Leita í fréttum mbl.is

Miðvikudagurinn 28. júní 2006

Umferð var spiluð á Korpunni í gær, rosalega mikið rok var, en völlurinn er allur að koma til, flatirnir þokkalegar. Leikar fóru þannig Heimir vann Inga Þór á 14. holunniMaggi vann Inga á 18. holunni.Denni vann BennaEmil vann GullaSvenni vann Samma Svenni var með smá sprell og gaf Inga Þór nýja spariskó, þar sem hann var búinn að breyta uppáhalds spariskónum sínum í golfskó, eftirfarandi er sú mynd sem tekin var við afhendinguna.skor  Leikskýrsla Heimis:SælirEkki´leist mér á í upphafi þegar Ingi Þór birtist með bleiku skóna. Ég varð að gera formlega athugasemd: þetta væru ekki softspæks og ekki möguleiki að hann fengi að spila í þeim. Varð hann að taka þeim rökum en þetta setti hann augljóslega út af laginu. Leikurinn hófst í fínu veðri; kjöraðstæður, skýjað, hiti og logn (sem var á frekar mikilli hraðferð út á Faxaflóa að ég held). Ég vann fyrstu á pari, setti niður langt pútt og var það forsmekkurinn, því pútterinn, sem hefur verðið ískaldur og frosinn í meira en ár, var glóandi framan af. Önnur féll og þriðju henti Ingi frá sér út í Korpu. Ég paraði (nokkurra m pútt) og Ingi, búinn með 3 högg, reif upp merkið og gleymdi að hann átti forgjöf. Ég bullaði fjóru út í Faxaflóa á eftir logninu (kúlan tók næstum frammúr) en bördaði svo næstu. Með góðum púttum áti ég 4 eftir 9. Báðir par á 10., góð pútt, 11. féll á 6, ég tók 12 eftir skógarferð hjá Inga Þór. 5 upp og 6 eftir. Leikur kláraðist á 14. eftir að Ingi Þór týndi dræfinu. Leikplanið hjá mér gekk upp, leikurinn búinn, bæði áður en byrjaði að rigna og áður en að seinni forgjafarholunni kom...Takk fyrir leikinn Ingi þór. PsAron, af öllum mönnum, hrópaði nokkrum sinnum: "ÉG elska að spila í roki!!" Ótrúleg yfirlýsing úr hans munni. Þetta var auðvitað ekkert rok, heldur kjör-aðstæður, en vissulega var formaðurinn að slá ótrúlega vel upp í vindinn, var stundum (endurtek STUNDUM) lengri en ÉG... Leikskýrsla Denna:Den vs Benni,

hörkuleikur mjög jafn, Benni átti 2 eftir níu og ég jafnaði á 11. Á 12 sannaðist það að maður á aldrei að gefast upp. Holan spilaðist svona :  Benni og  ég vorum báðir í skóginum eftir drævið og þrátt fyrir mikla leit fannst minn bolti ekki svo ég hljóp til baka á teig , þar tóku Aron,Ingi og  félagar á móti mér og hvöttu mig til dáða og sögðu mér að gefa holuna, fara heim og strjúka konunni og vildu komast fram úr.  Ég gafst ekki upp og missti drævið til vinstri  og átti þá en 150 m eftir að goflpokanum svo ég sló 4 höggið með drævernum út í röffinu "Sammi style" og var því á 4 höggum  við hlið Benna bolta og enda þetta ævintýri með því að holan féll.

Ég átti eina á 18 teig, Benni varð að taka séns og ætlaði beint á flötina, boltinn fannst aldrei og leikurinn þar með tapaður.   Alltaf gaman að spila við og  Benna SV1 og Samma , ég var á 12p út og 20p inn. Benni takk fyrir leikinn.

es. Ingi þú verður að senda inn mynda af þér og skónum og vera í þeim á  lokahófinu.

kv. den
 
 Leikskýrsla MaggaÞetta byrjaði vel og ég tók 1, 2 félll en þá fór Ingi að vera með mótþróa.Hann tók 3 holuna og 4 féll. Á 5 var smá sýning á því hvernig ætti ekki að slá frá 40 m inn á flöt.MIS - notaði 3 högg í það og Ingi hirti þá holu. Á 6 var ég heppinn að þurfa ekki að borga bjór á línuna svo lélegt var upphafshöggið mitt en Ingi setti sitt inn á miðja flöt og fékk létt par.Holan var hans. Nú átti Ingi tvær, en félgsskapurinn var frábær og það er nákvæmlega það sem gólfið gengur út á..........................................7, 8 og 9 féllu allar. Þannig að eftir fyrri níu átt Ingi tvær.10 féll en MIS hirti 11 með fugli. Á 12 varð Ingi dálítið hægri sinnaður sem gerði það að verkum að MIS vann þá holu. Ingi sýndi þó mikið keppnisskap og var ekki langt frá því að fella holuna. Á 13 sýndi Ingi fádæma yfirvegum þegar hann spilaði þá holu. MIS hafði sett sitt högg út í drasl hægra meginn þannig að Ingi “plasseraði” sínum bolta rétt fyrir framann kvennateig.Það var greinilegt að hér átti ekki að taka neina sjénsa, enda skilaði það sér og Ingi vann holuna. MIS tók síðan 14 og 15 féll eftir mikið bras hjá báðum aðilum. 16 féll. Á 17 var spilamennskan ekki falleg og Ingi misnotaði stutt pútt í 25 m/s til að vinna holuna.Allt jafnt og 18 eftir.......................... í stuttu máli þá tók MIS hana á pari og vann þar með leikinn.Þakka Inga fyrir skemmtilegann leik í góðu veðri og frábærum félagsskap.Mælist til þess að Ingi Þór  verði tilnefndur sem dragdrottning Nafnlausa golfélagsins eftir þessa frábæru gjöf frá Sveini Ásgeir. Leikskýrsla Emils:Emil vs Gulli
Leikurinn gekk nokkuð vel hjá mér í gær á meðan Gull var að yfirslá aðrahverja flöt. Eftir 9 var ég 3 upp, hefði getað verið 4 en missti stutt pútt á níundu. Á þeirri 10 fékk ég par og var 4 upp. Á tíundu yfirsló Gulli flötina í öðru höggi og týndi boltanum og vann ég hana líka. Sama gerðist á braut  11 og 12. Ég vann þær báðar og þar með leikinn 5/7.
Það var eing gott að leikurinn var búinn þarna því ég held að ég hafi ekki fengið punkt eftir það enda komið austan 20 m/s
kv
Emil Leikskýrsla Svenna:Svenni vs Sammi Mig langar til að þakka Samma fyrir leikinn og að vera fullur í tvær vikur fyrir þennan leik okkar.Og var Sammi ósofinn í ofanálag og sólbruninn því hann skellti nefnilega olíu á sig síðasta daginn. Göngulag hans var eins og að  hann væri með rakblað þversum í rasskatinu og gerði það mér leikinn léttari. En eftir að ég vann hann rann skyndilega af honum og átti hann mörg mjög góð högg eftir það.  En 6/5 sigur fyrir mig. Takk fyrir leikinn. ps. Leikskýrsla Svenni vs Aron  Svenni  +1+2+3+4,  Aron setur langt pútt í og vinnur holuna ( Átti forgjöf á hana)  +3,  Aron setur langt pútt í og fellir holuna,  +4,  Aron setur aftur langt pútt í og fellir enn eina holuna, +5+6+7. Game over  7/6 fyrir mér.Aron fer í Bása og leitar að sveiflunni ! Þakka fyrir leikinn   : ) ps2. Ég vona að skórnir passi á þig Ingi Þór.........   Sveinn Ásgeir Baldursson  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband