Leita í fréttum mbl.is

13. umferð í Holtinu

Mæting í þessa umferð var með dræmara móti. Náðum að fylla tvö holl með því að bæta við einum gestaspilara.

Aðeins fóru tveir leikir fram í holukeppninni. Þar vann Aron hann Benna og Ingi tók Magga.

Aron er að taka afgerandi forustu í holukeppninni en allt er í járnum í punktakeppninni. Flesta punkta umerðarinnar náði Aron, alls 37 punktum.

Úrslitin hafa verið uppfærð á Úrslitasíðunni

Það eru þrír leikmenn sem eru farnir að dragast aðeins afturúr í spiluðum leikjum í Holukeppninni og eiga eftir 4 leiki. Það eru Sigþór, Jói og Hjörtur. Þeir þurfa því að spýta í lófana. Þeir eiga einhverja innbyrðis viðureignir eftir og er heimilt að spila þá leiki fyrir utan venjulegan leikdag, ef því verður við komið. Punktar teljast þó ekki með. 

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband