8.4.2007 | 23:07
Mánudagurinn 14. ágúst 2006
Maggi og Óli hittus á GKG og spiluð.
Leikar fóru þannig að Maggi hafði sigur.
Leikskýrsla Magga:
Sælir félagar.
Þegar ég vissi að Óli ætlaði að spila við mig fór maður að pæla hvernig hægt væri að vinna kauða.
Ég komst að því að hann hafði aldrei spilað á GKG þannig að sjálfsögðu bauð ég honum þangað til að auka vinningsmöguleikana.
Þeir sem spiluðu með okkur voru Emil og gestur að nafni Guðlaugur Guðlaugsson.
Báðir miklir vinir mínir enda þurfti ég á því að halda. Það má einnig koma fram að Óli er einnig góður vinur minn, en það er nú annað mál.
Á 1 holu átti óli gott drive og missti síðan 2 höggið til hægri þar sem tréin eru. Gulli (vinur minn) sagðist hafa séð hann fara inn í tréin, þannig að óli kallinn fékk víti og alles.
MIS tók fyrstu með 5 en óli fékk eitthvað meira. Þegar við vorum að labba á 2 teig sáum við hvar bolti lá á fínum stað pinn hæ. Og að sjálfsögðu var það boltinn hans óla.
Þannig að eins og þið sjáið er gott að hafa aðra spilara í hollinu með sér en ekki á móti.
Næstu holur spiluðust án þess að mikið gerðist. 2 holan féll, MIS tók 3, 4 og 5 féllu, MIS tók 6 og óli tók 7, MIS tók 8 og níunda féll. Þar setti MIS pútt í fyrir utan grín þannig að hún féll.
Spilamennskan á fyrri níu var alveg þokkaleg þannig að það gat allt gerst á seinni níu. Það byrjaði frekar rólega, 10 og 11 féllu. Óli tók síðan 12 og átti góðann möguleika að taka 13 líka en það hafðist ekki. MIS tók síðan 14 og átti þá orðið 3 holur. Óli var ekkert á því að gefast upp og 15 féll. Þá fann Gulli 2 Opal snafsa sem deilt var á liðið og það var greinilegt að það fór mismundandi í menn. Óli "hænuhaus" fór í dobbel en MIS paraði og vann þar með leikinn 4 - 2.
Aftur á móti er greinilegt að Emil á taka svona inn fyrir hverja holu ef ekki hvert högg. Eftir fjögur högg var boltinn á bakvið tréhríslu og á leiðinni inn á grín var þétt - og hávaxið kjarr.
Já, lengdin var svona 70 M. Emil sló.................... flott högg en helv..... fast þannig að maður sá fyrir sér að boltinn yrði við stöng á 2 gríni. 15 og 2 eru með samvaxin grín.
NEI, boltin lenti á gríni rúllaði í miðja stöng og ofan í, LÉTT PAR. Snilldar högg. Eftir þetta er spurning hvort að það eigi ekki að senda menn í lyfjapróf þar sem svo nokkuð gerist.
Við þakka Óla fyrir góða keppni og Emil fyrir að vera svona góður golfari, og miklu betri fyllibytta en Óli. Óli er líka góður golfari, en það er nú annað mál.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: Leikskýrslur 2006 | Breytt s.d. kl. 23:50 | Facebook
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.