Færsluflokkur: Íþróttir
23.9.2007 | 10:33
Úrslita leikirnir
Úrslita leikirnir voru spilaði í Grafarhotinu laugardaginn 22. september.
Veðrið var ekki beisið, dáldið mikið rok og storm viðvörun frá veðurstofunni, en menn mættu á teig og komust í gegnum þetta, völlurinn er fínn "loksins", flatirnar voru mjög hraðar og mjög fínar.
Til úrslita léku Ingi Þog og Emil, en um 3. sætið Svenni og Gulli.
Leikur um 3. sætið fór þannig að Svenni hafði sigur á Gulla.
En sigurvegar Nafnlausa mótsins í ár er Emil þar sem hann hafði sigur á Inga Þór á 16. holunni, eftir mjög spennandi leik þar sem munar varð aldrei meiri en 2 holur, Ingi Þór hafði forystuna á fyrri 9 holunum en var þó jafnt í hálfleik, en svo fór Emil að spýta í lófann, og Ingi Þór á sama tíma að missa niður touchið og því fór sem fór.
Einnig mættu Sammi og Aron og spiluðu með.
Þá er mótinu formlega lokið þetta árið og aðeins eftir að halda lokahófið með stæl eins og venjulega.
Formaðurinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 10:28
4 manna úrslit
Ingi Þór sigraði Gulla
Emil sigraði Svenna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 10:27
8 manna úrslit
Svenni sigraði Aron
Ingi Þór sigraði Inga
Emil komst sjálkrafa áfram þar sem Benni mætti ekki til leiks.
Gulli sigraði Heimi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2007 | 10:25
12 mannaúrslit, leikdagur 4
Svenni hafði sigur á Óla
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 11:52
12 manna úrslit leikdagur 3
Þá liggur það ljós fyrir, við eigum þrátt fyrir allt farand bikar, það er ljós að nýtt nafn kemur á bikarinn þetta árið.
Ingi Þór gerði sér lítið fyrir og lagði Magga í gær í Grafarholtinu á 16. holunni.
Leikurinn var nokkuð spennandi frá upphafi til enda, Magga vann holu 2 og svo fellu allar þar til komið var á 6. holuna, þá vann Ingi Þór 4 í röð, Maggi náði að klóra í bakka og minnka þetta í 2 holur eftir 13, en eftir að Maggi sló í ruslið vinstra megin við 15. flötina og þurfti að gefa holuna þá var Ingi Þór kominn með Dormie, og svo þegar Maggi sló öðru högginu sína í tjörnina á 16. þá var leikurinn eiginlega úti, sérstaklega þar sem Ingi Þór átti forgjöf á þá holu líka.
en semsagt Ingi Þór kominn áfram í 8 manna úrslit.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2007 | 11:45
12 manna úrslit, leikdagur 2.
Þá eru Sammi og Benni búnir að spila sinn leik, gefum Benna orðið:
Mér þykir leitt að tilkynna úrslit gærdagsins, fimman hjá Samma var alveg ísköld á fyrri níu meðan ýmislegt gekk upp hjá mér.Úrslitin urðu því sigur 6/5 og ég í skítamálum að fara í frí nánast með aðra hönd á bikarnum.Gerði reyndar samning við Samma um að hann færi áfram fyrir mína hönd og ég fengi þá að hafa bikarinn eina viku í mánuði á móti honum.En nú verður umboðsmaður St Andrews að ákveða framhaldið, KveðjaBenni
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 13:36
12 manna úrslit.
Denni og Heimir hittust fimmtudaginn 9. ágúst og háðu leik um það hvor kemst í 8 manna úrslit.
Spilað var í Grafarholtinu og var veðrið ekkert til að hrópa húrra fyrir, búið að rigna allann daginn, en hélt sér þó að mestu þurum á meðan leik stóð.
Leikskýrsla óskast sem fyrst.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2007 | 13:33
Úrslit deildarinnar
Þá er deildin búin að búið að afgreiða öll kærumál og kærufrestur útrunninn.
Úrslitin eru hér til vinstri.
Emil og Maggi þurfa að taka auka leik um það hvor verður í 4. sætinu, þá er það holukeppni.
í 12 mann úrslitum leika þá
Emil/Maggi (5.) - Ingi Þór (12.)
Óli (6.) - Svenni (11.)
Benni (7.) - Samma (10.)
Heimir (8.) - Denna (9.)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 09:43
12. leikdagur
Spilað var á Korpunni í drullu roki og leiðinda veðri, flatirnar á Korpunni er enn skelfilegar og vonandi ná þeir að vinna sig útúr þessu og koma með flottar flatir næsta vor.
Þá er deildinni lokið og við tekur úrslita keppnin.
Deildarmeistari er Ingi Ólafs og vann hann deildina mjög sannfærandi.
Við óskum honum til hamingju með titilinn.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2007 | 09:03
11.Leikdagur - Úrslit
Spilað var á Korpunni í fínu veðri. Fengum einn "hitaskúr" á okkur annars var veðrið fínt eins og áður segir.
Völlurinn er því miður langt frá því að vera góður og eru grínin virkilega slæm. Maggi lét það ekki hafa áhrif á sig og spilaði 1 undir pari. Aðrir leikmenn voru að spila ágætlega, er það ekki annars Heimir.......
Spurning að félagar Nafnlausa golfélagsins heimti að Maggi fari í lyfjapróf. Bara til að sýna fordæmi fyrir önnur aðildarfélög PGA og GSÍ. Það er ekki eðlilegt að maðurinn skuli spila einusinni í viku og vera trekk í trekk undir pari vallar.
Eftir næstu umferð er deildarkeppni lokið og úrslit hefjast. Eins menn muna þá eru reglurnar þannig að þeir sem eru í sæti 1-4 sitja hjá í fyrstu umferð en sæti 5-12 spila um að komast í 8 manna úrslit og mæta þá þessum "snilldargolfurum" sem voru í sæti 1-4. Hinir spila um sæti 9-12.
Enn er ekki búið að skipa í lokahófsnefnd. Svo virðist sem að enginn þori að taka það að sér eftir frábæra veislu Benna Hauks síðasta haust. Spurning að byrja frá grunni á pylsu og kók og reyna síðan að toppa það á næsta ári.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
- Apríl 2013
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
Myndaalbúm
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar