Leita í fréttum mbl.is

Fundargerð 8. maí 2009

Mættir:

Aron Hauksson

Emil Hilmarsson

Guðlaugur Einarsson

Guðmundur Friðbjörnsson

Heimir F. Hálfdanarson

Ingi Ólafsson

Magnús Ingi Stefánsson

Ólafur Hafsteinsson

Samúel Ingi Þórarinsson

 

Fjarverandi:

Benedikt Hauksson

Sveinn Ingvarsson

 

Eftirfarandi atriði voru rædd og ákveðin

·         Aron Hauksson sagði formlega af sér formennsku í Nafnlausa Golffélaginu. Þakkað var fyrir störf hans sem formanns með dúndrandi lofataki

·         Nýr formaður sjálfkjörinn án mótatkvæða, Emil Hilmarsson.

·         Leikdagar verða á þriðjudögum og áætlaður fjöldi leikdaga er  17 (til 15 sept).  Áætlað er að hefja leik milli 16:50 og 17:30 í sumar

·         Leikfyrirkomulag sumarsins  2009 ákveðið. Spilaðar verða tvær keppnir, Holukeppni og Punktakeppni.

·         Sigurvegari Holukeppninnar verður krýndur Meistari Meistaranna 2009 en sigurvegari Punktakeppninnar verður krýndur Deildarmeistari 2009.

·         Spilaðar verða 11 leikir í Holukeppni, allir við alla. Til að byrja með er aðeins heimilt að leika á þriðjudögum en ákvörðun verður tekin af formanni þegar líða tekur á sumarið hvort frestaðir leikir megi spilast á öðrum dögum, ef mikið er um frestanir.

·         Punktakeppnin er spiluð samhliða Holukeppni, sem þýðir að menn verða að klára hverja holu út til að fá punkt. Ekki er hægt að gefa pútt í Punktakeppni.  Bestu 10 hringir í Punktakeppni gilda í lokin.  Punktakeppni má aðeins spila á skilgreindum leikdögum (þriðjudögum)

·         Tilskilinn leikjafjöldi fyrir sumarið 2009 er:

o   11 leikir í holukeppni

o   10 leikir í punktakeppni

·         Fyrri reglur um Gula spjaldið er í fullu gildi. Leikmaður fær gult spjald ef hann nær ekki tilskildum leikjafjölda. Annað gula spjaldið þýðir rautt spjald, þ.e. leikmaður fær ekki að spila næsta tímabil á eftir sem meðlimur með Nafnlausa Golffélaginu.

·         Nýir meðlimir sem teknir eru inn í félagið eru á svokölluðu skilorði, þ.e. ef þeir mæta ekki skv reglum félagsins þá fá þeir ekki að vera með næsta ár á eftir.

·         Greidd voru atkvæði um nýjan meðlim í félagið. Hann er Jóhann Jónsson, fgj. 9,8.  Hann var samþykktur samhljóða.

·         Félagsgjöld fyrir leiktímabilið 2009 voru ákveðin 8.000 kr. Þessar tekjur verða notaðar fyrir Shoot-out mót og Lokahóf. Formaður mun senda út rukkun og halda utanum  greiðslur

·         Shoot-out nefnd skipa Magnús Ingi  Stefánsson og Sveinn Ingvarsson

·         Lokahófsnefnd skipa Ólafur Hafsteinsson og Magnús Ingi Stefánsson

·         Bókanir vegna spilamennsku á þriðjudögum þurfa að eiga sér stað  kl 8: 00 á sunnudagsmorgnum. Formaður mun skipa menn til að sjá um skráningu í hvert skipti eftir hentugleika.

 

Annað var ekki rætt og fundið því slitið.

 Emil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er flott, lofar góðu fyrir sumarið.

mis (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:22

2 identicon

Mig langar að byrja á því að óska nýjum formanni fyrir kosninguna, og hef ég fulla trú á að félagið eigi eftir að vaxa of dafna mjög vel í höndum nýs formanns.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband