13.7.2007 | 10:02
Meistaramót 2. leikdagur.
Staðan eftir 2 hringi í meistaramótunum er eftirfarandi.
Staðan hjá þeim eftir fyrsta hring er eftirfarandi:
Benni, 2. sæti í 3. flokki GR, aðeins 2 höggum frá fyrsta sætinu.
Emil, í 8-9 sæti í 3. flokki GR aðeins 12 höggum frá fyrsta sætinu.
Ingi, 13-15 í 2. flokki GR, aðeins 9 höggum frá 1. sætinu
Aron, 26-31 sæti í 2. flokki GR, aðeins 14 höggum frá 1. sætinu
Gulli, 56-60 sæti í 2. flokki GR
Sammi, 89 í 2. flokki GR
Ingi Þór, 7-8 í 2. flokki GO, aðeins 9 höggum frá 1. sætinu.
Vonandi eiga okkar menn eftir að sýna sitt rétta andlit í 3. degi og skila inn skori sem færa þá nær 1. sætinu.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2007 | 21:24
Meistaramót 1. leikdagur.
Í dag eru nokkrir meðlimir Nafnlausa golffélagsins að taka þátt í Meistaramóti sinna klúbba.
Staðan hjá þeim eftir fyrsta hring er eftirfarandi:
Benni, 2-3 sæti í 3. flokki GR
Emil, 10-12 sæti í 3. flokki GR
Ingi, 4-6 sæti í 2. flokki GR
Aron, 44 - 51 sæti í 2. flokki GR
Gulli, 52 - 56 sæti í 2. flokki GR
Sammi, 87 - 88 sæti í 2. flokki GR
Ingi Þór, 6-7 sæti í 2. flokki GO
Það er ljóst að Benni og Ingi er að leika mjög vel og hafa fengið einhverja lækkun í dag, vonandi ná þeir að fylgja þessu góða gengi eftir í alla 4 dagana.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 00:38
8. leikdagur úrslit.
Þá er 8. leikdegi lokið.
Spilað var í Leirunni, í blíðskapar veðri, smá vindur, en sól og flott.
Völlurinn var fínn, þó orðinn dáldið þur og flatirnar hefðu mátt vera ný slegnar, svo var röffið eitthvað að stríða sumum, þar sem það var dáldið hátt, erfitt að finna kúlurnar í því og enn erfiðara að slá úr því.
Úrslit dagsins ásamt úrslitum auka umferða eru hér til vinstri.
Formaðurinn.
Íþróttir | Breytt 1.8.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2007 | 13:50
Nafnlausa Golffélagið eignast Íslandsmeistara
Aron Hauksson gerði sér lítið fyrir og vann 3.flokk karla á Íslandmóti 35+ nú um daginn. Það kemur okkur félögum hans ekkert á óvart að hann skildi vinna þetta. Eins og sést á skorinu hans þá var mjög stabíll í þessu móti.
Maður fer að pæla hvað þessi drengur gæti náð langt ef hann æfði eins og maður og myndi jafnvel hætta dagvinnu sinni og hafa atvinnu af golfinu.
Enn og aftur til hamingju Aron
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 00:16
7. leikdagur
Þá er 7. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu, klukkan 18:40, 18:50 og 19:20, þessi tími er alltof seint, loft hitinn farinn að lækka all verulega og sólin full lágt á lofti og blindaði menn mjög mikið.
Veðrið var lala, sól og bjart, en talsverður vindur og kólnaði all verulegu uppúr miðjum seinni hálfleik.
Völlurinn, er ekki góður, flatirnar sumar hverjar skelfilega en aðrar alveg að ná sér.
Formaðurinn.
Íþróttir | Breytt 1.8.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 16:06
Shoot out 2007
Nafnlausa Golffélagið hélt sítt fyrsta Shoot out mót föstudaginn 15.júní og mættu 8 leikmenn til leiks.
Þið sem mættuð ekki misstuð af svakalegri skemmtun og snilldar golfi. Teknar voru tvær æfingarholur, þið sem þekkið shoot out vitið af hverju. Þið hin þurfið að finna út úr því sjálf.
Keppnin varð gífurlega spennandi bæði golflega og dr...... lega séð. Það er ekki spurning að við lærðum af þessu fyrsta móti hvað betur mætti fara.
EKKERT................................................... eða hvað.
Í það minnsta þá varð Ingi fyrsti Shoot out meistari Nafnlausa félagsins eftir hörkubaráttu við MIS á 9.braut.
Síðan var farið heim til Inga þar sem tekið var vel á móti okkur og verðlaunaafhending fór fram.
Spurning um hverjir muna eftir henni???????
Svona í lokin þá viljum við þakka Inga og konu hans fyrir að hýsa okkur og þetta golfmót er orðið að hefð.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 15:41
6. leikdagur
Spilað var í Grafarholtinu 19. júní, með rástímum 18:20, 18:30 og 19:10.
fínt veður var og menn vel stemmdir til golf iðkunar.
Nýjustu úrslitin eru komin hér til vinstri.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 22:18
5. leikdagur, úrslit.
Spilað var í Holtinu og er völlurinn enn ekki orðinn dógu góður, flatirnar lélegar og brautirnar alls ekki nógu góður.
Veðrið var fínt, eilítill vindur en datt svo niður þegar leið á, en kólnaði þegar sólin fór.
Úrslitin eru í dáldkinu hér til vinstri.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 10:21
5.Leikdagur
Þá er komið að fimmta leikdegi og virðist sem að við ætlum að fá snilldar veður.
Það er farin að færast harka í leikinn og greinilegt að þetta verður spennandi sumar. Þó svo að menn hafi fengið forgjafarhækkun þá virðist standa á hringjum þar punktar sem eru fleiri 42.
Rástímar eru klukkan 17:00 - 17:10 og 17:20 og á Samm heiður skilið fyrir að redda okkur þessum tímum.
Eins og hann sagði sjálfur frá þá var hann mættu klukkan 07:30 í sólbað upp í Grafarholti.
Það vantar aðeins upp á menn skrifi frá því markverðasta sem gerist hjá hollinu, reynum að bæta úr því.
Íþróttir | Breytt 21.6.2007 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 12:33
4. leikdagur
Þriðjudaginn 5. júní 2007 á að spila 4. leikdag, en vegna veðurs þá verður hann felldur niður og frestaður um óakveðinn tíma.
Suðaustan 10-15 m/s og rigning um vesturhluta landsins fram yfir hádegi, en síðan úrkomulítið og hægari vindur. Nokkuð bjart veður norðaustan- og austanlands. Hvessir aftur suðvestanlands seint í kvöld. Suðaustan 8-10 víðast hvar á morgun. Aftur rigning um tíma vestanlands í fyrramálið en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 14 stig, en allt að 16 til 18 stigum norðaustan- og austanlands.
Formaðurinn.
Íþróttir | Breytt 21.6.2007 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar