Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti leikdagur búinn og 100% mæting...............

NafnlausaÞað ótrúlega gerðist að það var 100 mæting á fyrsta leikdegi þessa tímabils, þeas. ef það hefði verið spilað. En vegna veðurs var ekki hægt að spila golf þennan dag. Reyndar sást til fólks út á velli en við vorum ekki vissir hvor það væri hægt að flokka það sem golf sem þau voru að spila. Svo mikið var rokið.

Nýji formaðurinn, Emil, fékk erfitt verkefni strax á þessum fyrsta leikdegi............ átti að spila eða ekki. Þetta er mjög einfalt í okkar hóp, formaðurinn ræður og ekkert lýðræðiskjaftæði. Reyndar tók hann sína ákvörðun eftir handauppréttingar, en það hefur samt ekkert með lýðræði að gera. Þrátt fyrir að það væri búið að aflýsa leikdegi ákváðu 4 aðilar að fara út að spila og kölluðu hina ýmsum nöfnum eins og kellingar, aum.. og fleira. Þegar þessar 4 hetjur löbbuðu út úr klúbbhúsinu og á teig breytist þetta aðeins. fóru að heyrast raddir um kannski væri rokið of mikið. Þessum aðilum til varnar var ákvörðunin tekin innan dyra í algjöru logni. Þannig á endanum fór enginn út að spila og allir urðu alvöru karlmenn aftur.

Þá var ákveðið að flytja leikdaginn fram á seinnipart næsta sunnudags. Sá hringur verður ekki talinn með í punktakeppnina þar sem hringir á þriðjudögum telja eingöngu í hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband