Leita í fréttum mbl.is

Nafnlausa Golffélagið VS. Brassarnir - 2005

Fimmtudaginn 11. ágúst 2005 kepptum við í Nafnlausa golffélaginu við Stórsveitt Brassanna, lið í kringum Elías Kárason og Margeir Jóhannesson.  Þetta kom til eftir að grein í Golfblaðinu birtist um Nafnlausa golffélagið, þá hringdi Elías í Aron og við settum þennann leik á.

 

10 leikmenn úr hvoru liði mættu og spilað var "singles" holukeppni einn á móti einum með fullri forgjöf, og var forgjöfin þannig að menn spiluðu með sinni forgjöf og mismunurinn var ekki endilega erfiðustu holur vallarins heldur þær holur sem voru í mismun á milli leikmanna.

 

Ekki leyst okkur í upphafi á andstæðingana eða öllu heldur forgjöfina þeirra þar sem við sáum  frammá að eiga forgjöf í öllum leikjum og það talsverða í sumum, þar sem flestir andstæðingarnir voru með mjög lága forgjöf.

 

Stefnan var að raðað yrði í hollin miðað við forgjöf og var það gert þó með þeirri undantekningu að Aron vildi vera í loka hollinu og svo þurfti Emil einnig að vera þar, og útfrá lista frá Elíasi þá var raðað niður í holl.

 

Það má ekki gleyma framlagi Samma í þessu, hann var mættur klukkan 7:25 um morguninn í biðröð til að fá þá rástíma sem hentaði okkur best og það gekk eftir.

 

Spilað var í Grafarholtinu við góðar vallaraðstæður og veðrið var eins og það er best, logn, skýjað og hitinn passlegur, rástímar voru frá 16:28 til 17:00 og tók hringurinn "aðeins" um 4:20 og er það Reyni vallarverði að þakka þar sem hann fylgdi okkur nánast allann hringinn og rak okkur áfram af mikilli og harðri hendi, Ingi Þór hafði það á orði að þetta væri góð æfing fyrir Reykjavíkur maraþonið þar sem hann þurfti alltaf að hlaupa á milli högga.  Gullmolar frá Reyni eins og t.d.

  • Nú fá menn bara beint rautt, það verður ekkert gult í dag og menn bara reknir þegar 4 tímar eru búnir.
  • Eftir að spila fyrri níu á 2:04, það er 4 mínútum og mikið og menn geta bara fengið vikukort í Bakkakoti.
  • Svo má ekki gleyma, ætliði að merkja og leyfa hinum að slá inná.

 

Það vantaði Heimi, Denna og Óla úr Nafnlausafélaginu, aðrir mættu og þurftum við að nýta krafta gesta spilarans, Gests Ben Guðmundssonar.

 

Leikar fóru þannig að Stórsvet Brassanna hafði sigur 6-4 og voru flestir leikirnir mjög spennandi frammá 18. holu.

 

Einstakir leikar fóru þannig, Stórsveit Brassanna listuð upp á undan:

 

Rúnar Guðmundsson sigraði Gest Ben Guðmundsson.

 

Elías Kárason sigraði Benedikt Hauksson

Leikskýrsla Benna:

Þetta gekk hálfbrösuglega hjá mér í gærkveldi, en viðurkenni þó fúslega að ég tapaði fyrir betri manni.

Elías var í fantastuði og aðdáunarvert að sjá stutta spilið hjá honum, og einnig hvernig hann spilaði alltaf óaðfinnanlega þegar mér tókst vel upp.

Vann fyrstu holuna á pari, en á annarri skaut ég út í skóg, týndi bolta á fimmtu, og skaut fremst í bönker á sjöundu. Tveir undir eftir 9.

Par hjá mér á 10. og 11. æstu bara Elías upp og hann gaf ekki punkt eftir.

Vinningur á 14 gaf smá vonir því Elías var í smá basli á 15 en perfect vipp hjá honum felldi holuna.

Vöðvarnir hnykkluðust á baki og öxlunum á mér þegar ég ætlaði að fara holu í höggi á 16. -  höggið skilaði boltanum fleiri tugi metra áfram, og enn 200 metrar að holu.

Gaf holuna á flöt að heldri manna sið og leikinn um leið.

Við Elías lögðum bjór undir við Rúnar og Gest félaga okkar síðustu 2 brautirnar, þetta var álíka gáfulegt hjá okkur og að fremja Harakiri,  miðað við spilamennskuna á piltunum.

Enda er ég bjórnum fátækari en reynslunni ríkari eftir frábært kvöld

 

 

Vilhjálmur Hjálmarsson sigraði Inga Þór Hermannsson.

Leikskýrsla Inga Þórs:

Í stuttu máli var ég bölvaður klaufi að vinna ekki leikinn minn.  Ég átti 7 holur í forgjöf og náði aðeins að vinna eina þeirra, hann vann tvær og hinar féllu.  Staðan eftir 15 holur var að ég átti eina og forgjöf á tvær síðustu þar að auki.  En mér tókst af mikilli snilld að tapa bæði 16. og 17. og svo aðeins að fella þá 18 og 1/0 tap staðreynd!  L  Sorry strákar.  Það var hinsvegar gaman að sjá Vilhjálm spila, kall kominn af léttasta skeiði með stutta og mjúka sveiflu en hann dræfaði lenga en allir við hinir sem beittum öllum tiltækum kröftum.  Svo var hann hreinn snillingur í stutta spilinu, vippaði hvað eftir annað upp að holu.

IÞH

 

Gylfi Árnason sigraði Samúel Inga Þórarinsson.

Leikskýrsla Samma:

Kærar þakkir fyrir frábæran dag í gær.
Aron á heiður skilinn fyrir gott frumkvæði og frábært skipulag.

Varðandi minn leik:

Ég spilaði við heiðursmanninn Gylfa Árnason og með okkur í holli voru Vilhjálmur Hjálmarsson og Ingi þór Hermansson og vil ég þakka þeim fyrir góða skemtun.

Fyrsta hola féll en Gylfi tók aðra með stæl.
Ég náði henni til baka á þriðju og komst þar með á skrið sem skilaði mér 6 holum eftir fyrri 9.
Gylfi tók þá tíundu með glæsibrag og átti frábært upphafshögg á þeirri elleftu. Upphafshöggið mitt á elleftu var ágætt en fulllangt og fór yfir grínið og upp í djúpann karga.
Úr þeirri stöðu átti ég eitt af bestu höggum sem ég hef slegið í golfi (svo sem ekki af mörgu að taka en samt) holann féll sem og næstu þrjár og þar með var sigur í höfn 5/4.

Ég hlakka til að endurtaka leikinn að ári.
Kveðja, Sammi

 

Óskar Sæmundsson tapaði fyrir Magnúsi Inga Stefánssyni.

 

Kristján Jóhannesson sigraði Svein Ásgeir Baldursson.

 

Hans Óskar Ísebarn sigraði Inga Ólafsson.

 

Sigurður Óli Jensson gerði jafntefli við Guðlaug Einarsson.

Leikskýrsla Gulla:

ég vil byrja á að þakka fyrirliða vorum fyrir frábært framtak að spila við annað lið. Ég spilaði með Inga á móti 2 snillingum úr hinu liðinu ég við Sigurð með 5,8 í forgj.og Ingi við Hansa. Fyrsta hola féll en eftir 3 var Siggi 2up og þarna hélt ég að það yrði rúllað yfir mig. Þurfti að taka mig verulega á.  4 fell ég með 5 metra pútt fyrir pari. 5 og 6 féllu en á 7 náði ég holu til baka með pari. 8 féll en ég tók níundu. Allt jafnt eftir fyrri. 11 holu vann ég á 4 en 12 var skrautleg. Ég útaf niðri í horninu upp við stein og þurfti að taka víti sem tókst ekki betur en svo að boltinn var aftur við stein.Siggi einnig í vandræðum uppvið steina, hann er örvhentur en hann dró þá úr poka sínum kylfu fyrir rétthenta og bjargaði sér úr veseni. Kemur í ljós að hann hefur spilað Grafarholtið best á 72 rétthent og 73 örvhent. Vává þvílíkur snilli.  Siggi tekur 12 og allt jafnt. Þar sem ég er að labba af flötinni á 12 heyrist aumingjalegt !!!!fore!!!!! frá formanni vorum í hollinu á eftir okkur og kúlan lendir í kálfanum á mér svo í kerruna. Stendur nú Titlest greypt í kálfanum á mér. Held ég að Aron hafi viljað að kúlan lenti í mér til að bjarga sér því kúlan var á leiðinni í vesen, allavega vann Aron holuna.  Ég vinn 13, 14 féll og Siggi vinnur 15 eftir ævintýri hjá mér. 16 fellur á pari og ég vinn 17 á pari. Ég 1 up og á fgj. á 18 klúðra henni í 6 högg og Siggi á 4 og leikar enda jafnt. Hollið að spila mjög vel og fuglar flugu í allar áttir Ingi tapar 1/0 á 18 þannig að spennan var gríðarleg í lokin. Upp með sprengitöflunar.  Ingi til hamingju með 42 punktana frábært og takk fyrir skemmtilegan hring. kv,

 

Guðlaugur Einarsson

 

Loftur Sveinsson tapaði fyrir Aroni Haukssyni.

Leikskýrsla Arons:

Ég mætti á teig frekar stressaður eftir að hafa verið skipuleggjandinn á þessu móti, það var mikið spennufall hjá mér eftir stressið við að fá rástíma, að fá leikmenn til að staðfesta komu sína og hvort allir myndu mæta til leiks, en allt gekk þetta eftir og ég því tilbúinn til leiks við Loft Sveinsson Stór Brassa.

Fyrstu holuna tapaði ég eftir klaufalegt pútt, svo féll 2. á pari og 3. á bogey, þá 4. fengum við báðir par en þar sem ég átti forgjöf þá náði ég að jafna leikinn, á 5. holunni fékk ég par en tapaði samt holunni þar sem Loftur setti auðveldann fugl í, ég átti 6. holuna eftir strögl hjá Lofti þar sem hann var í grjótinu hægra megin og þaðan í bunkerinn og svo tvö pútt, á þeirri sjöundu setti ég gott 4 metra pútt í fyrir pari, átti samt forgjöf sem ég þurfti ekki á að halda. Loftur vann 8. holuna eftir að ég missti örstutt pútt, var ég orðinn dáldið rogginn með púttin mín það sem af var en þarna ofmat ég sjálfann mig, 9., 10. og 11. féllu allar á bogey, á 12. holunni átti ég forgjöf og nýtt mér hana vel þar sem báðir fengu par og vann því holuna, 13. féll á pari, en ég tapaði 14. eftir að hafa misst aftur stutt pútt, ekki vanur því en nú búinn að missa tvö stutt pútt, því allt jafnt, þarna hugsaði ég, ég get ekki farið að tapa þessum leik, ef þetta væri nú úrslita leikurinn og formaðurinn myndi klúðra öllu, mitt 4. högg inná og yfir vatnið skilaði mér um 1,5 metra frá holu og pari, þar sem Loftur átti 12. metra pútt fyrir pari sem hann missti, á þeirri 16. þá var Loftur inná í tveimur en ég fyrir utan og skallaði innáhöggið en samt bjargaðist það þar sem ég var um 8 metra frá holu og þurfti því að pútta á undan Lofti mitt par pútt og hann gat sett birdie í, ég gerði mér lítið fyrir og setti þetta glæsilega pútt í í hliðarhalla og fékk par, og þurfti því að bíða og vona eftir að Loftur myndi nú klikka eitthvað, ekki setti hann fuglinn í og var einhverja 36cm frá holu og þá kom upp mín herkænska, ég var búinn að gefa honum öll stutt pútt á hringnum og því var hann ekki undirbúinn að pútta svona stutt pútt, sem virkaði fyrir mig þar sem hann missti þetta pútt og ég því komin með dormie og tvær holur eftir og átti forgjöf á 17. holuna, ég átti skelfilegt upphafshögg á 17. og Loftur einnig ég vara bara of stuttur en hann var í ruslinu vinstamegin við holuna, ég setti aðeins 2 metra frá stöng en hann þurfti nú að setja í, sem gekk ekki eftir og yfirsló flötina og gaf þá holuna og þar með leikinn, skemmtilegur leikur þar sem allt var í járnum frammá 17. holu, þakka fyrir góðan og skemmtilegann leik, ég var að spila mjög vel og endaði með 38 punkta og lækkaði um 0,4 við það og er því kominn með 10,0 í forgjöf.

 

Margeir Jóhannesson gerði jafntefli við Emil Hilmarsson.

Leikskýrsla Emils:

Ég mætti til leiks á hlaupum eftir að hafa slegið hraðamet í að komast frá Grundartanga upp á Grafarholt. Inn í því var að fara heim, græja golftöskuna, skipta um föt, kissa konuna og börnin, borða og taka eina hraðskák við páfann. Allt þetta á 47 mínútum, og án þess að Reynir ræsir væri á eftir mér á mér. Mættur tímanlega á teig til að takast á við Margeir sem byrjaði á að afsaka sig hvað ég hafði margar holur í forgjöf. Byrjar strax að taka mann á taugum. úff. Ég reyndi því að vinna hann ekki á neinni af fyrri 9, þó ég hafi tekið þá 7 á pari.  Eftir 11. holuna var Mageir kominn 3 upp og ég í vondum málum, sérstaklega eftir að hafa lent í bönker á þeirri 11. og væri þar líklega enn ef ég hefði ekki tekið kúluna upp. Þá var ekkert annað í stöðunni en að bíta í skjaldar-endur og gera eiithvað í málunum þar sem ég átti nú forgjöf á næstu 5 holur (fékk að heyra það enn einu sinni frá Margeiri). Tvær næstu féllu en minn vann næstu 3 og þar á meðal þá 15. á 9 höggum. Þar með var allt hjafnt á 17. Margeir tók þá holu og var nokkuð sigurviss þegar kom að 18. Margeir sló á undan og átti eitt sitt besta högg á hringnum, 870 metrar sýndist mér, hérumbil. Ég þurfti tvö högg til að komast þangað sem hann var í einu. En þar var minn maður líka búinn. Ég setti inn á þriðja og tvö pútt, bingó. Mageir sló langt yfir í öðru, náði ekki inn á í þriðja og svo þrjú pútt. Þar með jafnað i ég leikinn,
Ég vil þakka formanni vorum fyrir hvatninguna og stuðninginn þegar illa gékk. Einnig vil ég þakka Margeiri og Lofti fyrir skemmtilegt golf, þó Margeir hafi örugglega ekki verið að spila sitt besta golf, frekar en ég.  Spilar maður ekki bara eins vel og andstæðingurinn leyfir, eða þannig.
kv
Emil

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband