Bloggfærslur mánaðarins, maí 2012
30.5.2012 | 23:02
4. umferð í Holtinu
4. umferð var spiluð í Grafarholtinu síðasta þriðjudag. Veður var ágætt en batnaði sem á leið leikinn og var orðið frábært spilaveður í lokin. Mæting var mjög góða, aðeins vantaði Benna.
Leikar fóru annars þannig:
Aron vann Heimi
Ingi og Ásgeir skildu jafnir (að ég held)
Sigþór vann Magga 3/2
Hjörtur vann Gulla 2/1
Óli vann Sigga 2/0
Jói vann Emil 2/1
Sjá nánar úrslit og stöðu á úrslitasíðunni. Munið svo að kommentara á blogginu!
Næsta umferð er plönuð á Skaganum eftir viku
kv, Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2012 | 09:48
3. umferð í Grafarholti
Þriðja umferð var spiluð í Grafarholti í gær.
Veður var þokkalegt, blés nokkuð þétt að austan sem kom sér t.d. vel á 8. 9, 10 og 12 (fyrir suma). Kólnað soldið með kvöldinu.
Alls voru spilaðir 5 leikir og urður úrslit sem hér segir
Heimir vann Ásgeir á 14. að mér skilst, eftir frábært golf
Maggi vann Óla eftir mjög góða spilamennsku (að eigin sögn)
Sigg sigraði Gulla 3-1 (eftir að Gulli kláraði alla boltana sína á 14.)
Emil hefndi fyrir tapið á Sweetwood í Englandi og vann Aron á 18.
Sigþór og Ingi skildu jafnir á flottu skori (38 og 36 punktum)
Hring dagsins átti Heimir er hann spilaði á litlum 44 punktum. Glæsilegt Heimir. Ísskáps dvölin síðasta þriðjudag hefur greinilega skilað sér.
Sjá Úrslitasíðu
kv, Emil
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.5.2012 | 11:45
2. umferð í Grafarholti
Önnur umferð hjá okkur var spiluð í Grafarholtinu þriðjudaginn 8 maí. Góð mæting var en alls mættu 11 og vantaði aðeins 2 spilara. Þeir voru víst eftir sig eftir golferðina til London þó aðrir sem fóru í sömu ferð hafa mætt ;-)
Annars var spilmennskan mjög góð, flestir yfir 30 punktum. Siggi átti besta skor í punktum dagsins, alls 37 punkta.
Annars fóru leikar þannig:
Siggi - Sigþór: Jafnt
Gulli - Emil: jafnt
Ásgeir vann Benna
Ingi vann Jóa
Hjörtur vann Heimi
Óli spilaði stakur
Sjá nánar á Úrslitasíðu
Veðrið var frábært alveg fram undir 16 braut en þá fór að snjóa og flatirnar urðu hvítar um leið og teigarnir sleipir. Menn klárðuð samt að spila þó sumir kvörtuðu meira en aðrir þrátt fyrir topp skor. Þó ber að hafa í huga að sömu aðstæður voru hjá öllum þeim sem spiluðu holukeppni.
Jói að pútta á 16. flöt
kv
Emil
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2012 | 21:23
Afmælisferð Nafnlausa Golffélagsins 2012
10 ára afmælisferð Nafnlausa Golffélagsins var farin í byrjun maí. Alls fóru við 8, þar af 5 frá Nafnlausum og 3 gestaspilarar. Flogið var til London og gist á Lingfield Park Marriott Hotel & Country Club sem er rétt sunnan við London. Topp aðstaða með öllu. Þar voru spilaðir 4 hringir. Einnig var farið á Sweetwoods Park Golf Club og þar spilaðir 3 hringir. Báðir vellirnir voru mjög góðir, sérstaklega Sweetwood völlurinn en hann var alveg einstaklega fallegur. Þó vellirnir hafi verið nokkuð blautir vegna langvarandi rigninga í Bretlandi þá voru þeir í mjög góðu standi og skemmtilegir.
Hópurinn var gríðarlega vel skipaður og skemmtilegir golfarar. Ekki nóg með að góðir golfarar væru hér á ferð þá skartaði hópurinn tveimur af bestu dómurum landsins í golfi. Ferðin var því ekki bara skemmtileg heldur lærðu menn ýmislegt nýtt um regluheim golfíþróttarinnar.
Settar voru upp tvær formlegar keppnir að hætti Nafnlausu en það var holukeppni (allir við alla) og punktakeppni (best af 5). Sigurvegarar voru Aron í holukeppni og Stein í punktakeppni. Að sjálfsögðu var svo Guinness keppni í hverju holli.
Guðbrandur, Maggi, Hjörtur, Steini, Sammi, Aron, Siggi, Emil.
Sjá fleiri myndir undir London 2012.
Formaðurinn þakkar spilafélögunum fyrir vel heppnaða ferð og þá sérstaklega stofnanda og fyrrverandi formanni fyrir frábært skipulag og vel valda velli.
Emil
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 17:52
Aðalfundur Nafnlausa Golffélagsins 2012
Aðalfundur Nafnlausa Golffélagsins var haldinn á Korpunni 1. maí 2012
Mættir:
Aron Hauksson
Benedikt Hauksson
Emil Hilmarsson
Guðlaugur Einarsson
Magnús Ingi Stefánsson
Ólafur Hafsteinsson
Sigurður Stefánsson
Fjarverandi:
Heimir Hálfdanarson
Ingi Ólafsson
Sigþór Magnússon
Stjórn
Óbreytt stjórn er þetta árið
Formaður og gjaldkeri: Emil Hilmarsson
Varaformaður: Magnís Ingi Stefánsson
Ritari: Aron Hauksson
Árshátíðarnefnd
Skipulaga lokahófs félagsins í lok leiktíðar
Aron Hauksson
Guðlaugur Einarsson
Leikjanefnd
Umsjón með Shootout og/eða útilegu móti
Magnús Ingi Stefánsson
Sigurður Stefánsson
Inntaka nýrra félaga
Þar sem tveir félagar hafa hætt í félaginu vara ákveðið að bjóða 3- 4 nýjum félögum að ganga í hópinn. Þá gæti hópurinn orðið allt að 14 manns. Þegar hafa 3 óskað eftir inngöngu en þeir eru:
Jóhann Másson
Ásgeir Ásgeirsson
Hjörtur Þorgilsson
Leikfyrirkomulaga
Sama leikfyrirkomulaga verður í ár og undanfarin ár. Keppt verður í Holukeppni þar sem allir spila við alla og Punktakeppni þar sem bestu 10 hringir sumarsins gilda.
Rástímabókanir verða í umsjón ritara félagsins og skipar hann menn, eins og hann telur þörf, í hvert skipt til að sjá um bókun rástíma fyrir næsta leikdag. Bóka þarf rástíma kl 8:00 (á slaginu) til að ná tíma á þriðjudegi).
Bókuð verða þrjú holl (fyrir 12) og þeir sem fyrstir melda sig inn hafa forgang. Formaður stillir upp leikjum í Holukeppni.
Formanni er heimilt að áminna félagsmenn ef þeir eru ekki búnir að ná tilskildum lágmarksfjölda leikja í Holukeppni í lok hvers mánaðar og ef um mjög lélega mætingu er að ræða og að það tefji leik annarra þá er heimilt að vísa viðkomandi úr Holukeppninni. Leikmanni er þó heimilt að leika áfram í Punktakeppninni.
Leikdagar
Þeir verða á þriðjudögum eins og undanfarin ár. Formaður félagsins getur þó sett á auka leikdaga og telja þeir þá eins og aðrir leikdagar. Aðeins er leyfilegt að telja punkta til keppni í Punktakeppni á skilgreindum leikdögum. Leikir í Holukeppni geta farið fram á öðrum dögum ef menn koma sér saman um það. Slíkt þarf þó að tilkynna fyrirfram til formanns.
Félagsgjöld
Samþykkt var að félagsgjöld fyrir árið 2012 yrðu 12.000 krónur
Félagsgjöld þarf að vera búið að greiða fyrir lok mái 2012
Fundi slitið
1. maí 2012
Emil Hilmarsson
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2012 | 16:43
Fyrsti leikdagur - 1. maí 2012
Þá er vertíðin hafin og fyrsta leikdegi í Nafnlausa Golffélaginu lokið.
7 meðlimir mættu og 4 gestir. Úrslit urðu sem hér segir:
Aron vann Magga
Óli vann Emil
Benni vann Gulla
Siggi sat hjá í holukeppninni.
Flesta punkta dagsins átti Óli, alls 31
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar