Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

10. leikdagur

Spilað var í dag í Grafarholtinu í blíðskaparveðri, skýjað, lítill vindur, smá skúr í upphafi en annars þurrt en skýjað.

Góð mæting var 10. mættir

 Helstu tilþrif dagsins voru þau að Maggi spilað á 66 höggum, fékk 6 birdie og aðeins einn bogey.

Úrslitin eru hér til vinstri.

Nú er að komast smá mynd á þetta þegar menn eru að komast í 8 hringi.

Minni menn á að það má leika 3 aukaumferðir og hvet ég menn til að nýta sér það.


9. leikdagur

Þá er 9. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu í enn einu blíðviðrinu, þetta er alveg með eindæmum hvernig sumarið er búið að vera.

Ræst var út klukkan 17:00 og 17:20, það var hann Sammi sem stóð sig eins og hetja í að mæta snemma og bóka rástíma.

Úrslit dagsins eru hér til vinstri.

Formaðurinn.

 


Meistaramót, úrslit

Lokastaðan úr meistaramótunum er:

Benni, 3. sæti í 3. flokki GR, glæilegt.
Emil, í 17-18 sæti í 3. flokki GR.
Ingi, 9. sæti í 2. flokki GR.
Aron, 13-14 sæti í 2. flokki GR.
Gulli, 79. sæti í 2. flokki GR.
Sammi, 83. í 2. flokki GR.
Ingi Þór, 7. í 2. flokki GO.

Þetta er glæsilegur árangur hjá okkur mönnum og óska ég þeim öllum til hamingju með árangurinn.

Formaðurinn


Meistaramót 3. leikdagur

Staðan eftir 3 hringi í meistaramótunum er eftirfarandi.

Staðan hjá þeim eftir fyrsta hring er eftirfarandi:

Benni, 3-4. sæti í 3. flokki GR, aðeins 7 höggum frá fyrsta sætinu.
Emil, í 14-16 sæti í 3. flokki GR, 17 höggum frá fyrsta sætinu.
Ingi, 11-12 í 2. flokki GR, 12 höggum frá 1. sætinu
Aron, 18-19 sæti í 2. flokki GR, 15 höggum frá 1. sætinu
Gulli, 75. sæti í 2. flokki GR
Sammi, 84 í 2. flokki GR
Ingi Þór, 4-5 í 2. flokki GO, aðeins 6 höggum frá 1. sætinu.

Þá er aðeins einn hringur eftir og vonandi eiga okkar menn eftir að sýna stjörnuleik og skila inn mikilli lækkun á forgjöf og þeir sem eru í baráttunni að skila góðum hring og komast í vinningssæti. 

Formaðurinn


Meistaramót 2. leikdagur.

Staðan eftir 2 hringi í meistaramótunum er eftirfarandi.

Staðan hjá þeim eftir fyrsta hring er eftirfarandi:

Benni, 2. sæti í 3. flokki GR, aðeins 2 höggum frá fyrsta sætinu.
Emil, í 8-9 sæti í 3. flokki GR aðeins 12 höggum frá fyrsta sætinu.
Ingi, 13-15 í 2. flokki GR, aðeins 9 höggum frá 1. sætinu
Aron, 26-31 sæti í 2. flokki GR, aðeins 14 höggum frá 1. sætinu
Gulli, 56-60 sæti í 2. flokki GR
Sammi, 89 í 2. flokki GR
Ingi Þór, 7-8 í 2. flokki GO, aðeins 9 höggum frá 1. sætinu.

Vonandi eiga okkar menn eftir að sýna sitt rétta andlit í 3. degi og skila inn skori sem færa þá nær 1. sætinu. 

Formaðurinn


Meistaramót 1. leikdagur.

Í dag eru nokkrir meðlimir Nafnlausa golffélagsins að taka þátt í Meistaramóti sinna klúbba.

Staðan hjá þeim eftir fyrsta hring er eftirfarandi:

Benni, 2-3 sæti í 3. flokki GR
Emil, 10-12 sæti í 3. flokki GR
Ingi, 4-6 sæti í 2. flokki GR
Aron, 44 - 51 sæti í 2. flokki GR
Gulli, 52 - 56 sæti í 2. flokki GR
Sammi, 87 - 88 sæti í 2. flokki GR
Ingi Þór, 6-7 sæti í 2. flokki GO

Það er ljóst að Benni og Ingi er að leika mjög vel og hafa fengið einhverja lækkun í dag, vonandi ná þeir að fylgja þessu góða gengi eftir í alla 4 dagana.

Formaðurinn

 


8. leikdagur úrslit.

Þá er 8. leikdegi lokið.

Spilað var í Leirunni, í blíðskapar veðri, smá vindur, en sól og flott.

Völlurinn var fínn, þó orðinn dáldið þur og flatirnar hefðu mátt vera ný slegnar, svo var röffið eitthvað að stríða sumum, þar sem það var dáldið hátt, erfitt að finna kúlurnar í því og enn erfiðara að slá úr því.

 Úrslit dagsins ásamt úrslitum auka umferða eru hér til vinstri.

Formaðurinn.


Nafnlausa Golffélagið eignast Íslandsmeistara

Aron Hauksson gerði sér lítið fyrir og vann 3.flokk karla á Íslandmóti 35+ nú um daginn. Það kemur okkur félögum hans ekkert á óvart að hann skildi vinna þetta. Eins og sést á skorinu hans þá var mjög stabíll í þessu móti.

Maður fer að pæla hvað þessi drengur gæti náð langt ef hann æfði eins og maður og myndi jafnvel hætta dagvinnu sinni og hafa atvinnu af golfinu.

Enn og aftur til hamingju Aron 

 


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband