Leita í fréttum mbl.is

Miðvikudagurinn 9. ágúst 2006

Umferð var leikin í Grafarholtniu, í blíðskaparveðri, þó þegar líða fór á, kom smá rok og rigning.

 

Leikar fóru þannig:

Ingi Þór og Ingi skildu jafnir eftir mjög spennandi leik.

Maggi vann Svenna á 18. holunni.

 

Aðrir sem mættir voru en náðu ekki leik voru:

Aron

Óli

Gulli

 

Leikskýrsla Magga

Sælir félagar

 

Við byjuðum að spila í flottu sumarveðri og enduðum í haustveðri.

 

Það má segja að spilamennskan hjá okkur hafi verið eins, flott í byrjun en dalaði sem á leið leikinn.

 

Við byrjuðum á því að vinna til skiptis fyrstu holurnar þannig að eftir 5 holur átti ég 1. Verð að viðurkenna að það var smá heppnisstimpill yfir 5 hjá mér. Svenni var tæpur með upphafshöggið sitt og tók varabolta, sama var hjá mér. Eftir að hafa fundið boltann hans Svenna þá var farið að leita að mínum sem fannst ekki. Þegar ég fór að slá minn bolta tjáði svenni mér það að hann væri í 4 höggum í grínkanti, þannig að leikurinn var allt í einu opinn. Inná höggið hjá mér var lélegt, þannig að ég var í 4 neðst á  gríni og holann efst. Svenni átti snilldar inná högg og tryggði 6, ekki má gleyma að hann átti högg. Þannig að ég varð að setja niður ca 10, pútt upp í móti.................. og að sjálgsögðu gerði ég það. HOLANN FÉLL.

 

Áfram hélt leikurinn og eftir 9 átti ég eina. Síðan tók ég 10 og svenni 11. Ég tók síðan 12, 13 og 14 féllu.

Svenni vann 15 ég ætla ekkert að fara nánar út í þá holu............................... það sem skiptir máli er að svenni vann hana.

Þannig að ég átti eina og þrjár eftir. 16 féll og 17 líka. En þar var svenni í góðum sjéns að vinna holuna þannig að allt yrðir jafnt fyrir 18.

Síðan fengum við báðir 5 á 18 sem féll og ég vann 1-0.

 

Ég vil þakka svenna fyrir skemmtilegann leik og Óla haffa fyrir frábært högg á 11 þar sem hann vippaði ofan í.................. bara snilld.

 

Svo verð ég að segja ykkur hvað ég er ánægður með þennann félagsskap. Ef það koma upp góðar hugmyndir þá eru þær bara settar í framkvæmd og ekkert múður eða mas.

 

Hlakka til næsta leiks.

 

Kveðja,

 

Magnús Ingi Stefánsson ? Forstöðumaður Upplýsingasviðs


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband