Leita í fréttum mbl.is

Síðasti þriðjudagurinn !

Spiluð var umferð í Grafarholtinu síðasta þriðjudag og næsta víst er að ekki verður spilað meira á þriðjudögum sökum myrkurs. Því verða síðustu umferðirnar sem eru 3-4 spilaðar um helgar.

Spilaðir voru tveir leikir í holukeppninni og unnust þeir nokkuð örugglega. Siggi vann Inga og Heimir vann Gumma. Aðrir sem mættu spiluðu punktakeppni en það voru Maggi, Emil, Sammi og Gulli.

 Nú eru slæmu leikirnir farnir að detta út hjá þeim sem áttu slæma leiki inni og staðan því að jafnast. Ívar er þó enn með nokkra forystu. Þó munar aðeins 5 punktum á honum og Magga sem er í öðru sæti og svo kemur formaðurinn, 6 punktum á eftir Magga.

Á úrslitasíðunni má sjá nýjustu stöðuna. Hafa þeir leikir í holukeppninni sem þurrkast út  verið merktir með rauðu. Þeir leikir hafa því dottið út hjá viðkomandi. Næsti leikur sem dettur út, ef spilað er betur en sá leikur, er merktur með gulu.

Einnig er búið að bæta inn Excel skjalinu sem uppfært er eftir hverja umferð, þaðan sem  myndirnar á úrslitasíðunni eru teknar frá. Til að skoða  það þarf að vista það niður með xlsx endingu

Formaðurinn


Uppfærð staða

Nú fara leikir í holukeppninni að klárast og aðeins 7 leikir eftir í keppninni. Gummi og Ingi eiga 3 leiki eftir hvor, Heimir á 2 leiki eftir en aðrir minna. Planaðar leikdagar fram til 14. september eru 4.  Væntanlega munum við þurfa að færa leikdaga yfir á helgar þar sem farið er að dimma ansi snemma.

Holukeppnin er spennandi og getur Ívar tryggt sér sigurinn með sínum seinasta leik sem er við Gumma. Þeir eru að plana að spila um helgina og skemmtilegt væri ef einhverjir gætu spilað með þeim.

Punktakeppnin er líka spennandi þar sem með góðri mætingu geta menn farið að klippa út slæmu leikina, þar sem aðeins 10 bestu leikir hvers telja

Formaðurinn


Umferð í Grafarholtinu

Umferð fór fram í Grafarholtinu síðasta þriðjudag.

Aðeins náðist að spila tvo leiki í holukeppninni þar sem þeir sem mættu voru flestir búnir að spila innbyrðis. Ingi vann Heim og Emil vann Sigga.

Annars eru línur að fara að skýrast í punktakeppninni.  8 leikmenn hafa náð 10 leikjum eða fleiri þ.a. nú fara lélegu leikirnir að detta út hjá þeim þar sem 10 bestu punktaleikirnir telja. Því getur staðan þar breyst tiltölulega fljótt hjá þeim sem eiga inni lélega leiki. Því er mikilvægt að vera duglegur að mæta til að hala inn punktum.

Stöðuna má sjá hér


Umferð á Skaganum

Spiluð var umferð á Skaganum í gær. Alls mættu 9 úr hópnum og tveir gestaspilarar. Ívar heldur uppteknum hætti og vann sinn leik á móti Sigga. Aðrir leikir fóru þannig að Maggi vann Gulla, Ingi vann Aron og Óli vann Samma.

Staðan er að skýrast nokkuð í holukeppninni en þar leiðri Ívar með 7.5 vinninga  á meðan Maggi er með 6,5 og báðir eiga tvo leiki eftir.

Í punktakeppninni er Ívar einnig efstur með að meðaltali 33,7 punkta og Maggi í öðru sæti með 32,2 punkta að meðaltali.

Annars má sjá stöðuna hér

Það eru þrír leikmenn sem aðeins eru komnir með 6 leiki af 11 það sem af er og verða að fara að gefa aðeins í. Þetta eru Denni, Heimir og Gummi 

Formaðurinn

 


Grafarholtið 27 júlí

Alls mættu 10 úr hópnum til leiks í gær í frábæru golfveðri. Allar viðureignirnar voru nokkuð spennandi en þrjár enduðu í jafntefli eftir æsispennandi leik

Annars eru nýjustu úrslitin á úrslitasíðunni

Formaðurinn


Grafarholtið 20. júli

Spilað var í Grafarholtinu í gær. Alls mættu 9 og spilaðir vor 3 leikir í holukeppninni.

Þar urðu óvænt úrslit þegar Ívar tapaði sínum fyrsta leik í sumar. Óli-síðsumarsspilari tók Ívar 3-1. Annars vann Sammi Gumma nokkuð örugglega enda spilaði hann flott golf, á 38 punktum, serm var besta skor kvöldsins. Gulli tók svo Aron og Siggi vann Heimi.

Annars má sjá úrslit og stöðuna hér:  Úrslit og staða

Formaðurinn


Grafarholtið 13. júní

Úrslit frá þriðjudeginum 13. júní komin inn á síðuna

Alls mættu 7 og spilaðir voru þrír leikir þar sem Aron vann Samma, Óli vann Inga og Ívar vann sinn sjött leik í röð með því að vinna Gulla á 18 með loka pútti

Formaðurinn


Sjötta umferð á Korpunni

Sjötta umferð var leikin á Korpunni í algjöru logni með smá dashi af vætu. Frábært golfveður.

Alls mættu 11 af 12 og fóru leikar þannig

  • Aron og Maggi skildu jafnir
  • Siggi vann Óla á 18. braut
  • Emil marði Gumma einnig á 18. braut
  • Heimir vann Denna 3/2
  • Ingi vann Samma

Gulli sat hjá en var með flesta punkta þessa umferðina eða 35

Sjá stöðu á Úrslitasíðunni

 Formaðurinn

 


Fimmta umferð á Korpunni

Fimmta umferð var á Korpunni síðasta miðvikudag. Alls mættu 8 manns. Úrslit urðu sem hér segir:

Maggi vann Sigga 4-2

Emil og Gulli skildu jafnir

Denni vann Inga á 15 holu

Íavar og Sammi áttu leik og spurning hvort þeir séu enn að spila því engin úrslit hafa borist

Uppfærð staða er á úrslitasíðunni

Minni á að næsta miðvikudag (16. júní) er ekki umferð en planið vara að hafa Shootout. Ingi hefur umsjón með því. Hann stýrir hvort og hvenær það er haldið. Ég verð erlendis næstu viku.

 Formaðurinn


Fjórða umferð í Þorlákshöfn

Fjórða umferð var spiluð í Þorlákshöfn í gær í frábæru veðri. Þó völlurinn sé ekki í milu uppáhaldi hjá mörgum í hópnum var ferðin fín og gaman að spila á öðrum velli. Alls mættu 10 af 12 og úrslit urðu nokkuð afgerandi enm a einn leikur endaði jafn:

Maggi - Óli : 5/4

Ívar - Heimir: 6/4

Emil - Sammi: 6/4

Denni - Gummi: 5/4

Ingi - Gulli : jafnt

Annars átti Ingi snilldarhögg í tjörninni á 18. braut. Bolti lá nánast á kafi í vatninu við 18. flötina eftir annað högg. Hann náði henni glæsilega upp og inn á flöt og holan féll og leikurinn við Gulla endaði í jafntefli.

Búið að uppfæra úrslitasíðuna og nokkrar myndir frá Þorlákshöfn.

Formaðurinn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Nafnlausa Golffélagið
Nafnlausa Golffélagið

Nafnlausa Golffélagið er samasafn snilldargolfara sem hafa það sem sitt eina markmið í lífinu að verða betri golfarar sama hvað það kostar.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband