Leita í fréttum mbl.is

12. leikdagur í Grafarholtinu

12. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær, 12 ágúst, í frábæru veðri, sól og nánast logn.
Mæting var mjög góð, aðeins einn sem komst ekki en fyllt var upp í með gestaspilara. Skemmst er frá því að segja að Maggi vann Benna á síðstu holunni eftir æsispennandi leik. Aðrir leikir voru ekki síður spennandi en Jói og Ingi skildu jafnir, Óli vann Heimi og Sammi tók Gumma. Denni vann svo Gulla

kv
Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sælir félagar.

Við Gummi áttumst við í spennandi viðureign í Holtinu í gær.

Með okkur í holli voru þeir Gulli og Denni sem háðu einnig harða keppni.

Leikurinn fór af stað þannig að við skiptumst á að eiga sitthvora holuna framan af og vorum við báðir að spila golf sem vakti auðsjáanlega aðdáun (svo að ég segi ekki öfund) hjá félögum okkar sem voru frekar eins og grúppíur í kringum okkur Gumma en eitthvað annað. Staðan var þannig að eftir 9 holur var ég með 20 punkta og átti eina holu á Gumma.

Ég fór illa að ráði mínu á 10 holu og Gummi rétt misti tækifæri til að jafna leikinn enda var hann eins og öskrandi ljón og glefsaði í mig við hvert tækifæri. Gulli og Denni gátu allavega haft gaman af því að fylgjast með atganginum.

Ég paraði 11, 12 féll og ég vann 13 og 14 og var 4 upp.

15 holan var skrautleg hjá okkur flestum en ég endaði á pari á annan boltann og vann leikinn 5/3.

Það verður að minnast afreka þeirra félaga Gulla og Denna og það helsta var að finna boltann hans Gulla á 7. sem var "deep in the jungle" þetta var eins og að horfa á Rambo returns og um tíma var ég ekki viss um hvort þeir ættu afturkvæmt úr skóginum. Það var gaman á stundum að horfa á þá Gulla og Denna skottast þetta um móana út og suður um allt.

Veðrið var dásamlegt, félagsskapurinn frábær og Gummi kylfingur sem hægt er að læra "ýmislegt" af.

Takk fyrir daginn félagar.

Samúel Ingi Þórarinsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 10:14

2 identicon

Ég hef litlu við skrif Samma að bæta nú nema það að ég vann Gulla á 16 og var í fyrsta skipti nokkuð sáttur við spilamennskuna í sumar. Var reyndar í tveimur hlutverkum að þessu sinni og mundaði myndavélina  grimmt náði t.d. mynd af Man.Utd boltanum hans Gulla á kafi í sandi sem er nokkuð lýsandi dæmi  fyrir gengi þess smáklúbbs í vetur. Annars var þetta frábær hringur og gaman að sjá hvað félagarnir eru farnir að drive rosalega og jafnvel fyrir horn efa þess þarf. Mæti með myndavélina í næstu umferð þar sem mér tókst að eyða öllum myndunum (aftur)

kv. denni

sveinn ingvarsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband