8.4.2007 | 18:06
Miðvikudagurinn 22. júní 2006
Umferð var spiluð á Skaganum, eitthvað klikkuðu veðurguðirnir þar sem búið var að lofa logni og sól og blíðu, en strekkings vindur var, en þó sól. Leikar fóru þannig:Aron og Benni skildu jafnir eftir mjög spennandi leik.Ingi Þór vann Gulla á 15. holunni.Svenni og Emil skildu jafnir.Heimir vann Inga Leikskýrsla Arons:Ég byrjaði af krafti í gær og vann fyrstu og þriðju holurnar og var tvær upp þangað til á 7. þegar Benni vann 7. og 8. holurnar. Ég náði að fella þá 9. þó hann hafi átt forgjöf. Jafnt var í hálfleik, en Benni vann svo 11. holuna. Leikar stóðu þannig þar til komið var að 14. holunni þá átti Benni forgjöf en ég náði samt að vinna hana, þá 15. vann Benni, eftir að ég hafði átt glæsilegt innáhögg sem lenti í stönginni en kastaðist þaðan í bönker. Á 16. holunni gerðist mjög skrítið atvik, Benni var í lykilstöðu á tveimur höggum og átti 100m eftir, þar sem ég fór í skurð í upphafs högginu og endaði með að vera á 5 höggum inná grínið, þriðja höggið hinsvegar hjá Benna lenti í hól rétt fyrir fram grínið og við sáum hana skoppa aðeins áfram en fundum hana ekki svo, þannig að Benni þurfti að fara að slá aftur og þá 5. höggið og endaði inná flöt, hann þrípúttaði en ég aðeins tvípúttaði og því vann ég þassa holu og leikurinn orðinn jafn og tvær eftir, á þessum tíma var spennann orðin óbærileg, á þeirri 17. var ég með leikinn í höndum mér, átti aðeins meters pútt eftir fyrir sigri á holunni, en þrípúttaði og tapaði holunni og Benni þá kominn með dormie og aðeins stutt par 3 eftir, Benni fór aðeins vinstra megin við grínið og ég aðeins of stuttur, Benni vippaði inná en átti langt putt eftir og fékk skolla, ég átti 2 metra eftir sem ég setti í og feldi því leikinn, takk fyrir leikinn Benni. Aron Leikskýrsla Heimis:SælirVið Ingi spiluðum á Skaganum í gær - í ágætis veðri (ekki voru reyndar allir sammála því - veðrið var ekki alveg kyrrstætt...) Eins og allir vita þá spila ég alltaf illa á Skaganum (og Leirunni, og Þorlákshöfn, og Korpu, og...) og upphafið var Skaga-legt: Fyrsta högg að venju í skóginn, annað höggið fór 75 cm (já, sentimetra!) AFTURÁBAK. Ingi sem sagt vann þá holu. Ég jafnaði á annarri með pari - komst yfir á þriðju með pari (Vá, tvö pör, í leiknum á móti Aroni um daginn þá vann ég 9 holur en fékk ekkert par...) Ingi vann 4, fimmta féll, Ingi vann 6., ág með forgjöf á flugbrautinni sem var á móti vindátt audda, ég var aldrei á braut fyrr en á gríni en vann hana á bógí. 8. féll og Ingi vann 9. þar sem ég missti meterspútt... 10. féll á skítlettu pari, báðir í bördíséns. 11. vann ég á bógí, 12. féll á pari og allt í einu fór ég að gera eitthvað sem líktist golfi. Þurfti að vippa yfir bönker (sem ég skelfist ógnarlega, bæði að þurfa að vippa yfir hann - og svo að þurfa að slá uppúr honum eftir að hafa mistekist að vippa yfir hann). Nú bar svo við að undirritaður setti vippið ekki bara yfir bönkerinn heldur upp að stöng, svo Ingi sem eigði allgóða von um að vinna holuna marði hálfan. 13. vann ég og 14. eftir smá lögfræði um sokkinn bolta. (gott að það komi fram: maður á lausn frá plögguðum bolta á snöggslegnu svæði, annars ekki). Ég átti nú 2. Á 15. kengslæsaði ég að venju, út í kafa röff. Svo stutt inn á braut og síðan í bönker (úff, æ heit bönkers). Ingi í grínkanti á tveim höggum. Ég fer í helv. bönkerinn, stilli upp og slæ, er bara helv. ánægður með að hafa drifið upp á grín, oft hitti ég ekki grínið úr bönker á eins metra færi... En þessi bolti hélt áfram að rúlla, að holunni, kíkti hringinn og ákvað svo að fara í. Par. En drukknuðu vonir Inga, sem náði reyndar léttu pari líka. 16. Vann Ingi eftir ótrúlegt bull hjá mér: 5 högg til að komast síðustu 70 metrana. En ég ákvað að láta það ekki trufla. Ég einn upp og tvær eftir. Báðir með stutt dræf, annað högg hjá Inga út í kafaröff, mitt svona "áleiðis" en enn yfir bönker að fara. 3. högg hjá Inga inn á grín úr röffinu, gott högg og hann átti von, sérstaklega miðað við þekkta bönkerhræðslu mína. Ég reif upp 55°, lét sem ég sæi ekki bönkerinn, tók mér stuttan tíma og sló, 2 m frá stöng. Nú varð Ingi eiginlega að setja 12 m pútt í. Tókst ekki þrátt fyrir mjög góða tilraun. Mitt pútt: ÉG sá púttlínuna svo vel að það va aldrei spuddning. 2:1. Eins og þið sjáið finnst mér gaman að skrifa leikskýrslu, hef ekki fengið mörg tækifæri til þess... H. von Ram
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:57 | Facebook
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.