8.4.2007 | 18:17
Sunnudagurinn 9. júlí 2006
4 hittust í Grafarholtinu og spiluðu umferð, leikar fóru þannig: Heimir vann Samma.Benni vann Óla. Leiskýrsla Heimis:Í dag fóru fram tveir leikir svo vitað sé. Báðir voru þeir skári en þessi skandall sem fram fór í Berlín í dag undir einhverjum merkjum íþróttaanda... ekki orð um það meir.Í stuttu máli: Ég var lélegur en vann samt. Eftir frekar jafnan leik. Lykillinn að þessum óvænta sigri var á margfrægri 15. Sammi átti forgjöf, ég með tvær upp. Báðir með sæmileg dræf, Sammi þó betra. Annað höggið mitt frekar stutt svo ég átti eftir 170 metra eða svo. Ég hugsaði: "Sko. Ef ég legg upp, þá set ég örugglega beint í pollinn á 4. höggi. Betra að setja strax í helv. pollinn og geta allavega sagst hafa reynt". 3-tréð upp, lamið og sett hægra megin við grín, pinhæ. Sammi lagði upp, setti svo yfir pollinn hægta megin og oni dældina þar, stuttur inná og endar í 7, en ég átti frekar lélegt innáhögg, rétt inná, grín (4. högg) svo ótrúlega lélegt, skakkt pútt, 2 metra frá en setti það í svo holan féll. Svo tók ég létt - skítlétt - par á 16: 3:2.Takk fyrir leikinn Sammi Leikskýrsla Benna:Við mættum tveir á teig á móti Óla.Bakkus sem hafði verið með mér nóttina áður vildi ekki skilja við mig alveg strax og mætti með.Benni minn - þú ættir að skella í þig einum köldum sagði Óli, þetta hljómaði vel - svo ættir þú að taka 3 með þér í pokann sagði Sammi.Ég minntist minntist hjálpræðis Samma þegar hann bauð mér bílinn í fyrra og vissi sem var, að það var eitthvað annað en hjálpsemi hjá þessum drengjum í minn garð og ég lét ekki blekkjast.Ein köld malt á teignum og appelsín út á velli lagði síðan grundvöllin að 5/3 sigri sem var óverðskuldaður hjá mér.Gott par hjá Óla kom honum yfir á fyrstu, á næstu brautum nýttum við okkur vel breidd vallarins og vorum gjarnan í hópi með öðrum hollum, óskyldum okkur.Eldri kona skammaði Óla á sjöttu fyrir að fara í vitlaua átt, og pörupiltar stálu kúlunni minni á áttundu enda var hún svo sem ekki í alfaraleið.Par hjá báðum á 13. gáfu vonir um að spilamennska væri að hefjast, en Óli dældi tveimur boltum í átt að Rauðavatni á 14. og var þar Dormie eftir að ég lauk holu á 7 höggum.Ég vil helst minnast 15. eftir þessa keppni en þá átti ég 60 metra eftir í þriðja höggi sem ég yfirsló og náði síðan sjaldgæfu pari á þessari martraðarbraut sem ég lék á 17 höggum í mínu fyrsta meistaramóti.Þakka góðan félagsskap í góðu veðri í Grafarholtinu í gær Benni
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:56 | Facebook
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Hvað á að lækka mikið í forgjöf sumarið 2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta virkar eflaust
nafnlaus (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.