Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
25.9.2011 | 20:20
Lokaumferð
Þá hefur síðast umferð hjá Nafnlaus Golffélaginu farið frá á þessu ári. Spilað var á Korpunni í alveg ágætis veðri. Einn leikur var í Holukeppninni en þar vann Ingi sinn leik á móti Gumma. Spenna var í Punktakeppninni en röð efstu manna breyttist þó ekkert. Besta skor dagsins var hjá Samma, alls 36 punktar.
Sigurvegari Punktakeppninnar þetta árið var undirritaður. Í öðru sæti var Sigþór Magnússon og í því þriðja Sigurður Stefánsson. Lokastöðuna má sjá á úrslitasíðunni.
Lokahófið var svo haldið með stæl heima hjá Heimi og Ebbu. Þar fór einnig fram hin árlega lokahóps púttkeppni karla og kvenna. Sigurvegari kvenna, annað árið í röð var Dagrún en formaðurinn hafði svo sigur í karlakeppninni eftir bráðabana við Magnús Inga.
Tilþrifaverðlaun fékk svo Sigurður (fyrir að standa út í Korpu og slá sínum bolta upp úr ánni á loka degi). Siggi fékk einnig sérstök verðlaun fyrir topp mætingu í sumar en hann missti ekki af einu einast skipti.
Aron Hauksson var svo verðlaunaður fyrir mestu framfarir sumarsins, þ.e. mestu lækkun forgjafar.
Annars urðu úrslit þessi í keppnum sumarsins:
Punktakeppni
- Emil Hilmarsson
- Sigþór Magnússon
- Sigurður Stefánsson
Deildarmeistari Nafnlausa Golffélagsins 2011
- Guðlaugur Einarsson
- Sigurður Stefánsson
- Ólafur Hafsteinsson
Deildarmeistari 2011
Formaðurinn
Emil Hilmarsson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2011 | 20:34
Næst síðast umferðin
Síðasta laugardag var næst síðast umferðin hjá Nafnlausu spiluð. Aðeins einn leikur fór fram í holukeppninni. Þar hafði Ingi sigur á Magga, 1-0.
Þó veðrið hafi verið mjög gott mættu aðeins 7 úr hópnum.
Ljóst er að staða efstu mann í Holukeppninni mun ekki breytast þó ein umferð sé eftir. Síðasta umferðin verður spiluð á Korpunni næsta laugardag og verður lokahófið hjá Heimi í Skerjafirðinum þá um kvöldið. Það stefnir í góða mætingu á seinast leikdegi og enn betri um kvöldið en búast má við "fullu" húsi.
Það er enn spenna í punktakeppninni og ekki ljóst hverjir munu skipa þrjú efstu sætin. Það getur allt gerst á laugardaginn
Sjá stöðuna á úrslitasíðunni
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2011 | 16:36
17. umferð í Grafarholtinu
Í dag var spiluð umferð í Grafarholtinu í þvílíkri blíðu. Mæting var þokkaleg og fyllt var upp í með gestaspilurum. Eini leikurinn sem fram fór í Holukeppninni var viðureign Heimis og Gumma. Það var æsispennandi leikur alveg fram á seinustu holu en þar hafði Heimir Gumma, 1-0.
Alls mættu 8 félagar til leiks í dag og átti Gulli besta hring dagsins. Hann spilaði á 37 punktum.
Samkvæmt dagskrá eru aðeins tveir spiladagar eftir. Enn eru örfáir leikir eftir í Holukeppninni og er mönnum frjálst að spila þá hvenær sem er og eru menn hvattir til að koma sér saman um leikdag og klára sína leiki. Tilkynna þarf til Formanns þá leiki sem spila á. Þeir leikir teljast þó ekki í Punktakeppninni ef þeir eru spilaðir fyrir utan skilgreinds leikdags,eins og kveðið er á um í reglum félagsins.
Uppfærð úrslit eru á Úrslitasíðunni að venju
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 17:44
16. umferð
!6. umferð var spiluð í Holtinu á sunnudagsmorgun. Líklega var þetta eitt besta veðrið í sumar til að spila golf, algjört logn og hiti um 15-17 gráður. Þó mættu aðeins 6 félagar. Enginn leikur í holukeppninni gat farið fram þar sem ekki var nógu góð mæting. Þessir leikir töldu þó í punktakeppninni. Uppfærð staða er á úrslitasíðunni.
Næsta umferð verður næstu helgi og stefnt er á sunnudag. Þeir sem enn eiga eftir leiki í Holukeppninni eru hvattir til að mæta
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar