Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

9. leikdagur, 29. júlí, Grafarholti

Spilað var í Grafarholti, þar sem undirritaður tók ekki þátt, mætti varamaðurinn skila inn smá leikskýrslu.

Aðeins náðist 57% þátttaka og vil ég þakka þeim sem mættu sérstaklega fyrir sitt framlag til að halda þessu félagi gangandi.

Úrslitin eru hér til vinstri.

 Formaðurinn,

 


8. leikdagur, 22. júlí, Grafarholti

Þá er 8. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu, veðrið var flott, smá vindur til að byrja með en svo bongó blíða.

Völlurinn loksins orðinn frábær, en þó 1-2 grín sem mættu vera betri.

75% mæting var í dag og vil ég þakka þeim sem mættu kærlega fyrir þáttökuna.

Úrslitin eru hér til vinstri.

Formaðurinn


7. leikdagur, 8. júlí, Korpan

Þá er 8. leikdegi lokið, spilað var við frábærar aðstæður á Korpunni.

Veðrið var frábært, andvari, sól og hiti, stuttbuxnaveður og stuttermabolur.

Völlurinn er, já bara orðinn frábær, flatirnir að verða þær bestu á landinu, hinsvegar þá er röffið alltaf að verða hærra og hærra og því betra að vera bara á braut.

Spilamennskan gekk hægt, hringurinn var um 4:50.

75% mæting var sem telst gott, og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir þáttökuna.

Í næstu viku verður frí hjá okkur vegna meistaramótsins.

Formaðurinn.

 

 


6. leikdagur, 1. júlí, Korpan

Spilað var á Korpunni.

Enn var slegið met í mætingu og var mætingin núna 83%.

Veðrið byrjaði fremur þokkalegt, töluverður vindur, en þurtt, en svo þegar fyrri 9 voru hálfnaðar þá byrjaði að rigna og eiginlega demba.

Það voru þó nokkrir sem létu sig hafa það að spila 18 holur, en margir hættu eftir 9. holur.

Siðanefnd Nafnlausa félagsins ákvað að þeir sem byrjuðu hringinn fengju punkta fyrir það sem þeir voru búnir að spila og X á restina.

Völlurinn er enn ekki orðinn nógu góður, flatirnar frekar bara lélegar.

Úrslitin eru hér til vinstri.

Formaðurinn.


5. leikdagur, 24. júní, Akranes

Spilað var á Akranesi.

Það náðist metþáttaka þetta árið 75% mæting.

Þar sem formaðurinn mætti ekki þá verður þessi leikskýrsla frekar stutt, en gaman væri að fá leikskýrslu frá þeim sem mættu.

 Úrslitin eru hér til vinstr.

Formaðurinn

 


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband