Leita í fréttum mbl.is

11.Leikdagur - Úrslit

Spilað var á Korpunni í fínu veðri. Fengum einn "hitaskúr" á okkur annars var veðrið fínt eins og áður segir.

Völlurinn er því miður langt frá því að vera góður og eru grínin virkilega slæm. Maggi lét það ekki hafa áhrif á sig og spilaði 1 undir pari. Aðrir leikmenn voru að spila ágætlega, er það ekki annars Heimir....... 

Spurning að félagar Nafnlausa golfélagsins heimti að Maggi fari í lyfjapróf. Bara til að sýna fordæmi fyrir önnur aðildarfélög PGA og GSÍ. Það er ekki eðlilegt að maðurinn skuli spila einusinni í viku og vera trekk í trekk undir pari vallar.

Eftir næstu umferð er deildarkeppni lokið og úrslit hefjast. Eins menn muna þá eru reglurnar þannig að þeir sem eru í sæti 1-4 sitja hjá í fyrstu umferð en sæti 5-12 spila um að komast í 8 manna úrslit og mæta þá þessum "snilldargolfurum" sem voru í sæti 1-4. Hinir spila um sæti 9-12.

Enn er ekki búið að skipa í lokahófsnefnd. Svo virðist sem að enginn þori að taka það að sér eftir frábæra veislu Benna Hauks síðasta haust. Spurning að byrja frá grunni á pylsu og kók og reyna síðan að toppa það á næsta ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband