Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
29.8.2012 | 08:54
16. umferð í Holtinu
16. umferðin var spiluð í Grafarholti í gær. Full mæting var eða alls 12 (vantaði bara Benna)
Það var ansi kalt og orðið frekar dimmt þegar síðasta hollið kom inn.
Spilamennskan var ekki til að hafa í hávegum en Siggi átti besta skorið í punktum talið eða 33 punkta
Annars fóru leikar þannig:
Gulli og Jói skildu jafnir
Ingi vann Hjört
Emil vann Ásgeir
Heimir vann Sigþór
Staðan í punktakeppninni er enn mjög spennandi og fullt af slæmum hringjum sem eiga eftir að detta út hjá mönnum.
Uppfærð úrslit eru komin inn
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2012 | 22:56
15. umferð
15. umferð var í Grafarholtinu í kvöld. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á köflum. Enginn vindur og mjög hlýtt.
Alls mættu 8 úr hópnum en aðeins náðust að spila tveir leikir í holukeppninni. Óli vann Benna og Emil sigraði Sigga.
Flesta punkta dagsins átti Emil eða 37 punkta.
Annars má sjá úrslit og stöðuna hér
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2012 | 18:17
14. umferð í Grafarholti
14. umferðin var spiluð í Grafarholti við frábærar aðstæður.
Það var óvenju hlýtt með smá golu að austan. Mættir voru 10 úr Nafnlausa Golffélaginu og tveir gestaspilarar. Úrslit urðu annars sem hér segir:
Gulli vann Magga á síðustu holunni og meðspilarar þeirr Óli og Jói kláruð sinn leik einnig á 18. með skiptum hlut.
Í öðru holli sigraði Emil Hjört á 15. braut eftir jafnan leik á fyrri 9. Með þeim spiluðu tveir gestaspilarar, Gulli og Svava.
Í loka hollinu vann Sigþór Ásgeir og Aron hafði svo sigur á Sigga. Þar með tryggði Aron sér sigurinn í holukeppni Nafnlausa Golffélagsins árið 2012. Keppnin um 2 og 3 sætið er samt í fullum gangi og eiga nær allir möguleika þar.
Punktakeppnin er æsispennandi og nú skiptir máli að mæta til að fella út slæmu hringina frá því fyrr í sumar.
Annars má sjá stöðuna hér
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2012 | 13:26
13. umferð í Holtinu
Mæting í þessa umferð var með dræmara móti. Náðum að fylla tvö holl með því að bæta við einum gestaspilara.
Aðeins fóru tveir leikir fram í holukeppninni. Þar vann Aron hann Benna og Ingi tók Magga.
Aron er að taka afgerandi forustu í holukeppninni en allt er í járnum í punktakeppninni. Flesta punkta umerðarinnar náði Aron, alls 37 punktum.
Úrslitin hafa verið uppfærð á Úrslitasíðunni
Það eru þrír leikmenn sem eru farnir að dragast aðeins afturúr í spiluðum leikjum í Holukeppninni og eiga eftir 4 leiki. Það eru Sigþór, Jói og Hjörtur. Þeir þurfa því að spýta í lófana. Þeir eiga einhverja innbyrðis viðureignir eftir og er heimilt að spila þá leiki fyrir utan venjulegan leikdag, ef því verður við komið. Punktar teljast þó ekki með.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2012 | 08:51
12. umferð í Holtinu
12. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær. Veður frábært og mæting góð. Alls mættu 11 úr Nafnlausa Golffélaginu og einn gestaspilari. Leikar fóru þannig:
Maggi vann sinn leik á móti Heimi en með þeim spilaði Siggi stakur.
Aron vann Jóa á 17. holu eftir góðan endasprett þar sem hann vann 5 síðustu holurnar.
Emil vann, í sama holli, Benna sem var ekki á boltanum í púttunum.
Í seinasta hollinu spilaði Gulli á móti Ásgeiri og hafið sigur. Hjörtur vann svo Óla
Nú eru slæmu leikirnir farnir að detta út hjá þeim sem eru komnir með 10 leiki eða fleiri í punktakeppninni. Þeir punktar sem merktir eru með rauðu eru punktar sem þegar eru fallnir út og gulmerktir punktar detta út hjá viðkomandi ef hann spilar betur en það í næsta leik.
Í holukeppninni er Aron enn með forustu með 7 vinninga.
Í punktakeppninni eru Siggi og Emil efstir með 33 punkta að meðaltali. Staðan breytist fljótt þegar menn ná 10 leikjum eða fleiri enda fara þá þessir slæmu hringir að detta út.
Sjá stöðuna á úrslitasíðunni.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar