31.5.2010 | 18:22
Þriðja umferð í Grafarholti
Þriðja umferð fór fram í Grafarholtinu á miðvikudaginn
Illa gekk að fá samhliða rástíma þ.a. sumir spiluð snemma um daginn og aðrir seint. Veðrið var flott og mæting góð. Fyrsta holl fór út snemma og þar vann Ívar Magga á 17, eftir spennandi leik. Hinn leikurinn í hollinu varð aldrei spennandi enda Aron ekki vanur að spila svona snemma dags. Emil vann þann leik á 14. braut.
Í næsta holli voru þeir Sammi og Gulli. Þar hafði Gulli betur. Einnig voru þar Óli og Denni og greinilega um mjög jafnan leik að ræða og endaði hann í jafntefli.
Frekar seint fóru svo Gummi, Siggi og Heimir út ásamt gesti. Gummi og Siggi áttu kappi og vann Gummi. Báðir áttu að mér skilst slaka leiki og spurningin var víst ekki hvor myndi vinna, heldur hvor myndi tapa.
Formaðurinn
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 17:49
Önnur umferð í Grafarholti
Önnur umferð var spiluð í Holtinu í gær. Mæting var góð, 11 af 12 og einn gestaspilari. Úrslit urðu sem hér segir:
Aron vann Óla
Maggi vann Emil
Ívar vann Inga
Sammi vann Heimi
Gulli vann Denna
Sjá má stöðun á Umferðir og úrslit 2010
Munið, þeir sem sjá um bókun fyrir næsta miðvikudag eru Ívar, Heimir og Gulli (bókað skv Bókun rástíma 2010)
Bókun þarf að eiga sér stað kl 8:00 á mánudaginn. Spilað verður í Grafarholtinu
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2010 | 13:20
Fyrsta umferð á Skaganum
Fyrsta umferð í Nafnlausa golffélaginu var spiluð á Skaganum síðasta þriðjudag.
Alls mættu 9 leikmenn úr félaginu ásamt tveimur gestaspilurum
Aðstæður voru frekar slæmar, ringdi allan tímann
Úrslit má svo sjá á fastri síðu (vinstra megin á bloggsíðunni)
Sjá:
http://nafnlausu.blog.is/blog/nafnlausu/entry/1054803
Íþróttir | Breytt 23.5.2010 kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 20:19
Nýir meðlimir í hópinn
Nokkrar mannabreytingar hafa orðið í hópnum okkar þetta árið. Í fyrra hætti Jóhann og núna í maí sá Benni fram á að geta ekki spilað með okkur í sumar. Ég vil þakka þeim fyrir spilamennskuna síðustu ár og þá sérstaklega Benna en hann er búin að vera lengi með okkur. Að sjálfsögðu er þeir alltaf velkomnir að spila með hópnum þegar laust er.
En maður kemur í manns stað. Tveir mjög svo áhugasamir og öflugir golfarar koma sterkir inn en það eru þeir Ívar Harðarson, með forgjöf eitthvað undir 10, og Sigurður Stefánsson með forgjöf 15,7.
Bjóðum við þá velkomna og hlökkum til á að takast á við þá á golfvellinum
Emil
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2010 | 18:47
Fundur á Kaffi Milano
04.05.2010
Mættir:
Aron Hauksson
Emil Hilmarsson
Guðlaugur Einarsson
Guðmundur Friðbjörnsson
Magnús Ingi Stefánsson
Ólafur Hafsteinsson
Samúel Ingi Þórarinsson
Benedikt Hauksson
Fjarverandi:
Heimir F. Hálfdanarson
Ingi Ólafsson
Sveinn Ingvarsson
Skipan í stöður og nefndir:
Formaður:
Sá sem ræður
Emil Hilmarsson
Varaformaður:
Sá sem ræður ekki
Magnús Ingi Stefánsson
Shootout:
Hið árlega bindinismót sem fáir eru til frásagnar um
Ingi Ólafsson
Burgerin:
Skipulag á hinu árlega móti sem enn hefur ekki verið haldið þar sem planað er að spila jafnvel 36 holur með burger á milli.
Aron Hauksson
Lokahóf:
Undirbúningur og skipulag lokahófs Nafnlausu í lok leiktíðar
Guðmundur Friðbjörnsson og Emil Hilmarsson
Ferðanefnd:
Undirbúningur og skipulagning útilegu með fjölskyldu félag í sumar
Guðmundur Friðbjörnsson
Bikarar:
Grafa upp bikara fyrri ára og skrásetja í sögu félagsins. Skilgreina og kaupa verðlaunapeninga/bikara fyrir lokahóf
Magnús Ingi Stefánsson
Niðurstöður fundar
Sama leikfyrirkomulag verður og var á síðasta ári, þ.e. Holukeppni ásamt Punktakeppni en leikdagar hafa verið færðir á miðvikudaga. Fyrsta umferð verður þó leikin á Skaganum á þriðjudaginn og áætlaður fyrsti rástími kl 17:40.
- Leikdagar verða á miðvikudagar og áætlaður fjöldi leikdaga er 17 (til 15 sept). Áætlað er að hefja leik milli 16:50 og 17:30 í sumar
- Sigurvegari Holukeppninnar verður krýndur Meistari Meistaranna 2010 en sigurvegari Punktakeppninnar verður krýndur Deildarmeistari 2010.
- Spilaðar verða 11 leikir í Holukeppni, allir við alla. Aðeins heimilt að leika á miðvikudögum en ákvörðun verður tekin af formanni þegar líða tekur á sumarið hvort frestaðir leikir megi spilast á öðrum dögum, ef mikið er um frestanir. Einnig getur formaður sett á aukaleikdaga.
- Punktakeppnin er spiluð samhliða Holukeppni, sem þýðir að menn verða að klára hverja holu út til að fá punkt. Ekki er hægt að gefa pútt í Punktakeppni. Bestu 10 hringir í Punktakeppni gilda í lokin. Punktakeppni má aðeins spila á skilgreindum leikdögum (þriðjudögum).
- Tilskilinn leikjafjöldi fyrir sumarið 2010 er:
- 11 leikir í holukeppni
- 10 leikir í punktakeppni
- Settir eru mælisteinar fyrir fjölda leikja þ.a. menn þurfa að ná tilskildum fjölda leikja á ákveðnum dagsetningum
- Klára þarf a.m.k. 5 leiki fyrir lok júní
- Klára þarf a.m.k. 7 leiki fyrir lok júlí
- Klára þarf a.m.k. 9 leiki fyrir lok ágúst
- Fyrri reglur um Gula spjaldið er í fullu gildi. Leikmaður fær gult spjald ef hann nær ekki tilskildum leikjafjölda. Annað gula spjaldið þýðir rautt spjald, þ.e. leikmaður fær ekki að spila næsta tímabil á eftir sem meðlimur með Nafnlausa Golffélaginu.
- Nýir meðlimir sem teknir eru inn í félagið eru á svokölluðu skilorði, þ.e. ef þeir mæta ekki skv. reglum félagsins þá fá þeir ekki að vera með næsta ár á eftir.
- Greidd voru atkvæði um nýjan meðlim í félagið. Hann er Ívar Harðarson, fgj. eitthvað undir 10. Hann var samþykktur samhljóða.
- Félagsgjöld fyrir leiktímabilið 2010 voru ákveðin 10.000 kr. Þessar tekjur verða notaðar fyrir Lokahóf og verðlaunapeninga. Formaður mun senda út rukkun og halda utanum greiðslur.
- Þar sem bókun rástíma verður væntanlega erfið í sumar var ákveðið að mynda þrjá bókunarhópa. Meðlimir hvers hóps sjá um að bóka sína menn. Þeir koma sér upp reglu hvernig bókun færist á milli mann. Hóparnir eru eftirfarandi:
- Hópur 1 (kl 16:50): Emil, Maggi, Gummi, Ívar
- Hópur 2 (kl 17:00): Aron, Heimir, Denni, Óli
- Hópur 3 (kl 17:10): Gulli, Sammi, Ingi, Benni
- Hægt er að skrá rástíma degi fyrir leikdaga, þ.a. kl 8:00 á þriðjudegi er hægt að byrja að bóka miðvikudaginn. Ef ekki er annað ákveðið skulu þessir rástímar bókaðir.
Formaður ákveður hvenær og hvort fyrsti rástími færist framar eða aftar og tilkynnir þá um slíkt. Hinir rástímar færast þá samhliða. Ef hópur nær ekki að bóka á skilgreindum rástíma, skal reyna að bóka í næsta lausa tíma þar á eftir (17:20 eða 17: 30)
Þegar hópur hefur náð að bóka sinn hóp skal hann senda póst á alla um staðfestan tíma. Þegar búið er að staðfesta alla tíma þá sendir formaður upplýsingar um það hverjir eigi leik í holukeppninni - Afbókanir skulu sendar svo fljótt sem það er ljóst og eigi síðar en kl 12:00 á leikdag. Formaður sendir þá tilkynningu til golfklúbbs um afskráningu eða biður viðkomandi hóp um að sjá um tilkynningu til klúbbs um afskráningu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2009 | 13:42
Úrslit ljós
Nú eru úrslit ljós í keppnum sumarsins.
Á laugardaginn var spilað til úrslita í Holukeppninni og spiluðu þar til úrslita Aron og Emil. Skemmst er frá því að segja að Aron vann þá viðureign nokkuð auðveldlega.
Í Punktakeppninni spiluðu til úrslita Aron, Ingi og Emil. Þar hafði Ingi sigur.
Þar með er ljóst að Aron er Holumeistari 2009 og Ingi Punktameistari 2009 Nafnlausa golffélagsins.
Verðlaunaafhendingar fara svo fram á lokahofi félagsins sem ekki er enn komin dagsetning á en hugmynd hefur heyrst að hófið verði fyrstu helgina í Október
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2009 | 20:50
Síðasta umferð sumarsins
Þá er seinustu umferð sumarsins hjá Nafnlausa Golffélaginu lokið. Spilað var í Grafarholti í bara ágætis veðri. Aðeins mættu 3, Gummi, Aron og Emil. Þeir Emil og Aron voru að spila til úrslita í holukeppninni þar sem þeir voru jafnir í efsta sæti með 8,5 vinninga. Þetta byrjaði frekar illa hjá Aroni og eftir 5 holur var Emil 4 upp. Aroni tókst svo að snúa þessu við þegar líða tók á leikinn og komst hann einn upp eftir góðan fugl á 14. Emil náði því til baka á 15 og allt jafnt þegar komið var á 18. Þessi leikur var æsispennandi alveg fram á síðasta pútt hjá Aroni. Málið varð að ég varð að setja 4-5 metra pútt ofaní og fá skolla til að halda í við Aron. Með því fékk ég 34 punkta og búinn að jafna Inga í Punktakeppninni. Það tókst. Aron átti erfitt 3-4 metra pútt eftir og með því að setja það niður gat hann unnið leikinn og náð 37 punktum og unnið punktakeppnina einnig. En, hann rétt missti það og rann kúlan töluvert fram yfir holuna og nú átti hann ekki einfalt pútt eftir til að jafna leikinn. En Aron klikkaði ekki og sett ofaní og náði 36 punktum. (sjá úrslit í Excel skjali sem fylgir hér)
Því eru úrslit í báðum keppnunum enn óráðin, Emil og Aron enn jafnir í Holukeppninni og Ingi, Aron og Emil allir jafnir í Punktakeppninni.
Þetta þýðir að þessir þrír verða að spila úrslitaleik næsta sunnudag.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2009 | 21:09
Næstsíðast umferð spiluð á Korpunni
Þá eru úrslit ljós í holukeppninni eftir eina leik dagsins. Denni og Ingi spiluðu og skemmst er frá því að segja að Denni vann Inga sem þýðir að Aron og Emil eru jafnir í efstu sætunum með 8,5 vinninga. Þetta þýðir að þeir verða að spila úrslitaleik um sigur í keppninni.
Annars mættu 7 til leiks í dag og úrslit í punktakeppninni eru engan vegin ráðin. Ingi leiðir með einum punkta á Magga, sem spilaði flott golf í dag.
Sjá Excel viðhengi með úrslitum
kv
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 21:51
Umferð í Grafarholtinu 1. sept
Spiluð var umferð í Grafarholtinu í kvöld. Enginn leikur var í holukeppninni þar sem Denni komst ekki og Benni forfallaðist á síðustu stundu. Greinilegt að síðasti leikur hjá Benna hefur tekið sinn toll. Alls mættu 7 til leik í punktakeppninni og þrátt fyrir mjög góðar aðstæður var hæsta skor 30 punktar hjá Aroni og Inga. Aron hefur því saxað á forskot Inga og munar nú aðeins 7 punktum þegar tvær umferðir eru eftir.
Þar sem farið er að dimma ansi fljótt þá hefur verið ákveðið að næstu tvær umferðir (þær síðustu) verða spilaðar seinnipart sunnudags ef vellir eru lausir. Næsti leikdagur verður því næsta sunnudag.
Tveir leikir eru eftir í Holukeppninni sem þarf að fara að drífa í að klára.
Formaðurinn
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2009 | 13:48
Grafarholtið 25.08.09
Í gær var "næstum því lokaumferð" spiluð í holukeppninni. Leikirnir sem voru spilaðir voru Benni vs Emil, Aron vs Gummi og Sammi vs Maggi. Benni, Aron og Sammi unnu sína leiki.
Annars var aðstæður ekkert sérstakar þó sumir hafi verið að spila nokkuð vel, punktalega. Það ringdi náttúrulega hundum, köttum og öðrum húsdýrum og undir lokin var orðið ansi skuggsýnt. Formaðurinn hafði tök á að tryggja sér sigurinn í holukeppninni en ákvað að gera mótið spennandi og tapaði sínum leik. Reyndar lögðu sumir töluvert kapp á að brjóta niður formanninn og peppa upp andstæðinginn.
Tveir leikir eru eftir í holukeppninni, þ.e. Benni og Heimir og svo Ingi og Denni. Úrslit í leik Denna og Inga geta ráðið úrslitum í keppninni. Þeir þurfa að finna sér tíma til að spila sem allra fyrst og láta vita svo aðrir geti spila með, ef hann fer ekki fram á þriðjudegi.
Svo vil ég enn og aftur biðja Benna, Magga og Samma að greiða félagsgjaldið. Allir aðrir eru löngu búnir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar