Leita í fréttum mbl.is

1. leikdagur 20. mai 2008

Þá er þetta byrjað formlega, fyrsti leikdagur búinn, spilaður þriðjudaginn 20. mai í Grafarholtinu.

Vallar aðstæður góðar, völlurinn kemur vel undan vetri og lofar mjög góðu fyrir sumarið, það eru þó nokkrar framkvæmdir við malbikunar stíga, þannig að teigurinn á 4. holunni var dáldið mikið framarlega þennann daginn, svo voru gömlu vetrar grínin á 2. og 10. holununum, að öðru leiti er þetta flott.

Veðrið var frábært, logn sem er mikilvægt í golfi og svo gekk á með mjög litlum skúrum, og þá var rigningin beint niður þannig að hún kom lítið að sök.

Mættir voru: Aron, Denni, Svenni, Heimir, Gulli, Sammi og Gulli.

Aðeins 58% mæting og vil ég þakka þeim sem mættu fyrir þáttökuna.

Úrslit dagsins eru hér til vinstri á síðunni.

Af gefnu tilefni langar mig að taka eftirfarandi fram: 

Við verðum að herða okkur dáldið í hraða, nú er búið að breyta golfreglunum þannig að nú er hægt að dæma meira þegar um slór er að ræða, hæg spilamennska er að drepa golfíþróttina í heiminum og því verðum við að standa okkur betur á því sviði:

Fyrra hollið var næstum 4,5 tíma að spila og voru komnir fljótlega heilli holu á eftir hollinu á undan (voru reyndar ungar og ferskar konur sem voru hraðspilandi) og voru einnig með biðröð fyrir aftan sig, að hleypa framúr er lang besta lausnin í svona löguðu þá léttist á vellinum og allir aðilar verða mun sáttari, bæði þeir sem hleypa framúr og þeir sem fá að fara framúr, tala nú ekki um allir hinir sem verða fyrir barðinu á þessu og eru fyrir aftan.

Nokkur góð ráð sem ég sá að menn máttu taka sig á í gær:

Vera tilbúinn þegar röðin er komin að þeim.
Slá sína kúlu áður en leitað er að kúlum félaganna.
Það þarf ekki að labba brautina þvera og endilanga til að hjálpa við að leita.
Taka aðeins 1-2 æfinga sveiflu, 5-8 æfinga sveiflur er allt of mikið.
Skoða sína púttlína á meðan hinir eru að pútta.
Ekki að skrifa á skorkort fyrr en á næsta teig.
Sá sem á teiginn skrifar þegar hann er búinn að slá.
Þegar maður er í algjöru rugli og skorið líka í rugla, að leita þá aðeins minna og taka varabolta.
Svo finnst mér lang best bara að vera stuttur og á braut.

Nánari upplýsingar er hægt að fá í ýmsum bæklingum gefnum út af GSI og GR.


Í golfreglum núna hefur leikmaður 45 sekúndur til að slá sitt högg, það er dáldið langur tími í ljósi þess að ef allir leikmenn nýta sér þennann tíma í öllum sínum höggum þá yrði hringurinn dáldið langur, tökum smá dæmi, 4 í holli, spila að meðaltali á 85 höggum hver, og segjum að 70 af þessum höggum þurfi langann tíma, þá eru þetta þetta 180 högg sem þurfa langann tíma, sem eru 12.600 sekúndur, sem eru 210 mínútur sem eru 3,5 klukkutímar og þá er allt labbið eftir og öll hin höggum 15x4 sem taka stuttann tíma, þannig að leikmaður sem tekur sér þessar 45 sekúndar stanslaust skemmir fyrir hinum í hollinu þar sem þeir eru að reyna að vinna upp tímann.

Formaðurinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarf að bæta inn hvað viðkoamdni aðili fékk marga punkta ekki bara í hvaða sæti hann lenti

MIS (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:24

2 identicon

Excel skjalið eru tvö sheet, í fyrsta eru stigin og í næsta eru punktarnir.

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband