Leita í fréttum mbl.is

Síðast umferð sumarsins

Þá er lokið síðustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu.

Úrslit eru ljós í keppnum sumarsins.

Sigurvegari í Holukeppninni var Aron Hauksson.

Sigurvegari í Punktakeppninni var Guðlaugur Einarsson

Síðasti leikdagur var æsispennandi um hver myndi sigra í punktakeppninni. Siggi, Gulli og Emil spiluðu í síðasta hollinu og áttu allir möguleika á að sigra keppnina. Eftir 17 holur var allt í járnum og gátu þeir allir unnið punktakeppnina. Þó fór svo að lokum að Gulli fór 18. braut á pari og sigraði þar með keppnina.

Besta skor dagsins átti Siggi, alls 38 punkta. Þar að auki tók hann annan örn sinn í sumar á 11. braut.

Sjá loka niðurstöðu sumarsins á úrslitasíðunni.

Minni svo á lokahófið næsta laugardag.

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband