Leita í fréttum mbl.is

Úrslit ljós

Nú eru úrslit ljós í keppnum sumarsins.
Á laugardaginn var spilað til úrslita í Holukeppninni og spiluðu þar til úrslita Aron og Emil. Skemmst er frá því að segja að Aron vann þá viðureign nokkuð auðveldlega.

Í Punktakeppninni spiluðu til úrslita Aron, Ingi og Emil. Þar hafði Ingi sigur.

Þar með er ljóst að Aron er Holumeistari 2009 og Ingi Punktameistari 2009 Nafnlausa golffélagsins.

Verðlaunaafhendingar fara svo fram á lokahofi félagsins sem ekki er enn komin dagsetning á en hugmynd hefur heyrst að hófið verði fyrstu helgina í Október

Formaðurinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Emil mætti frekar ryðgaður til leiks ásamt því að ég var að spila flott golf, ég parað fyrstu 4 holurnar og átti Emil ekkert svar við því og ég því kominn 4 up, hann náði þó aðeins að klóra í bakkann og vann tvæ holur en ég náði góðu pari á 8. holunni og því 3 upp í hálfleik.  Emil hefur eitthvað séð margar kúlur og holur í 10. brautinni þar sem hann missti örstutt pútt, ég sankaði svo að mér nokkrum holum og leikurinn var svo búinn eftir 13 holur. 

Í punktakeppninni var örlítið meiri spenna, þar sem ég og Ingi háðum harða baráttu, Emil datt fljótt útúr þessu þar sem hann náði sér ekki á strik.

Við Ingi var algjörlega jafnir og höfðum fengið nákvæmlega eins skor á fyrstu 5 holunum, en þá náði hann að vinna einn punkt á mig, ég náði honum til baka á 7. holunni og svo öðrum á 8. holunni og var kominn í forystu, hann hinsvegar náði hann strax á 9. holunni að jafna og við með 19. punkta á fyrri níu.

Seinni 9 byrjuðu ekki vel hjá mér þar sem ég setti upphafshöggið á 10. í vatnið og þurfti því að taka víti, en rétt missti parið samt og fékk 5 á meðan Ingi fékk létt par, þar sem hann átti forgjöf á þessa holu en ég ekki þá var þarna komið 2 punkta munur, þetta var eina holuna sem munaði á forgjöfinni okkar.

á 11. holunni fékk ég einnig skolla, en Ingi par og því kominn 3 punkta í forskot.

Þá hófst gríðarlegur kafli hjá mér þar sem ég paraði 12, 13 og 14 holurnar og Ingi með skolla á þeim öllum og því orðið aftur jafnt, við báðir vorum með skolla á 15. holunni og því enn jafnt þegar komið var að 16. holunni, þá koma aðal kaflinn hjá Inga, hann fék par á 16 en ég skolla og því var hann kominn með punkt í forskot.

Á 17. holunni var hann inná í tveimur en ég rétt fyrir utan og vippaði aðeins of langt og áttu 4 metra eftir, hann hinsvegar púttaði alltof langt og átti 2,5 metra eftir, ég hinsvegar krækti mínu pútti á meðan hann setti sitt ofaní og sagði ég þá við hann að þetta hefði verið fyrir sigrinum.

Hann með 2 punkta og aðeins 18 holan eftir, stutt par 3, hvorugur átti forgjöf, þannig að par og birdie var það eina sem ég gat gert, ég hugsaði ég verð að fá birdie og hann skolla til að þetta gangi eftir og svo tek ég hann í bráðabananum.

Hann sló of langt og var fyrir ofan flötina og þá hlakkaði í mér, og kannski aðeins of mikið þar sem ég setti mitt í glompuna, ég átti gott högg og setti 4 metra frá, hann setti inná og átti 3 metra frá, þarna kom loksins pútterinn minn inn og setti ég það í, hann hinsvegar missti sitt og fékk skolla og því munaði aðeins einum punkti í heildar keppninni, hann með 37 og ég 36.

Vil ég þakka bæði Emil og Inga fyrir skemtilega keppni í frábæru veðri á góðum vellinum á Skaganum.

Aron

Aron Hauksson (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband