Leita í fréttum mbl.is

Nýja forgjöfin

Meira bullið með þessi forgjafarmál hjá GR. Ég hef verið að reyna að skrá inn hringinn frá því síðasta þriðjudag. Skv nýrri forgjöf  (19) hefði ég átt að lækka um 0,3, skv punktafjöldi upp á 37 punkta. Þegar ég skrái þetta inn þá fæ ég forgjöf 17 og 35 punkta. Hélt að þetta væri galli í síðunni, þar sem unnið hefur verið  að uppfærslu síðunnar.

Ég tók svo þátt í móti á Hvaleyrinni í dag með nýju forgjöfinni, að ég hélt. Skorið er svo sem ekki í frásögur færandi, enda skipti ekki máli í þessu tilfelli. Ég sé svo þegar ég kem inn að ég er með gömlu forgjöfina. Þá höfðu Keilismenn ákveðið  að taka ekki marka á nýrri forgjöf GR-inga og færa inn úrslit skv þeirr gömlu. Mér skilst að þetta sé orðið eitthvað hitamál milli klúbbanna. Hvers eigum við að gjalda? Verðu maður að halda úti tveimur forgjöfum, einni fyrir GR velli og annarri fyrir aðra velli?  Hvaða bull er í gangi.

Sjá spjall á kylfingur.is og færslu frá 18.05, Tilkynning frá mótanefnd Keilis á heimasíðu Keilis


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var að lesa mikið á spjallinu á www.kylfingur.is og er þetta all rosalegt hitamál í golf heiminum og skemmtilegt að lesa spjallið á kylfingi til sjá skoðanir manna á þessu.

Ég veit satt að segja ekki hvaða skoðun ég hef á þessu, en líklega  finnst mér þetta eiga rétt á sér fyrir mig allavegana þar sem ég spila oftast og það lang oftast GR vellina og þar er ég jú með rétta leikforgjöf miðað við í fyrra og ekki hafa vellirnir breyst.

Hinsvegar væri gaman að fara á einhvern annann völl og spila í móti og sjá hvernig manni gengur núna með auka 3 högg í forgjöf.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband