá mér. Ég spýtti í lófana - fyrst enginn hafði farið yfir reglurnar með honum (um að vinna ekki stofnfélaga á 1. ári sínu) þá varð ég að gera eitthvað, vann 16. og setti á hann gríðar pressu á 17. með því að slá inn á flöt (teynar út af aftur - var feti of langur), en þetta bara var enginn pressa; hann sló sallarólegur inn á flöt og miklu nær en ég og tryggði parið. 3/1.
Takk fyrir leikinn Hjörtur og samspilið Hjörtur og Óli.
HFH
Heimir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.