Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

8. umferð í Holtinu

8. umferð var spiluð í Grafarholti þriðjudaginn 26. júní og frábæru veðri. All mættu 9 og spilaðir voru 4 leikir. Úrslit urðu sem hér segir:

Jói vann Sigþór

Aron vann Óla

Sigg vann Ásgeir

Heimir vann Gulla

Heimir átti besta hringinní punktum talið eða 37 punkta.

Sjá nánari stöðu og úrslit á Úrslitasíðunni 

Nú er Meistaramót GR að hefast þ.a. engin umferð verður í Nafnlausa Golffélaginu þá vikuna. Næsta umferð verður því 10. júlí. Alls munu 5 meðlimir Nanfnlausu taka þátt í Meistaramótu GR en þeir eru Jói, Hjörtur, Gulli, Siggi og Emil.

Formaðurinn 

 

 

 

 


7. umferð - Korpan

7. umferð var spiluð á Korpunni þriðjudaginn 19. júní. Alls mættu 10 úr Nafnlausu ásmt 11. manni, fyrrverandi Nafnlausa meðlimi, honum Samma. Veðrið þokkalegt en samt ekkert sumar veður.

Úrslit urðu þannig að Jói vann Benna, Hjörtur vann Sigga, Maggi og Ásgeir skildu jafnir, Óli sigraði Sigþór á 18. braut og Emil vann Heimi, sem reyndar hætti eftir 10.

Flesta punkta átti Ásgeir, 33 punktar. 

Sjá úrslit á Úrslitasíðunni

kv

Formaðurinn 


6. umferð í Grafarholti

6. umferð var spiluð í Grafarholtinu þriðjudaginn 12. júní. Veður þokkalegt en frekar kalt.

Alls mættu 11 af félögum í Nafnlausa og einn gestur.

Úrslit urðu annars þessi:

Aron vann Gulla á síðasta púttinu

Ingi og Óli skildu jafnir og sömuleiðis Sigþór og Benni

Siggi tók Jóa í bakaríið á besta skori dagsins eða 39 punktum

Hjörtur sigraði svo Magga á 17. braut.

Sjá annars úrslit á úrslitasíðunni.

Formaðurinn 


Korpan, 5 umferð

5. umferð var spiluð á Korpunni í kvöld. Mæting var ágæt, aðeins vantaði píparana. Brjálað að gera í lögnunum. Korpan leit bara vel út og flatirnar töluvert betri en í Holtinu. Það blés soldið að norð-austan en lægði aðeins með kvöldinu en hitastigið var í lægri kantinum, orðið ansi kalt undir lokin. Þrír gestaspilarar spiluðu með Nafnlausu að þessu sinni en það voru þau Dagrún, Svava og Eiríkur

Annars urðu úrslit sem hér segir:

Ásgeir vann Aron

Óli vann Heimi

Benni sigraði Hjört á síðustu holunni

Jói tók Magga, held að þeir hafi bara tekið 9 holur miðað við punktana hjá þeim ;-)

Ingi vann svo Emil á síðasta púttinu á 18.

Gulli spilaði svo stakur

Formaðurinn


Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband