Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
29.8.2010 | 16:10
Umferð á laugardaginn
Spiluð var umferð á laugardagsmorgun á Korpunni í einu besta veðri sumarsins.
Um svipað leiti og menn í hverfinu voru að skríða heim af föstudagsdjamminu hófuð Ingi og Emil leik á Korpunni. Skemmst er frá því að segja að Emil hafði Inga á 16. holu.
Upp úr 8 mættu svo Gulli ásamt Ívari og Gumma sem áttu leik. Ívar vann Gumma nokkuð sannfærandi og þarf með Holukeppni Nafnlausa Golffélagsins 2010 með 9,5 vinninga. Við óskum Ívari til hamingju með titilinn.
Enn á þó eftir að klára 3 leiki í Holukeppninni (Ingi-Gummi, Heimir-Aron og Gulli-Óli)
Spennan í punktakeppninni heldur þó áfram og er Ívar á toppnum þar einnig, en það munar ekki mörgum punktum á næstu mönnum. Munar 6 punktum á öðru sætinu og 8 á því þriðja. Allt getur enn gerst.
Skoðið stöðuna á úrslitasíðunni
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2010 | 21:29
Síðasti þriðjudagurinn !
Spiluð var umferð í Grafarholtinu síðasta þriðjudag og næsta víst er að ekki verður spilað meira á þriðjudögum sökum myrkurs. Því verða síðustu umferðirnar sem eru 3-4 spilaðar um helgar.
Spilaðir voru tveir leikir í holukeppninni og unnust þeir nokkuð örugglega. Siggi vann Inga og Heimir vann Gumma. Aðrir sem mættu spiluðu punktakeppni en það voru Maggi, Emil, Sammi og Gulli.
Nú eru slæmu leikirnir farnir að detta út hjá þeim sem áttu slæma leiki inni og staðan því að jafnast. Ívar er þó enn með nokkra forystu. Þó munar aðeins 5 punktum á honum og Magga sem er í öðru sæti og svo kemur formaðurinn, 6 punktum á eftir Magga.
Á úrslitasíðunni má sjá nýjustu stöðuna. Hafa þeir leikir í holukeppninni sem þurrkast út verið merktir með rauðu. Þeir leikir hafa því dottið út hjá viðkomandi. Næsti leikur sem dettur út, ef spilað er betur en sá leikur, er merktur með gulu.
Einnig er búið að bæta inn Excel skjalinu sem uppfært er eftir hverja umferð, þaðan sem myndirnar á úrslitasíðunni eru teknar frá. Til að skoða það þarf að vista það niður með xlsx endingu
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2010 | 17:25
Uppfærð staða
Nú fara leikir í holukeppninni að klárast og aðeins 7 leikir eftir í keppninni. Gummi og Ingi eiga 3 leiki eftir hvor, Heimir á 2 leiki eftir en aðrir minna. Planaðar leikdagar fram til 14. september eru 4. Væntanlega munum við þurfa að færa leikdaga yfir á helgar þar sem farið er að dimma ansi snemma.
Holukeppnin er spennandi og getur Ívar tryggt sér sigurinn með sínum seinasta leik sem er við Gumma. Þeir eru að plana að spila um helgina og skemmtilegt væri ef einhverjir gætu spilað með þeim.
Punktakeppnin er líka spennandi þar sem með góðri mætingu geta menn farið að klippa út slæmu leikina, þar sem aðeins 10 bestu leikir hvers telja
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2010 | 19:07
Umferð í Grafarholtinu
Umferð fór fram í Grafarholtinu síðasta þriðjudag.
Aðeins náðist að spila tvo leiki í holukeppninni þar sem þeir sem mættu voru flestir búnir að spila innbyrðis. Ingi vann Heim og Emil vann Sigga.
Annars eru línur að fara að skýrast í punktakeppninni. 8 leikmenn hafa náð 10 leikjum eða fleiri þ.a. nú fara lélegu leikirnir að detta út hjá þeim þar sem 10 bestu punktaleikirnir telja. Því getur staðan þar breyst tiltölulega fljótt hjá þeim sem eiga inni lélega leiki. Því er mikilvægt að vera duglegur að mæta til að hala inn punktum.
Stöðuna má sjá hér
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2010 | 09:14
Umferð á Skaganum
Spiluð var umferð á Skaganum í gær. Alls mættu 9 úr hópnum og tveir gestaspilarar. Ívar heldur uppteknum hætti og vann sinn leik á móti Sigga. Aðrir leikir fóru þannig að Maggi vann Gulla, Ingi vann Aron og Óli vann Samma.
Staðan er að skýrast nokkuð í holukeppninni en þar leiðri Ívar með 7.5 vinninga á meðan Maggi er með 6,5 og báðir eiga tvo leiki eftir.
Í punktakeppninni er Ívar einnig efstur með að meðaltali 33,7 punkta og Maggi í öðru sæti með 32,2 punkta að meðaltali.
Annars má sjá stöðuna hér
Það eru þrír leikmenn sem aðeins eru komnir með 6 leiki af 11 það sem af er og verða að fara að gefa aðeins í. Þetta eru Denni, Heimir og Gummi
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar