23.5.2012 | 09:48
3. umferð í Grafarholti
Þriðja umferð var spiluð í Grafarholti í gær.
Veður var þokkalegt, blés nokkuð þétt að austan sem kom sér t.d. vel á 8. 9, 10 og 12 (fyrir suma). Kólnað soldið með kvöldinu.
Alls voru spilaðir 5 leikir og urður úrslit sem hér segir
Heimir vann Ásgeir á 14. að mér skilst, eftir frábært golf
Maggi vann Óla eftir mjög góða spilamennsku (að eigin sögn)
Sigg sigraði Gulla 3-1 (eftir að Gulli kláraði alla boltana sína á 14.)
Emil hefndi fyrir tapið á Sweetwood í Englandi og vann Aron á 18.
Sigþór og Ingi skildu jafnir á flottu skori (38 og 36 punktum)
Hring dagsins átti Heimir er hann spilaði á litlum 44 punktum. Glæsilegt Heimir. Ísskáps dvölin síðasta þriðjudag hefur greinilega skilað sér.
Sjá Úrslitasíðu
kv, Emil
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við Jói áttum leik og var leikurinn mjög jafn. Munaði aðeins 1 til eða frá fram á 14 sem Jói vann og var þá kominn 2 yfir. Á 15 braut gat ég nýtt mér forgjöfina og vinna þannig holuna. Á 16 stefndi í að ég myndi taka hana létt. Ég var í 3 höggum inni á flöt og með tvö pútt, endaði á 5. Jói endað lengst til vinstri í sínu öðru höggi og virtist vera týndur. Við Jói og Óli leituðum og var Jói nánast búinn að gefast upp þegar Siggi kom strunsandi úr skóginum hægra megin og gékk á kúluna nánast um leið, mun utar en allir héldu. Jói sló úr móanum og beint í stöngina. Púttaði svo rétt við flatarkannt og rétt krækti. Náði 5 og feldi holuna. 17 tók hann svo létt par og vann holuna og leikinn. Greinilega engin virðing borin fyrir formanninum. Takk fyrir leikinn Jói og meðspilarar, Siggi og Óli. Skemmtilegur hringur
Emil
Emil (IP-tala skráð) 30.5.2012 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.