Leita í fréttum mbl.is

Síðasta umferð sumarsins

Þá er seinustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu lokið. Spilað var í Grafarholti í bara ágætis veðri. Aðeins mættu 3, Gummi, Aron og Emil. Þeir Emil og Aron voru að spila til úrslita í holukeppninni þar sem þeir voru jafnir í efsta sæti með 8,5 vinninga. Þetta byrjaði frekar illa hjá Aroni og eftir 5 holur var Emil 4 upp. Aroni tókst svo að snúa þessu við þegar líða tók á leikinn og komst hann einn upp eftir góðan fugl á 14. Emil náði því til baka á 15  og allt jafnt þegar komið var á 18.  Þessi leikur var æsispennandi alveg fram á síðasta pútt hjá Aroni. Málið varð að ég varð að setja 4-5 metra pútt ofaní og fá skolla til að halda í við Aron. Með því fékk ég 34 punkta og búinn að jafna Inga í Punktakeppninni. Það tókst. Aron átti erfitt 3-4 metra pútt eftir og með því að setja það niður gat hann unnið leikinn og náð 37 punktum og unnið punktakeppnina einnig. En, hann rétt missti það og rann kúlan töluvert fram yfir holuna og nú átti hann ekki einfalt pútt eftir til að jafna leikinn. En Aron klikkaði ekki og sett ofaní og náði 36 punktum.  (sjá úrslit í Excel skjali sem fylgir hér)

Því eru úrslit í báðum keppnunum enn óráðin, Emil og Aron enn jafnir í Holukeppninni og Ingi, Aron og Emil allir jafnir í Punktakeppninni.

Þetta þýðir að þessir þrír verða að spila úrslitaleik næsta sunnudag.

 

Formaðurinn


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband