Leita í fréttum mbl.is

Kynning á félögum Nafnlausa Golffélagsins

Þar sem það eru ekki nema 6 dagar í fyrstu umferð mótsins þá er við hæfi að kynna meðlimi félagsins.

Þetta er bara það sem þekkist hjá öllum stórklúbbum eins og okkar um alla evrópu.

 

aron

 Aron Hauksson er formaður félagsins og aðaldriffjöður.

Það er spurning hvað gerist hjá honum í sumar. Aron er búinn að vera í æfingarbúðum á Flórida. Líklega fáir í félaginu sem hafa lagt eins mikið í undirbúningstímabilið bæði fjárhagslega og andlega. Þá hefur Aron breytt um mataræði til að koma enn betur undirbúinn fyrir leiktímabilið og verður áhugavert að sjá hvort allt þetta skili sigrum í sumar.  

 

 

benni

Benedikt Hauksson er ókrýndur veislugjafi félagsins.

Benni mun líklega vinna ófáa leiki í sumar með því að hóta að birta myndir af mönnum á lokahófi félagsins síðasta haust. En þar hélt hann eina glæsilegustu veislu í manna minnum. En það er ekki spurning á Benni á eftir að taka fleiri sigra vegna hæfileika sinna sem golfari. Þetta tvennt gæti verið hættuleg blanda í sumar.

 

denni

Sveinn Ingvarsson stjórnarformaður Burgernefndarinnar ásamt að sitja í stjórn Shootout nefndarinnar. 

Denni er einn af þessum leikmönnum sem getur komið á óvart í sumar og má jafnvel segja að hann sé X-factor því maður veit aldrei hvað gerist hjá honum. Margir hafa fallið fyrir sakleysissvipnum og ekki áttað sig á því að hafa tapað leiknum fyrr en á 18 gríni.

Stórhættulegur leikmaður.

emil

Emil Hilmarsson formaður ferðanefndarinnar.

Einn af þessum leikmönnum sem kemur alltaf á óvart með leik sínum. Býr yfir miklu jafnaðargeði á vellinum, sem oftar en ekki hefur reynst andstæðinum hans skeinuhætt. Hefur einnig sýnt gífurlega skipulagshæfileika í ferðum félagsins sem formaður ferðanefndar. Heyrst hefur að Emil ætli sér stóra hluti í sumar og hefur hann hæfileikana til að standa við þau stóru orð.

 

gulli

Guðlaugur Einarsson Wild man

Gulli er óútreiknalegur golfari, því andstæðingar hans vita ekki alveg hvar þeir hafa hann. Högglengd hans er mikil þó svo að kúlan fari ekki alveg beint þá flýgur hún mjög langt. Einn af þessum leikmönnum sem gæti náð mjög langt.

 

 

heimir

Heimir Freyr Hálfdánarson túlkur félagsins.

Heimir er mjög sterkur einstaklingur sem hefur mátt þola ýmislegt á sínum golfferli. Hann hefur ítrekað komið "aftur" og unnið leiki sem hefðu átt að vera tapaðir. Það verður gaman að fylgjast með Heimir í sumar. Þeir sem hafa áhuga geta skráð sig á lista til að vera kaddý fyrir Heimir. 

 

ingi

Ingi Ólafsson Ironman

Ingi hefur gífurlegt keppnisskap og gjörsamlega neitar oft að viðurkenna að holan sé töpuð.  Þetta sama skap hefur fært honum nokkra sigra í gegnum tíðina. Mjög rólegur og yfirvegaður á leikvelli. Ingi er áhugaverð blanda af keppnisskapi, rólegheitum og yfirvegun. Það gæti allt gerst hjá honum í sumar.

 

ingithor

Ingi Þór Hermannsson stúdentinn

Ingi Þór kemur til með að vera stóra spurningamerkið í sumar, ekki vegna hæðar sinnar. Heldur vegna þess að hann settist á skólabekk fyrir nokkru og er að klára þann pakka. Það þarf ekkert minna en MBA nám til eiga möguleika á að verða formaður félagsins. Hann hefur verið á hraðri niðurleið forgjafalega séð síðustu ár.

Spurning hvað gerist í sumar.

maggi

Magnús Ingi Stefánsson Varaformaður, situr í stjórn ferðanefndar

Maggi er líklega sá eini sem hefur hækkað í forgjöf á milli ára. Hann er mjög stórhuga og ætlar sér langt í golfinu en hefur einhvern veginn ekki náð að fylgja því eftir. Stefnir á túr eldri kylfinga (LEK) og ætlar sér stóra hluti þar.

Já, hann er alltaf með svokallaðann farandbikar félgsins.

 

oli

Ólafur Hafsteinsson Fylkismaður Nr.1

Óli hefur gífurlega reynslu sem íþróttamaður sem hefur skilað flestum hans sigrum í gegnum tíðina. Hann veit ekki hvað hræðsla er á leikvelli og tæklar allar aðstæður eins. Hans stíll er ekki varnarsinnaður heldur ávallt sókn. Þetta sumar gæti orðið áhugavert hjá Óla þar sem hann mætir til leiks með nýtt Ping sett.

 

sammi

Samúel Ingi Þórarinsson Grafískur hönnuður félagsins

Sammi á heiður af lógói félagsins, snilldarmerki. Fimm tré Samma er alltaf jafn ógnvekjandi og eru ekki allir meðlimir sáttir við það. Þar sem hann slær jafnlangt með því og hinir með driver. Sammi fór holu í höggi í fyrra á Korpu.

 

 

svenni

Sveinn Ásgeir Baldursson Yfirstílisti og grínari

Svenni er snilldargolfari og margt annað til lista lagt en bara að spila golf. Hann er líklega sá golfari í hópnum sem notar sálfræði markvisst á andstæðinga í upphafi leiks. Líklega eru fáir eða enginn í hópnum sem á jafnmargar medalíur, að hans sögn. Þá eru fáir jafn glæsilegir á velli og Svenni og það eitt á eftir að skila honum nokkrum sigrum í framtíðinni.

Gæti orðið hans sumar.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er strax komið lögfræðingamál í spilið, ef ég man rétt náði Benni þeim merka áfanga að fara holu í höggi í Borgarnesi, fyrir 2 árum og því er Sammi ekki sá einni sem á þennann heiður.  Benni viltu leggja fram kæru í þessu máli.

Formaðurinn

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 10:32

2 identicon

Sælir  Ef ég man rétt fór Svenni holu í höggi á 6. á Korpu. Ég hélt að það hefði ekki farið fram hjá neinum, hálf þjóðin fékk SMS frá honum.

Ég held að hann hafi notað Driver þ.e.a.s. til að komast heim!!!

Ingi

Ingi ólafsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband