5.5.2008 | 11:59
Breytingar á skipulagi fyrir komandi tímabil
Þannig að ég legg til nokkrar breytingar á skipulaginu í ár.
1. Frá 15. Mai til 16. September eru 18 þriðjudagar, þar af fer 1 í frí vegna meistarmóts og annar sjálfsagt vegna veðurs, því má gera ráð fyrir 16 leikdögum, byrjum þó þegar vellirnir opna og hættum þegar völlum lokar, þannig að leikdagar gætu orðið fleiri eða færri. Reynum að spila framað bændaglímu.
2. Ég legg til að eingöngu verði spiluð punktakeppni í ár og engin úrslita keppni.
3. 10 bestu hringirnir gilda til skors.
4. Ef menn mæta ekki í 10 skipti tvö ár í röð þá verða þeir að snúa sér að einhverju öðru og segja sig úr félaginu, byrjar að telja frá árinu í ár (árið í fyrra telur ekki með), Aðeins verður spilað á þriðjudögum og engir auka hringir telja til mætinga.
5. Punkta keppnin verður ekki þannig að punktafjöldi í leik gildi, eins og var hjá okkur í fyrra, heldur tökum við veður og vallaraðstæður inní leikinn og sigurvegari dagsins fær 12 stig, 2. Sæti 10, 3. Sætið 8, 4. Sætið 7, 5. Sætið 6, 6.sætið 5, 5.sætið 4, 6. Sætið 3, 7. Sætið 2, 8. Sætið 1, og aðrir minna.
6. Höldum einnig shoot out mótið eins og í fyrra, drekkum bara aðeins minna í ár, shoot out nefndin í fyrra stóð sig mjög vel og legg ég til að hún sitji áfram, kaupa samt aðeins minna af brennivíni.
7. Í ár höfum við úr 7 völlum að velja og væri ég til í að við leggja meiri áherslu á að spila GR vinavellina meir en hefur verið, og segja að við spilum hvern völl allavegana einu sinni.
8. Lokahófið verður dagsett strax að vori, lokahófsnefnd valin og sú dagsetning stendur og menn verða að aðlagast henni, vantar sjálfboðaliða í nefndina.
9. Ef þetta lukkast vel í ár, þá gætum við bætt inní þetta sjálfstæðri bikarkeppni á næsta ári.
Séu menn með aðrar tillögur þá þarf að birta þær fyrir aðalfundinn sem haldinn verður strax að loknum æfingahring eftir að vellirnir opna.
Gott væri að heyra í mönnum hvort þeir styðji þessa tillögu eður ei.
Í ár hafa golfreglur breyst töluvert og mun ég senda út email á næstunni til að kynna þessar breytingar, t.d. hvað leikhraða varðar, vatnstorfærur ofl.
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.