8.4.2007 | 18:00
Miðvikudagurinn 7. júní 2006
Leikin var umferð á Korpunni í kvöld, ræst var út klukkan 17:10, 17:20 og 17:30, veður byrjaði frekar vont, þ.e. rok og rigning, en rættist svo úr því og kom brakandi þurrkur á seinni 9.
Leikar fóru þannig:
Aron vann Magga 2-1
Gulli vann Heimir 2-1
Ingi Þór vann Denni 3-2
Svenni vann Óla á 17. holunni.
Emil vann Samma á 17. holunni.
Leiksýrsla Arons:
Nú tók ég á honum Magga og byrjaði dagurinn bara nokkuð vel fyrir mig, eiginlega það vel að ég átti 5 holur eftir 6, og veitti víst ekkert af þar sem Maggi vann 4 holur í röð, frá 7. til 10. en þá náði ég mér aftur á strik og vann 12. og 13. en tapaði 14. og 15. en á 16. komu straumhvörfin í leiknum, þar sem Maggi var inná en ég fyrir utan og vippaði illa, Maggi með öruggt par, en ég setti niður 6 metra pútt fyrir pari og til að jafna holuna og var því eina upp og átti forgjöf á 17. Maggi fór yfir ánna á 17. en í runna, og annað höggið mitt var enn eitt draumahöggið hjá mér, þar sem ég setti 130 metra högg aðeins 10cm frá pinna og fuglinn auðveldur, Maggi í basli en fékk par og leikurinn því búinn. Ég fékk 7 högg í forgjöf á hann Magga en þurfti aðeins að nýta mér 3 af þeim til að leggja hann. Maggi var að spila mjög vel, spilaði seinni 9 á 35 höggum og samtals á 37 punktum en dugði ekki til þar sem ég fékk 39 punkta og spilaði á 9 yfir eða 81 höggi, er því með lækkun og er kominn með 9,3 í forgjöf. Þakka fyrir leikinn.AronLeikskýrsla Emils:
Emil/Sammi
Ég byrjaði á því að sprengja fyrstu en paraði næstu tvær og því jafnt eftir þrjár. Sammi vann svo tvær af næstu þremur og var því kominn með 2 yfir eftir 6 holur. Þegar hætti nánast að rigna fór mér að ganga mjög vel og vann næstu þrjár þ.a. eftir fyrri 9 var ég kominn 1 yfir. Til að gera langa sögu stutta þá var komið dormie á Samma eftir 15 en þá holu vann ég með forgjöf (sú eina sem ég nýtti forgjöfina á) reyndar eftir að Sammi nánast gaf mér hana. Þá 16. vann Sammi en á 17 kláraðist leikurinn eftir að Sammi endaði í bunker við green og þurfti þrjú högg til að komast upp úr honum . Game over. Punktar = 37 og önnur lækkunin í þremur leikjum, kominn í 16,9. Takk fyrir leikinn Sammi
kv
Emil
Leikskýrsla Samma:
Sælir félagar. Við Emil spiluðum leik á Korpu þann 07_06_06 Með okkur í holli voru Svenni og Óli. Í stuttu máli skiptumst við á að hafa forustu á fyrri en Emil átti eina eftir 9 holur.Emil tók 10. og þá 11. með " stile" þar sem ég sá aldrei til sólar á þeirri holu.12. féll og ég tók á 13. og Emil átti 2 og með forgjöf á þá 15. Ég held að það sé ekki hallað á neinn þó að ég segi að ég hafi gefið Emil þá holu og hann átti aftur 3 og dormí á mig.Ég tók þá 16. en átti lélegt upphafshögg á þeirri 17 en Emil átti glæsilegt högg af teig eins og á flestum holum þennan dag.Annað höggið mitt var mjög gott framanaf en endaði í djúpa bönkernum fyrir framan flötina og í þeim bönker gerði ég endanlega í buxurnar.Emil fékk fallegt par og vann leikinn. Varðandi ágreining sem upp kom eftir 11. holu vil ég segja þetta:Ef ég hef sært einhvern með viðbrögðum mínum biðst ég afsökunar.Ég tel mig hinnsvegar hafa rétt á mínum skoðunum og get ekki skrifað undir það að ég hafi "hraunað" yfir einn eða neinn með því að segja mína skoðun.Ég vona að við getum haldið áfram að hafa gaman af golfi hér eftir sem hingað til. Takk fyrir hringinn félagar. Kveðja, SammiLeikskýrsla Svenna:
Svenni / Óli Við Óli vorum ekki að spila okkar besta golf í dag. Ég náði tveggja holu forskoti á hann eftir þrettán holur, en Óli vann næstu tvær og var því allt jafnt og þrjár holur eftir. Á sextándu og sautjándu fataðist Óla flugið og vann ég þær báðar og þar með leikinn :) 2/1 Þakka Óla fyrir jafnan leik sem gat endað á hvorn veginn sem var. Sv1Leikskýrsla Inga Þórs:
Sælir. Ekki verður nú sagt að við Denni höfum átt okkar besta dag í dag, enda bauð veðrið ekki upp á mikil tilþrif. Ég kom illa undirbúinn til leiks og vissi ekki fyrr en tveimur mín. fyrir teig að ég ætti að spila við Denna. Þá kom í ljós að hann ætti 6 holur í forgjöf á mig og 3 af þeim á fyrstu 4 holunum. Ég fór því að skjálfa og víbra á 1. teig og farinn að sjá mig strax 2 til 4 holur undir. En eftir þessar 4 holur var staðan jöfn og þá gat ég farið að brosa á ný enda farinn að sjá fram á að ég gæti lagt drenginn. Eftir 10 holur átti ég 4 en Denna tókst að minnka muninn niður í 2 holur þegar 3 voru eftir. En með auðveldu pari á þeirri 16. tókst mér að klára leikinn 3/2. Takk fyrir leikinn Denni! Kv. Ingi ÞórLeikskýrsla Gulla:
Ég spilaði við Heimi í gær og var leikurinn nokkuð sveiflukenndur og spilaði veðrið stóra rullu sérstaklega á fyrri níu. Hann vann fyrstu holu og ég næstu en þá vann Heimir 3 í röð og 3 þar næstu vann ég. Eftir níu var Heimir 1 yfir. Ég tók þá10 og 12 Heimir þá 14 og vorum við þá jafnir á 15 teig. Eftir 16 var ég 2 yfir og dormie á Heimi og sú 17 fell og sigraði ég 2/1. Þakka ég Heimi fyrir skemmtilegan hring og gjafir inn á milli. Aroni og Magga þakka ég svo fyrir að sýna okkur hvernig á að spila golf.kv,Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Leikskýrslur 2006 | Breytt 9.4.2007 kl. 00:00 | Facebook
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.