Leita í fréttum mbl.is

Mánudagurinn 5. júní 2006

Leikin var umferð á Korpunni í dag, veður aðstæður fínar, smá skúr, smá vindur en fínt.

Völlurinn var fínn, smá sandur á flötunum en allur að koma til.

 

Leikar fóru þannig:

 

Aron hafði sigur á Gulla á 16. holunni 3-2

Ingi sigraði Samma á 17. holunni 3-1

Svenni sigraði Heimir á 12. holunni.

Emil hafði sigur á Inga á 18. holunni.

 

Leikskýrsla Samma:

Sælir félagar. Ég og Ingi Þór spiluðum leik á Korpunni þann 05_06_06. Með okkur voru heiðursmennirnir Aron og Gulli sem einnig áttu í blóðugri baráttu. Eftir slæmt upphafshögg hjá Inga Þór og sæmilegt drive hjá mér hélt ég að fyrsta væri mín en Ingi var ekki á þeim buxunum að gefa stráknum neitt og náði að fella holuna og tók í framhaldinu næstu 2.Ég vann svo 3 í röð og komst einn upp. Þetta var eiginlega saga dagsins og við skiptumst á að vera með forustu. Ég get ekki sleppt því að tala um ræsinn sem fór óstjórnlega í taugarnar á mér.Þegar búið er að benda mönnum á að slá í þá á ekki að þurfa að enturtaka það hvað etir annað með skammartón eins og verið sé að tala við 12 ára ólátabelgi. Á 9. holu spurði hann hver ætti að slá og Ingi svaraði því að hann ætti teig en væri að  sækja sér tí. Ræsirinn vildi meina það að það væri enginn tími fyrir slíka vitleysu heldur DRÍFA SIG.Ég viðurkenni að það var heimskulegt af mér að láta þetta fara í taugarnar á mér en ég er viðkvæm og brothætt sál.Þetta varð til þess að bæði ég og Ingi Þór klikkuðum á upphafshöggi og urðum að taka varabolta með tilheyrandi leit í framhaldi svo að á endanum varð þessi vitleysa til að tefja leik. Þegar komið var að 15. átti Ingi Þór eina.Ég átti forgjöf á 15. holu og eftir frábært (þó að ég segi sjálfurfrá) drive hét ég að þessa holu ætti ég en eins og ég sagði fyrr í skýrslunni var Ingi ekki mættur á Korpuna til að gefa tommu eftir. 15. holan féll sem og Ingi hafði þá 16 og ég dormí.Á 17 átti ég aftur frábært drive og Ingi Þór ekki slæmt heldur en þónokkru styttra.Ingi notaði 3tréð og smelti boltanum á flötina með "stile" en ég hitti ekki flötina af 100 m.Ingi kláraði 17 með glæsilegu pari en ég fékk skolla og þar með hafði Ingi sigur í leiknum og óska ég honum til hamingju. Þetta var góður dagur og veðrið að mestu frábært. Bestu kveðjur, Sammi 

Leikskýrsla Svenna:

Von RAM nytjaskógræktandi var gróðursettur í dag! Hann var gróðursettur á 12. gríni sem þýðir 7/6 í holukeppni. En þar sem ég ákvað það í vetur að vera prúður og stilltur í skrifum mínum til minna vina í Nafnlausa golffélaginu, vil ég þakka Heimi fyrir prúðmannlegan leik og framkomu í minn garð:) En...þetta verður ekki mín síðasta gróðursetning þetta sumarið........!  Með bestu golfkveðjum,Sv1 

Leikskýrsla Inga Þórs:

Í mínu holli spiluðu menn golf en slepptu öllum gróðursetningum, því ekki vannst tími til slíks enda vallarvörðurinn með okkur í gjörgæslu mestann tímann.  Leikurinn við Samma togaðist yfir á 17. holu en fram að því höfðum við skiptst á því að vinna holur og forysta á hvorn veg var aldrei meiri en 2 holur.  Sérstakt við leikinn var að aðeins fjórar holur féllu og að Sammi beitti leiktaktík sem ég hef ekki áður mætt, þ.e. að hvorki gefa né þiggja pútt :-)  En ég lét það ekki á mig fá og vann leikinn 3/1. Kv. Ingi Þór 

Leikskýrsla Arons:

Við Gulli háðum spennandi leik á Korpunni.

Fyrsta holan féll á pari, sú önnur á skolla, eftir að við báðum lentum í leiðinlegri holu við hrygginn.

Á þeirri þriðju þá sló Gulli útaf í Korpuna og holan því mín með auðveldu pari.

4., 5. og 6. holurnar féllu allar, á þessum tímapunkti var ég 3 punkta í plús en Gulli 1 punkt.

Gulli hafði þá 7. með góðu pari.

8. holan féll en ég hafði þá 9. með auðveldu pari, sú 10., var líka mín, Gulli tók hinsvegar 11. og 12. og leikurinn því orðinn jafn, en þá sagði ég hingað og ekki lengra, ég vann 13., 14. felldi þá 15. með pari þar sem Gulli átti forgjöd, en þegar Gulli gaf mér parið á 16. þá var leikurinn úti, og ég vann því 3-2.

Þetta var spennandi og skemmtilegur leikur þar sem margar holur féllu, en það “skemmtilegasta” sem átti sér stað í þessu leik var eftir að honum lauk, eftir að ég var búinn að taka 2. höggið mitt á 17. holunni þá fann ég að ristillinn var eitthvað farinn að segja til sín og þurfti ég að taka upp kúluna og hraða mér inní skála og ræða aðeins við páfann og var sú ganga löng og ströng.

 

Takk fyrir leikinn Gulli og takk fyrir skemmtilegann félagsskap í hollinu þar sem Sammi dissaði okkur hina með 5 tréinu sínu trekk í trekk og hlakkar mér til þegar sú kylfa verður úrsér gengin og hann hættur að dissa mann svona rosalega með henni.

Með kveðju, Aron

 

Leikskýrsla Emils:

Stutt leikskýrsla frá mánudeginum:
Þetta var mjög jafnt golf hjá okkur Inga, svona bita-golf (10110010101...) fyrir þá sem ná því. Munurinn var sem sagt  aldrei meiri en 1 og allt í járnum fram á 18. holu sem undirritaður vann og þar með leikinn. Vorum báðir að spila gott golf ég með 36 punkta og Ingi með 35 að mig minnir. Takk fyrir góðan leik Ingi 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband