Leita í fréttum mbl.is

Golfið að byrja

Jæja, þá fer loks að hilla undir að við getum farið að spila golf því sumarið nálgast óðfluga. Reyndar ber hitastigið það ekki með sér alveg þessa dagana. Margir meðlimir Nafnlaus Golffélagsins hafa þó tekið forskot á sæluna og brugðið sér út fyrir landsteinana til að grípa í kylfur og berja bolta.

Fjórir meðlimir NG fóru til London og spiluðu þar á Lingfield og Sweetwood í frábæru v

Fjórir úr Nafnlausa

eðri. Þetta voru þeir Aron, Heimir, Benni og Emil, ásamt 4 gestaspilurum. Þeir Siggi og Sigþór eru í viku

 æfingabúðum á Spáni og ég veit ekki betur að Ingi sé að fara til Englands í sína árlegu 

golfferð. Aðrir hafa ekki meldað sig til formanns í æfingaferðir erlendis (svo ég viti). Einhverjir fóru þó til Svíþjóðar, veit ekki alveg til hvers, kannski til að kanna gæði á sænskum vodka.

Formaðurinn. 

 

 

 


Lokahóf Nafnlausa Golffélagsins 2012

Endapunktur sumarsins hjá okkur í Nafnlausa Golffélaginu var hið árlega lokahóf.

Byrjað var á því að spila létta  liðakeppni og punktakeppni í Grafarholti með mökum. Alls mættu 11 til leiks þar. Fengum fínt veður og mikið gaman skolað niður með slatta af bjór og fuglapelum! 

Um kvöldið var svo blásið til veislu hjá heiðursformanni félagsins. Þar var boðið upp á skötusel í forrétt, lamb og naut í aðalrétt og slúttað með súkkulaðimús. Öllu þessu var svo skolað niður með góðu hvítvíni og rauðvíni. Alls voru 20 manns sem mættu í mat og heppnaðist hófið frábærlega eins og venjulega.

Að venju var svo haldin púttkeppni kvenna og karla. Þar sigraði Sigþór í karlakeppni og húsráðandinn Dagrún í keppni kvenna.

Veitt voru verðlaun fyrir mestu framfarir sumarsins og þau hlaut Siggi.

Annars hlut eftirtaldir verðlaun fyrir leiki sumarsins:

Punktakeppni

1. sæti: Guðlaugur Einarsson

2. sæti: Sigurður Stefánsson

3. særi: Emil Hilmarsson

 

Holukeppni

1. sæti (Deildarmeistari) : Aron Hauksson

2. sæti: Emil Hilmarsson

3. sæti: Ólafur Hafsteinsson

 

Formaðurinn vill þakka félögunum fyrir frábært golfsumar með von um að næsta sumar verði ekki síðra.

kv

Formaður Nafnalausa Golffélagsins

Emil Hilmarsson 

 


Síðast umferð sumarsins

Þá er lokið síðustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu.

Úrslit eru ljós í keppnum sumarsins.

Sigurvegari í Holukeppninni var Aron Hauksson.

Sigurvegari í Punktakeppninni var Guðlaugur Einarsson

Síðasti leikdagur var æsispennandi um hver myndi sigra í punktakeppninni. Siggi, Gulli og Emil spiluðu í síðasta hollinu og áttu allir möguleika á að sigra keppnina. Eftir 17 holur var allt í járnum og gátu þeir allir unnið punktakeppnina. Þó fór svo að lokum að Gulli fór 18. braut á pari og sigraði þar með keppnina.

Besta skor dagsins átti Siggi, alls 38 punkta. Þar að auki tók hann annan örn sinn í sumar á 11. braut.

Sjá loka niðurstöðu sumarsins á úrslitasíðunni.

Minni svo á lokahófið næsta laugardag.

Formaðurinn


18. umferð í Grafarholtinu

Næst síðast umferðin hjá okkur var spiluð í Grafarholtinu sunnudaginn 9. september.

Aðstæður og veður frábært. Mæting var þokkaleg, 9 meðlimir Nafnlausu og tveir gestir.

Aðeins náðist að spila einn leiki í Holukeppninni en þar hafði Jói sigur á Heimi. Flesta punkta dagsins átti Sigþór, með 36 punkta.

Úrslit og stöðu má sjá á Úrslitasíðunni. Þar er einnig Excel skjalið sem úrslit eru færð inn í og geta menn prófað að setja áætlaða punkta á síðasta spila deginum til að sjá hvernig úrslit í Punktakeppninni geta breyst.

Baráttan þar stendur væntanlega á milli 4 efstu manna sem eru Emil, Gulli, Siggi og Aron. Aðrir geta þó blandað sér í baráttuna með mjög góðum hring.

4 leikir eru enn eftir í Holukeppninni og þurfa þeir að klárast fyrir lokadaginn. Menn mega spila sína leiki hvenær sem er en þó fyrir 22. sept. Aðeins er þó bara einn opinber leikdagur eftir (sem telur í Punktakeppninni) og verður hann spilaður um næstu helgi. 

 

Formaðurinn


17. umferð á Korpunni

Spiluð var umferð á Korpunni í gær í frábæru veðri. Þeir sem ekki mættu misstu af frábærum velli í flottum aðstæðum. Mæting var frekar dræm í gær, aðeins 6 meðlimir og 2 gestir.

Tveir leikir fóru fram í Holukeppninni þar sem Sigþór vann Hjört og Siggi sigraði Inga í spennandi leik þar sem Siggi endaði 28 punktum (besta skor dagsins) og Ingi á 37.

Nú eru aðeins tveir leikdagar eftir og verða þeir spilaðir um helgi (9 og 16 sept.) þar sem það er farið að dimma ansi snemma. Þeir leikir sem eftir eru og þarf að klára fyrir lokahófsdaginn, sem er 22. september, eru :

Aron-Sigþór

Benni-Maggi

Gulli-Ingi

Heimir-Jói

Einnig eiga Jói og Hjörtur eftir sinn leik.

Annars er mönnum heimilt að spila sína leiki hvenær sem er. Þeir þurfa bara að tilkynna það til formanns. Það telst þó ekki með í punktakeppni

Athugið að öllum leikjum þarf að ljóka fyrir 22. september

Formaðurinn 

Sjá uppfærða stöðu

Formaðurinn


16. umferð í Holtinu

16. umferðin var spiluð í Grafarholti í gær. Full mæting var eða alls 12 (vantaði bara Benna)

Það var ansi kalt og orðið frekar dimmt þegar síðasta hollið kom inn.

Spilamennskan var ekki til að hafa í hávegum en Siggi átti besta skorið í punktum talið eða 33 punkta

Annars fóru leikar þannig:

Gulli og Jói skildu jafnir

Ingi vann Hjört

Emil vann Ásgeir 

Heimir vann Sigþór

Staðan í punktakeppninni er enn mjög spennandi og fullt af slæmum hringjum sem eiga eftir að detta út hjá mönnum.

Uppfærð úrslit eru komin inn 

Formaðurinn 


15. umferð

15. umferð var í Grafarholtinu í kvöld. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu á köflum. Enginn vindur og mjög hlýtt.

Alls mættu 8 úr hópnum en aðeins náðust að spila tveir leikir í holukeppninni. Óli vann Benna og Emil sigraði Sigga.

Flesta punkta dagsins átti Emil eða 37 punkta.

Annars má sjá úrslit og stöðuna hér

Formaðurinn


14. umferð í Grafarholti

14. umferðin var spiluð í Grafarholti við frábærar aðstæður.

Það var óvenju hlýtt með smá golu að austan. Mættir voru 10 úr Nafnlausa Golffélaginu og tveir gestaspilarar. Úrslit urðu annars sem hér segir:

Gulli vann Magga á síðustu holunni og meðspilarar þeirr Óli og Jói kláruð sinn leik einnig á 18. með skiptum hlut.

Í öðru holli sigraði Emil Hjört á 15. braut eftir jafnan leik á fyrri 9. Með þeim spiluðu tveir gestaspilarar, Gulli og Svava.

Í loka hollinu vann Sigþór Ásgeir og Aron hafði svo sigur á Sigga. Þar með tryggði Aron sér sigurinn í holukeppni Nafnlausa Golffélagsins árið 2012. Keppnin um 2 og 3 sætið er samt í fullum gangi og eiga nær allir möguleika þar.

Punktakeppnin er æsispennandi og nú skiptir máli að mæta til að fella út slæmu hringina frá því fyrr í sumar. 

Annars má sjá stöðuna hér

 

Formaðurinn

 


13. umferð í Holtinu

Mæting í þessa umferð var með dræmara móti. Náðum að fylla tvö holl með því að bæta við einum gestaspilara.

Aðeins fóru tveir leikir fram í holukeppninni. Þar vann Aron hann Benna og Ingi tók Magga.

Aron er að taka afgerandi forustu í holukeppninni en allt er í járnum í punktakeppninni. Flesta punkta umerðarinnar náði Aron, alls 37 punktum.

Úrslitin hafa verið uppfærð á Úrslitasíðunni

Það eru þrír leikmenn sem eru farnir að dragast aðeins afturúr í spiluðum leikjum í Holukeppninni og eiga eftir 4 leiki. Það eru Sigþór, Jói og Hjörtur. Þeir þurfa því að spýta í lófana. Þeir eiga einhverja innbyrðis viðureignir eftir og er heimilt að spila þá leiki fyrir utan venjulegan leikdag, ef því verður við komið. Punktar teljast þó ekki með. 

Formaðurinn


12. umferð í Holtinu

12. umferð var spiluð í Grafarholtinu í gær. Veður frábært og mæting góð. Alls mættu 11 úr Nafnlausa Golffélaginu og einn gestaspilari. Leikar fóru þannig:

Maggi vann sinn leik á móti Heimi en með þeim spilaði Siggi stakur.

Aron vann Jóa á 17. holu eftir góðan endasprett þar sem hann vann 5 síðustu holurnar.

Emil vann, í sama holli, Benna sem var ekki á boltanum í púttunum.

Í seinasta hollinu spilaði Gulli á móti Ásgeiri og hafið sigur. Hjörtur vann svo Óla

Nú eru slæmu leikirnir farnir að detta út hjá þeim sem eru komnir með 10 leiki eða fleiri í punktakeppninni. Þeir punktar sem merktir eru með rauðu eru punktar sem þegar eru fallnir út og gulmerktir punktar detta út hjá viðkomandi ef hann spilar betur en það í næsta leik.

Í holukeppninni er Aron enn með forustu með 7 vinninga.

Í punktakeppninni eru Siggi og Emil efstir með 33 punkta að meðaltali. Staðan breytist fljótt þegar menn ná 10 leikjum eða fleiri enda fara þá þessir slæmu hringir að detta út.

Sjá stöðuna á úrslitasíðunni

Formaðurinn


Næsta síða »

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband