Leita í fréttum mbl.is

Mánudagurinn 10. júlí 2006

Aron og Ingi Þór hittust í Oddi og spiluðu sinn leik. Leikar fóru þannig að Ingi Þór hafði sigur á 14. holunni, leikar voru dáldið jafnir á fyrri 9, en þegar Ingi Þór vann 11. 12. og 14. þá var lítið eftir fyrir Aron, Ingi Þór fékk 38 punkta fyrir hringinn og gekk allt í haginn hjá honum, flest pútt sullaði hann niður og skipti engu hvað langt var eftir. Leikskýrsla Inga Þórs:Sælir félagar. Við Aron tókum hring í Heiðmörk í kvöld.  Veðrið lék við okkur og völlurinn í toppstandi.  Við slíkar aðstæður er ekki annað hægt en að spila hörku golf og það gerðum við Aron í kvöld.  Eftir fyrri níu var ég kominn með 19 punkta og Aron 17, og ég átti því 2 holur.  Aron byrjaði betur á seinni 9 og minnkaði strax muninn í 1 holu.  En þá sló hann OOB og munurinn aftur kominn í 2 holur.  Og þá fyrst fór allt að falla mér í hag.  Þrátt fyrir kengslæsa á þeirri 12. langt út fyrir braut kom boltinn til baka í brautarjaðar og á næstu þremur holum raðaði ég niður yfir 5 metra púttum.  Á 14. holu átti ég 5 holur og 4 eftir og því leikurinn unninn.  Ég þá þegar kominn með 31 punkt.  Ég endaði svo hringinn með 38 punkta og þriðju lækkun á 10 dögum.  J   Takk fyrir hringinn Aron. Kv. Ingi Þór   Einnig hittust Sammi og Benni í Grafarholtinu. Leikar fóru þannig að Sammi hafði sigur, Leikskýrsla Samma:Sælir félagar.  Við Benni tókum slag í Holtinu í dag og fóru leikar þannig: Ég tók fyrstu.Önnur og þriðja féllu.Benni tók þá fjórðu.Ég tók næstu 5 og átti 5 eftir 9. Ég tók þá tíundu og Benni þá elleftu.Tólfta og þrettánda féllu og Dormí á Benna en á fjórtándu fékk ég fugl og leikurinn þar með búinn 6/4 Ég verð að taka fram að ég hef ekki séð Benna eða jafnvel ekki nokkurn kylfing eins óheppinn og Benni var í dag.Það bókstaflega gekk ekkert af því sem hann reyndi að gera. Ég var alls ekki að spila gott golf á fyrri 9 en hlutirnir löguðust mikið hjá mér á seinni 9. Ég vil þakka Benna fyrir skemtilegan hring. Sé ykkur á miðvikudag. Kveðja, Sammi  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband