Færsluflokkur: Leikskýrslur 2007
1.8.2007 | 09:03
11.Leikdagur - Úrslit
Spilað var á Korpunni í fínu veðri. Fengum einn "hitaskúr" á okkur annars var veðrið fínt eins og áður segir.
Völlurinn er því miður langt frá því að vera góður og eru grínin virkilega slæm. Maggi lét það ekki hafa áhrif á sig og spilaði 1 undir pari. Aðrir leikmenn voru að spila ágætlega, er það ekki annars Heimir.......
Spurning að félagar Nafnlausa golfélagsins heimti að Maggi fari í lyfjapróf. Bara til að sýna fordæmi fyrir önnur aðildarfélög PGA og GSÍ. Það er ekki eðlilegt að maðurinn skuli spila einusinni í viku og vera trekk í trekk undir pari vallar.
Eftir næstu umferð er deildarkeppni lokið og úrslit hefjast. Eins menn muna þá eru reglurnar þannig að þeir sem eru í sæti 1-4 sitja hjá í fyrstu umferð en sæti 5-12 spila um að komast í 8 manna úrslit og mæta þá þessum "snilldargolfurum" sem voru í sæti 1-4. Hinir spila um sæti 9-12.
Enn er ekki búið að skipa í lokahófsnefnd. Svo virðist sem að enginn þori að taka það að sér eftir frábæra veislu Benna Hauks síðasta haust. Spurning að byrja frá grunni á pylsu og kók og reyna síðan að toppa það á næsta ári.
Leikskýrslur 2007 | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 08:47
11.Leikdagur
Spilað verður á Korpunni.
Við eigum rástíma klukkan 17:30 og 17:40.
Svo virðist sem að það munu bara 6 félagsmenn mæta til leiks þar sem 1/3 mannskapsins er erlendis.
Það stefnir í það að Ingi Ólafs verði deildarmeistari þetta árið nema hægt nema verði að kæra hann fyrir að droppa vitlaust og vísa honum úr keppni. Er verið að fara yfir allar myndbandstökur sem til eru af þeim hringjum sem búið er að spila.
Síðasta umferð verður síðan þriðjudaginn 7. ágúst. Það er möguleiki að spila aukaumferð fram að þeim tíma. Enn eins og menn muna þá verða að minnstakosti tveir félagsmenn Nafnlausa golffélagsins að spila saman.
Leikskýrslur 2007 | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 23:30
10. leikdagur
Spilað var í dag í Grafarholtinu í blíðskaparveðri, skýjað, lítill vindur, smá skúr í upphafi en annars þurrt en skýjað.
Góð mæting var 10. mættir
Helstu tilþrif dagsins voru þau að Maggi spilað á 66 höggum, fékk 6 birdie og aðeins einn bogey.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Nú er að komast smá mynd á þetta þegar menn eru að komast í 8 hringi.
Minni menn á að það má leika 3 aukaumferðir og hvet ég menn til að nýta sér það.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 1.8.2007 kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 22:40
9. leikdagur
Þá er 9. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu í enn einu blíðviðrinu, þetta er alveg með eindæmum hvernig sumarið er búið að vera.
Ræst var út klukkan 17:00 og 17:20, það var hann Sammi sem stóð sig eins og hetja í að mæta snemma og bóka rástíma.
Úrslit dagsins eru hér til vinstri.
Formaðurinn.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 1.8.2007 kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 00:38
8. leikdagur úrslit.
Þá er 8. leikdegi lokið.
Spilað var í Leirunni, í blíðskapar veðri, smá vindur, en sól og flott.
Völlurinn var fínn, þó orðinn dáldið þur og flatirnar hefðu mátt vera ný slegnar, svo var röffið eitthvað að stríða sumum, þar sem það var dáldið hátt, erfitt að finna kúlurnar í því og enn erfiðara að slá úr því.
Úrslit dagsins ásamt úrslitum auka umferða eru hér til vinstri.
Formaðurinn.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 1.8.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2007 | 00:16
7. leikdagur
Þá er 7. leikdegi lokið, spilað var í Grafarholtinu, klukkan 18:40, 18:50 og 19:20, þessi tími er alltof seint, loft hitinn farinn að lækka all verulega og sólin full lágt á lofti og blindaði menn mjög mikið.
Veðrið var lala, sól og bjart, en talsverður vindur og kólnaði all verulegu uppúr miðjum seinni hálfleik.
Völlurinn, er ekki góður, flatirnar sumar hverjar skelfilega en aðrar alveg að ná sér.
Formaðurinn.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 1.8.2007 kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 15:41
6. leikdagur
Spilað var í Grafarholtinu 19. júní, með rástímum 18:20, 18:30 og 19:10.
fínt veður var og menn vel stemmdir til golf iðkunar.
Nýjustu úrslitin eru komin hér til vinstri.
Leikskýrslur 2007 | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2007 | 10:21
5.Leikdagur
Þá er komið að fimmta leikdegi og virðist sem að við ætlum að fá snilldar veður.
Það er farin að færast harka í leikinn og greinilegt að þetta verður spennandi sumar. Þó svo að menn hafi fengið forgjafarhækkun þá virðist standa á hringjum þar punktar sem eru fleiri 42.
Rástímar eru klukkan 17:00 - 17:10 og 17:20 og á Samm heiður skilið fyrir að redda okkur þessum tímum.
Eins og hann sagði sjálfur frá þá var hann mættu klukkan 07:30 í sólbað upp í Grafarholti.
Það vantar aðeins upp á menn skrifi frá því markverðasta sem gerist hjá hollinu, reynum að bæta úr því.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 21.6.2007 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 12:33
4. leikdagur
Þriðjudaginn 5. júní 2007 á að spila 4. leikdag, en vegna veðurs þá verður hann felldur niður og frestaður um óakveðinn tíma.
Suðaustan 10-15 m/s og rigning um vesturhluta landsins fram yfir hádegi, en síðan úrkomulítið og hægari vindur. Nokkuð bjart veður norðaustan- og austanlands. Hvessir aftur suðvestanlands seint í kvöld. Suðaustan 8-10 víðast hvar á morgun. Aftur rigning um tíma vestanlands í fyrramálið en annars skýjað með köflum. Hiti 8 til 14 stig, en allt að 16 til 18 stigum norðaustan- og austanlands.
Formaðurinn.
Leikskýrslur 2007 | Breytt 21.6.2007 kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 08:33
2.Leikdagur
Rástímar fyrir daginn í dag eru 17:00 - 17:10 og 17:20. Við ætlum að spila á Korpu í blíðskaparveðri.
Höfuðborgarsvæðið
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: V-læg átt, 3-8 m/s og stöku él eða skúrir. Hiti 2 til 7 stig. Spá gerð 22.05.2007 kl. 06:41
Þetta getur ekki orðið betra.
Menn geta séð stöðuna eftir 1. leikdag með því að smella á Úrslit 2007 undir Síður. Það er greinilegt að forgjarfarbreytingar hafa verið að stríða mönnum og voru sumir með "mun" fleiri punkta enn þeir reiknuðu í upphafi.
Eins og fram kom í pósti frá formanninum þá á eftir að skipa í lokahófsnefnd. Eins og venjulega þá verður örugglega slegist um þetta embætti eins og öll önnur. En ég við biðja menn að sýna stillingu og koma sínum umsóknum áleiðis til varaformanns.
Leikskýrslur 2007 | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar